Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 33
1. Bóndi ver sitt bú – smitvarnir á hverju búi eru alltaf á ábyrgð bónda.
2. Óheimilt er að flytja sauðfé á milli sóttvarnarsvæða. Leyfi Matvælastofnunar þarf til flutnings á fé með verndandi/mögulega verndandi
arfgerðir.
3. Óheimilt er að flytja sauðfé á milli bæja innan svæðis og milli hjarða innan svæðis.
4. Óheimilt er að taka aðkomufé inn í fjárhús:
▪ Bannað er að nota fjárhús til þess að draga í sundur fé.
▪ Bannað er að hýsa aðkomufé sem finnst á jörðinni.
▪ Bannað er að selja eða lána hrúta á milli bæja.
▪ Bannað er að fara með ær undir hrúta á öðrum bæjum.
▪ Bannað er að fara með lömb til að venja undir á öðrum bæjum, eða til þess að koma í fóstur sem heimalingum.
▪ Bannað er að halda hrútasýningar. Hægt er að sækja um leyfi Matvælastofnunar í undantekningartilvikum.
▪ Bannað er að framkvæma afkvæmarannsóknir með því að safna fleiri hrútum á einn bæ.
▪ Ef hýsing á aðkomufé er óhjákvæmileg skal ekki nota til þess fjárhús, hlöður eða fjós og viðkomandi bygging þrifin og sótthreinuð að
hýsingu lokinni.
5. Óheimilt er að taka heim fé sem hýst hefur verið á riðusýktum bæ.
6. Óheimilt er að flytja milli bæja allt sem mögulega getur borið smitefni milli staða s.s hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og
gróðurmold nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
7. Óheimilt er að nýta sama fjárflutningavagn við flutninga frá fleiri bæjum á fjall, til slátrunar, eða úr réttum án þrifa og sótthreinsunar. Skv.
reglugerð 527/2017 um velferð dýra í flutningi eiga allir gripaflutningabílar og vagnar að vera lekaheldir.
8. Óheimilt er að fara með á milli bæja kamba og hnífa á fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og önnur tæki sem óhreinkast hafa af sauðfé.
9. Óheimilt er að fara með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa milli sóttvarnarsvæða án þrifa og sótthreinsunar.
10. Forðast skal að hleypa aðkomufólki inn í fjárhús nema því aðeins að það klæðist annað hvort einnota hlífðarbúnaði sem skilinn er eftir á
bænum eða fari í hlífðarföt og stígvél búsins. Á þetta einkum við á sauðburði.
Í reglugerð nr 651/2001 með síðari breytingum koma fram helstu reglur sem gilda innan riðusvæða og á milli svæða með
ólíka sjúkdómastöðu.
Hægt er að sækja um undanþágur frá þessum boðorðum til héraðsdýralæknis sem vinnur úr öllum umsóknum í samráði
við sérfræðinga Matvælastofnunar í riðumálum og er ákvörðun tekin með hliðsjón af sjúkdómastöðu. Undanþágur eru
yfirleitt háðar skilyrðum um þrif og sótthreinsun tækjabúnaðar og/eða umbúðir og notkun.
SMITVARNABOÐORÐIN 10
(sem gilda á riðusvæðum)
Þarft þú að láta bora??
Við hjá Finni ehf. búum yfir tækjakosti
af allra nýjustu gerð.
Við borum niður allt að 500 metrum
með beltabor sem auðvelt er að koma
á torfæra staði.
Fyrir frekari upplýsingar,
sendið á bor@finnurehf eða
hringið í síma 897-1490
Heitt vatn??
Kalt vatn??
Varmaskiptir??