Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Allir gjörsamlega búnir að fá nóg Díana Rós Þrastardóttir býr á Þórustöðum VII og hefur tekið drjúgan þátt í kartöflubúskapnum. Hún er ættuð úr Saurbæjarhreppi í Dalasýslu en foreldrar hennar eru sauðfjárbændur á Neðri-Brunná. Hún flutti að Þórustöðum vorið 2018. „Eftir að ég kom hingað í kartöflubúskapinn er ég búin að vinna við hann,“ segir Díana Rós. „Bæði við vinnsluna á kartöflunum og við bókhaldið, en ég er viðurkenndur bókari. Síðan vinn ég í Kaffitári á Akureyri sem sölumaður.“ Hún segir lausan tíma fara í að sinna börnum þeirra Jóns Helga Helgasonar, manns hennar, og búskapnum, Hún grípi einnig í að baka, mála og auðvitað í sauðburð og smalamennsku eftir atvikum. Vinnuálagið tekur allt frá manni Aðspurð hvernig sé að vera ung kona í búskap segir hún það oft og tíðum bæði gaman og gefandi. „Það er gaman að geta verið með krakkana með í brasinu, en allt hefur þó mörk. Ég er fædd og uppalin í sveit og hef alltaf elskað þetta sjálf. En þó að manni finnist þetta skemmtilegt þá minnkar þessi tilfinning að njóta þegar vinnuálagið er að taka allt frá manni. Maður hefur unnið í kartöflunum fram að kvöldmat, svo setið í bókhaldinu fram eftir kvöldi og flestar helgar fara í vinnu,“ segir hún. Díana Rós segir samstöðu milli bænda og vináttu. „Það er voðalega gott að búa í Eyjafjarðarsveit,“ bætir hún við. En henni líst ekki vel á stöðu íslensks landbúnaðar um þessar mundir. „Ég verð að segja að staðan er komin úr því að vera ekki góð í það að vera hreint út sagt hræðileg,“ segir hún og heldur áfram: „Maður er svo sem búinn að sjá það gerast alla ævi að það er ótrúlegt hvað hægt er að traðka á bændastéttinni. En núna eru allir gjörsamlega búnir að fá nóg, enda ekkert eftir til að gefa. Almenningur og stjórnvöld þurfa að fara að sýna þessu einhvern áhuga – maturinn birtist ekki bara úti í búð – það er fólk sem vinnur baki brotnu til að koma þessu þangað og á nánast engum launum. Íslenskur landbúnaður er að mínu mati að framleiða hreinustu og vistvænustu vöru sem þú getur náð þér í! Ætli það þurfi ekki að koma einhver erlendur, frægur leikari og segja að það þurfi að bjarga íslenskum landbúnaði til að eitthvað sé gert og fólk vakni,“ segir Díana Rós. Verður að vera hægt að borga mannsæmandi laun Hún segir að það verði að vera hægt að borga mannsæmandi laun. „Endurskoða þarf tollverndina og láta hana fylgja verðlagi – hún hefur ekkert breyst síðan 2004. Tryggingar þurfa að vera til staðar vegna uppskerubrests og tjóns. Bændur þurfa að fá betri kjör á vexti þannig að hægt sé að fjárfesta í betri útbúnaði og aðstöðu, bæði fyrir velferð dýra og heilsu bænda.“ Unnt þurfi að vera að fylgja þróun í landbúnaði án þess að fara á hausinn við það. Einnig þurfi að hjálpa eldri bændum að geta hætt búskap án þess að koma út í mínus. „Það er ekkert eðlilegt við það að jarðir með fullum rekstri séu á sama verði og einbýlishús í Reykjavík,“ segir hún jafnframt. „Einnig þurfa bændur að veðsetja í húsinu sínu fyrir lánum fyrir rekstrinum, þannig að ef reksturinn fer á hliðina þá tapar þú ekki bara jörðinni þinni heldur húsinu þínu líka,“ segir Díana að endingu og er hugsi yfir af hverju ekki sé sett veð í jarðirnar sjálfar. Það eru litlar skuldir hjá okkur en samt er þetta mjög erfitt því afurðaverðið er ekki nógu hátt og við fáum ekki að ráða verðinu.“ Stóru verslanakeðjurnar neiti að taka inn kartöflur ef afurðaverðið hækki eins og þyrfti. Þær segist þá bara geta fengið kartöflur einhvers staðar annars staðar eða flytji þær inn. „Tollurinn var 60 kr. í ársbyrjun 2004 og er enn þann dag í dag, en ætti uppreiknað að vera 156 kr. miðað við verðlag. Tollverndin er þannig engin,“ hnýtir Helgi við. Afurðaverð stendur íslensku kartöflunni fyrir þrifum Hvað myndi Helgi vilja sjá gerast í íslenskri kartöflurækt, hafandi verið í henni til áratuga? „Ég vil sjá hækkun á afurðaverði um 120 kr. kg, hækkun verndartolla um 200 kr. kg og hækkun á jarðræktarstyrk,“ segir hann. „Það eru þrír aðilar á landinu sem ráða því hvort þeir kaupa vöruna þína eða ekki og einn af þeim með um 60% af markaðinum. Það er erfitt við að eiga þegar viðkomandi aðili vill ekki láta kartöflukílóið kosta meira en fjögur hundruð kall út úr búð. Þetta er auðvitað fákeppni! Hann segist vera búinn að hugsa þetta aftur á bak og áfram í langan tíma. „Ef maður verðleggur sig út af markaðnum þá verður ekkert tekið af manni og enginn vill kaupa afurðina. Ég held satt að segja að viðhorfið þurfi að breytast, hægt og rólega, og að kartöfluverðið þurfi að hækka. Við getum ekki miðað okkur við útlönd þar sem hægt er að fá ódýrt vinnuafl á vorin og haustin og uppskeran er helmingi meiri á hvern hektara, enda sumarið lengra en hér á Íslandi.“ Hann segir að vel geti verið að hægt sé að rækta kartöflur og selja í minna mæli ef menn hafi eitthvað annað að starfa með. Þá borgi einhver önnur starfsemi reksturinn.„Ég sé ekki að þessi grein haldi sér og held að æ fleiri muni hætta þessu ef ekkert breytist.“ Helgi segir fólk þó jafnan bera sig vel og það vilji ekki segja upphátt að allt sé heldur á niðurleið. „Svo þegar ég spyr hvort menn reikni sér laun fyrir vinnuna sem þeir vinna við þetta þá verður fátt um svör. Þetta er bara ekki hægt.“ Almenningur og stjórnvöld þurfa að fara að sýna þessu einhvern áhuga - maturinn birtist ekki bara úti í búð...“ Nýuppteknar kartöflurnar eru þvegnar í tromlu og fara svo í stærðaflokkarann og þaðan í umbúðir brakandi ferskar og fínar. Rósagull og smælki tilbúið til neytenda en ræktuð eru sjö yrki alls. Horft heim í hlað á Þórustöðum á Degi landbúnaðarins þegar gestum og gangandi var boðið heim að skoða kartöflubúskapinn, bæði á þvotta- og flokkunarvélar innan dyra og svo utandyra á vinnuvélar af öflugasta tagi. Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is VETRARBÚNAÐUR Salt- og sanddreifarar. Amerísk gæðatæki sem endast. „Ég verð að segja að staðan er komin úr því að vera ekki góð í það að vera hreint út sagt hræðileg,“ segir Díana Rós Þrastardóttir, hér ásamt Heklu Lind, dóttur sinni á Þórustaðahlaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.