Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 41
Fyrirmyndin er fengin frá Finnlandi þar sem mjög góður árangur hefur náðst með þessari tegund ráðgjafar. Finnskur sérfræðingur, Anu Ella, hefur veitt RML kennslu og ráðgjöf en mikilvægt er að hafa reynslumikinn einstakling með sér í þessu verkefni þar sem aðferðir og nálganir eru ólíkar því sem ráðunautar almennt nota í ráðgjöf til bænda. Hver hópur samanstendur af 10 búum og tveimur ráðanautum. Unnið er með viðfangsefni sem bændur taka þátt í að velja og móta en nú er unnið með efni sem tengist jarðrækt, svo sem bættri nýtingu áburðar og hagkvæmari gróffóðuröflun. Nú fer að líða að lokum fyrsta ársins hjá tveimur fyrstu hópunum og það hefur verið gefandi og skemmtilegt að vinna saman með bændunum að þeim viðfangsefnum sem voru valin í upphafi með fjölbreyttum aðferðum og nálgunum. Á næsta ári geta hóparnir svo haldið áfram saman og boðið verður upp á nýja hópa í þessu spennandi verkefni. Fagráð í nautgriparækt tók þá ákvörðun að hagnýta þessa aðferð strax í ræktunarstarfinu, byggja val nautkálfa á stöð eingöngu á erfðamati og hætta afkvæmaprófun ungnauta. Í þessu felst gríðarlega mikil breyting sem ekki er hægt að kalla neitt annað en byltingu. Þau naut sem nú eru keypt á stöð eru keypt í þeim tilgangi að þau verði strax notuð eins og um reynd naut væri að ræða, það er naut sem í eldra kerfi höfðu lokið afkvæmaprófun. Þetta þýðir að nautin koma nú til fullrar notkunar rétt rúmlega ársgömul eða á sama tíma og áður var sent úr þeim sæði til prófunar. Eldra kynbótaskipulag byggði á afkvæmaprófun nautanna þar sem verulegur tími fór í bið. Í fyrsta lagi þurfti að bíða eftir að nautin yrðu kynþroska og gæfu sæði. Í öðru lagi þurfti að bíða eftir því að dætur nautanna fæddust og eignuðust að tveimur árum liðnum sinn fyrsta kálf. Í þriðja lagi þurfti að bíða eftir því að fá upplýsingar um afurðir dætranna og þá fyrst var hægt að reikna áreiðanlegt kynbótamat fyrir nautin. Frá því naut fæddist og þar til það lauk prófun liðu því að jafnaði nálægt 70 mánuðum eða nærri sex ár. Í nýju skipulagi, með hagnýtingu erfðamengisúrvals, líða ekki nema 14-16 mánuðir frá því naut fæðist og þar til útsending sæðis úr því getur hafist. En hvað er erfðamat? Án þess að kafa djúpt í tæknileg smáatriði má segja að erfðamat sé frábrugðið hefðbundnu kynbótamati að því leyti að arfgerðir eru notaðar til að meta skyldleika á milli gripa í stað ættartölu. Þörf er á að arfgreina viðmiðunarhóp sem tengir arfgreiningar við frammistöðu gripanna í þeim eiginleikum sem við reiknum kynbótamat fyrir, t.d. afurðir, frumutölu og sköpulag. Tölfræðilíkön kynbótamatsins eru svo „þjálfuð“ til þess að meta kynbótagildi gripa í stofninum. Viðmiðunarhópnum þarf síðan að viðhalda um ókomna tíð þannig að hann sé sem skyldastur stofninum á hverjum tíma. Vert er að minna á að erfðamatið eru engin töfrabrögð. Þótt að nautastöðvarnaut séu valin inn á stöð með meira öryggi þegar valið byggir á arfgerð er öryggið á matinu ekki alveg jafn hátt og á nautum sem lokið hafa afkvæmaprófunum. Meiri erfðaframfarir í nýju kerfi byggjast á að kynslóðabilið styttist (um 4-5 ár í tilfelli nautanna). Líkönin sem meta kynbótagildið gera okkur jafnframt kleift að velja foreldra næstu kynslóðar með meiri nákvæmni en áður sem leiðir aukins úrvalsstyrks og enn hraðari erfðaframfara. Einnig sýna rannsóknir erlendis að eftir því sem fleiri arfgerðum er safnað og viðmiðunnarhópurinn sem er bæði arfgreindur og eru með svipfarsmælingar fyrir útreikningana stækkar, eykst öryggi erfðamatsins fyrir óreynda gripi. Í doktorsverkefni sínu fann Egill Gautason út að öryggi erfðamats gripa sem ekki eru með arfgreiningu er ekki hærra en hefðbundins kynbótamats. Því var ákveðið að arfgreina allar kvígur og til þess að gera sýnatöku sem ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta var jafnframt ákveðið að hún færi fram um leið og einstaklingsmerki er sett í gripinn. Þannig er komið á kerfi sem er ódýrt og öruggt auk þess sem erfðamat gripanna liggur fyrir á þeim tiltölulega ungum. Það þýðir að sé svigrúm til þess að velja úr kvígunum má nota erfðamatið til þess að grisja kvíguhópinn og lækka þannig rekstrarkostnað búanna. Þá opnast leið til þess að velja betur en áður hvaða naut hentar á hvaða kvígu að teknu tilliti til kosta og galla. Í upphafi skyldi endinn skoða, en það liggur fyrir að stjórnlaus notkun þeirra gripa sem hæst hafa erfðamat getur aukið skyldleikarækt umfram það sem æskilegt er. Til þess að hamla á móti aukningu skyldleikaræktar er gjarnan beitt svokölluðum kjörerfðaframlögum. Það þýðir að í einhverjum tilvikum getur verið betra að nota hátt metna gripi minna en þá sem lægra eru metnir vegna þess að þeir eru minna skyldir stofninum. Kjörerfðaframlögum má þannig beita við ákvörðun um kaup á nautum á nautastöð eða við ákvörðun um notkun þeirra. Með því að hamla skyldleikarækt nást minni erfðaframfarir til styttri tíma litið en með langtímahagsmuni í huga verða erfðaframfarir meiri þegar upp er staðið. Nú er unnið að því að formgera nýtt kynbótaskipulag. Það felst m.a. í því að reiknað verður út hversu marga nautkálfa á að arfgreina til þess að velja þann fjölda nautkálfa sem þarf til endurnýjunar nautastofnsins á hverjum tíma. Jafnframt þarf að ákvarða hve mikið skal nota hvert og eitt naut og hvort nota eigi nautin mismikið, m.a. með hliðsjón af ætterni og skyldleika við stofninn. Sú bylting sem nú stendur yfir í nautgripa- ræktinni er ekki eingöngu falin í innleiðingu erfðamengisúrvals. Margt annað kemur til og má nefna að útreikningar á erfða-/kynbótamati hafa verið endurforritaðir auk þess sem innleiddar hafa verið nýrri og betri aðferðir. Þannig hefur tekist að straumlínulaga ferlið og nú tekur vinnsla erfðamats innan við tvo sólarhringa í stað 1-2 vikna áður. Auk þessa er stöðugt verið að horfa til nýrra eiginleika. Nú er unnið að því að skoða eiginleika er varða lifun og má þar nefna kálfadauða, burðarerfiðleika og tengda þætti. Einnig er verið að skoða eiginleika sem hafa áhrif á vaxtarhraða, stærð og fóðurnýtingu gripa. Stefnt er að birtingu erfðamats fyrir þessa þætti innan tíðar. Höfundur er ráðunautur hjá RML. Fyrir um sex árum síðan hófst undirbúningur að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. Sú vinna stendur enn, en í lok síðasta árs var stigið stórt skref þegar kynbótamat byggt á erfðamengisaðferðum (erfðamat) var birt í fyrsta skipti. Bylting í íslenskri nautgriparækt Guðmundur Jóhannesson. Sprotinn – jarðræktarráðgjöf Um er að ræða einstaklingsmiðaða samsetningu þar sem þjónustan er útfærð eftir óskum og þörfum á hverju býli fyrir sig. Þjónustuliðir í grunnpakka Sprotans • Aðstoð við skráningu á áburðargjöf, ræktun og uppskeru í Jörð.is. • Aðstoð við að viðhalda túnkorti og grunn- upplýsingum um spildur í Jörð.is. • Aðstoð við umsókn um jarðræktarstyrk og landgreiðslur eftir því sem við á. • Aðstoð við sáðskiptaáætlun. • Greining á áburðarkostnaði út frá uppskeru túna. • Áburðaráætlun er lokaafurð Sprotans hverju sinni og er hún unnin út frá upplýsingum sem safnað hefur verið saman undangengið ræktunarár. Aðrir valbundnir þjónustuliðir í Sprotanum • Jarðvegssýnataka og túlkun á niðurstöðum. • Ræktunaráætlun og úttekt á ræktarlandi. • Túlkun og ráðgjöf er varðar efnagreiningu á búfjáráburði. Bændahóparáðgjöf – hvað er það? Bændahóparáðgjöf RML Við hvetjum bændur til að kynna sér jarðræktarráðgjöf okkar í gegnum SPROTANN. Í upphafi árs bauð RML í fyrsta skipti upp á Bændahópa, sem er ný nálgun er kemur að ráðgjöf til bænda. Sprotinn jarðræktarráðgjöf Sprotinn jarðrækt og fóðurráðgjöf Mynd - Halla Eygló Sveinsdóttir. Mynd - Oddný K. Guðmundsdóttir. Mynd - Helga Halldórsdóttir. RML Í 10 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.