Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 72

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 72
72 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Matarsóun er alltof mikil hjá okkur Íslendingum rétt eins og flestum vestrænum þjóðum, en um þriðjungur kolefnisspors í heiminum tengt matvælum er beintengt sóun á þeim. Það er að fólk hendir í ruslið þriðja hverjum munnbita af því hráefni sem það keypti. Á sama tíma kvarta þeir sem henda matnum oft og tíðum undan verðlagi á aðföngunum, hluti mannkyns sveltur og bændurnir sem framleiða matinn fá oftar en ekki of litlar tekjur til sinnar framfærslu. Rétt eins og við þekkjum hér á landi. Það er einhver skekkja í þessu öllu sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Enginn einn getur breytt þessu upp á sitt einsdæmi, en allir geta þó breytt sínu framlagi til ábyrgðar í þessum efnum, bætt sína neysluhegðun og sparað í leiðinni. Almennt ættum við að velta betur fyrir okkur hvernig við nýtum okkar matvörur og gera allt sem við getum annað en að henda þeim hugsunarlaust í ruslið. Best er auðvitað að skipuleggja innkaupin vel og kaupa ekki óþarflega mikið. Afganga af elduðu kjöti og grænmeti má ansi oft nýta í alls kyns pönnu- eða pottrétti, súpur og fleira. Hér hef ég gert tvær slíkar „uppskriftir“ til viðmiðunar sem þið getið teygt og togað í allar áttir eftir efni og aðstæðum hverju sinni. Ég nota oft afganga af stærri steikum í einfalda og mjög fljótgerða rétti á pönnu sem geta vel orðið uppistaðan í bragðgóðum og oft og tíðum mjög lystugum og fallegum mat. Þá er líka um að gera að tæma grænmetisskúffuna og nota það sem fellur til ásamt ýmsum sósum sem oft leynast í ísskápnum. Lambaréttur í pönnu með eggjum Lambakjötsafgangar Laukur Hvítlaukur Sellerí Eldpipar Grænkál Worchestershire-sósa Sriracha chili-sósa Svartur pipar Matarolía Egg Notið helst pönnu sem má fara inn í ofn, persónulega finnst mér best að nota pottjárnspönnuna mína sem þolir alls kyns meðferð og er laus við teflon og önnur slík efni. Skerið lauk og hvítlauk eftir smekk, setjið stóra pönnu á meðalhita og mýkið laukana í olíu í nokkrar mínútur, skerið kjötið í bita og bætið í ásamt söxuðu selleríi og eldpipar. Steikið á hægum hita í 3-4 mínútur. Grófsaxið grænkál og bætið í. Smakkið til með Worchestershire og Sriracha sósu, salti og sipar. Takið af eldavélinni og setjið egg í pönnuna, best að gera holur í réttinn og brjóta eggin í. Hér er líka hægt að færa réttinn úr pönnunni í eldfastan bakka og bæta eggjunum síðan við. Eldið í ofni á 180 °C í nokkrar mínútur, eða þar til eggin eru tilbúin og berið fram með meðlæti að eigin vali. Til dæmis með kartöflusalati úr afgangskartöflum úr ísskápnum. Kartöflusalat með sýrðum gúrkum og jalapeno Soðnar kartöflur Majones Súrar gúrkur Laukur Niðursoðinn jalapeno Dijon-sinnep Salt Pipar Skerið lauk í teninga og hrærið saman við majonesið, saxið súrar gúrkur og jalapeno og bætið í ásamt sinnepi. Skrælið og skerið kartöflur í hæfilega bita og blandið saman við, smakkið til með salti og pipar. Nautaréttur í pönnu með sesam, sojasósu og eggjum Nautakjöt Laukur Fennel Gulrætur Sesamfræ sesamolía Sojasósa Teriyaki-sósa Egg Skerið nautið í hæfilega bita, saxið lauk og hvítlauk og svitið á pönnu á meðalhita. Skerið fennel og gulrætur smátt og bætið við. Steikið áfram á hægum hita í 5 mínútur og bætið þá kjötinu, sesamolíu og sesamfræjum við. Steikið áfram í 2-3 mínútur og setjið botnfylli af vatni í pönnuna, smakkið til með sojasósu og teriyaki- sósu ásamt pipar. Ath. að sósurnar eru mjög saltar og varist þess vegna að salta réttinn áður en þeim er bætt í! Sjóðið niður í hæfilega þykkt og bætið eggjum í pönnuna og klárið eldunina í ofni á 180 °C í pönnunni, eða í eldföstum bakka. Borið fram með hrísgrjónum og t.d. hvítkálssalati. Hvítkálssalat með sesamfræjum Hvítkál Blaðlaukur Sesamfræ Sesamolía Eplaedik Salt Skerið hvíta hlutann af blað- lauknum í strimla og leggið í bleyti í vatn, skerið hvítkál í eins fína strimla og þið getið og setjið í skál. Takið blað- laukinn úr vatninu og þerrið áður en honum er blandað saman við kálið. Setjið ríkulegt magn af ediki í skálina og blandið ásamt ögn af sesamolíu, salti og sesamfræjum. Þetta salat geymist vikum saman í loftþéttu íláti í kæli. MATARKRÓKURINN Pönnuréttir úr afgöngum Tilvonandi smiður? Nafn: Hallgrímur Ragnar Hilmarsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Reykholt, Biskupstungum. Skóli: Bláskógaskóli. Skemmtilegast í skólanum: Smíði. Áhugamál: Veiða fisk og íþróttir. Tómstundaiðkun: Ég er að smíða kofa, vinna í skemmunni hans pabba, æfa íþróttir. Uppáhaldsdýrið: Refur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur og steikt slátur með sykri. Uppáhaldslag: Reykjavík er okkar. Uppáhaldslitur: Blár og rauður. Uppáhaldsmynd: Hobbit. Fyrsta minningin: Þegar Greipur sagði að pabbi liti út eins og Hobbit, eða fæturnir hans. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Fara til útlanda. ERFINGJAR LANDSINS Setja skal inn tölur frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt - og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is Hann Hallgrímur Ragnar er hress og kátur strákur sem hefur gaman af að smíða, æfa íþróttir og veiða fisk svo eitthvað sé nefnt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.