Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 FRÉTTASKÝRING Ég skil því að margir kalli eftir því að einfaldlega fækka fuglum innan þessara stofna en ég tel að málið sé hreinlega ekki svo einfalt og rannsóknir hafa bent til þess að slíkt gæti haft þveröfug áhrif og aukið orkuþörf fuglanna þ.e.a.s. að þeir færi sig meira á milli svæða og þurfi því að éta meira. Sömuleiðis eykst streita hjá þeim og minni tími gefst í fæðuinntöku og þá þurfa fuglarnir að verja lengri tíma á ræktarlandi,“ segir Hafrún Gunnarsdóttir, sem starfar sem líffræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands. „Þéttleikaháð áhrif geta valdið því að veiðar hafi lítil áhrif á stofninn í heild sinni og í sumum tilfellum jafnvel fjölgað fuglum. Það getur t.d. virkað þannig að við fækkun batni afkoma eftirlifandi fugla og þeir framleiði fleiri unga Annar möguleiki er að óskipulögð fækkun innan stofna fækki fuglum um of og minnki fjölbreytileika innan stofnanna, sem getur skaðað þá til framtíðar. Það er því ljóst að ef fækka á gæsum og álftum hérlendis með veiðum þarf að móta vöktun í kringum verkefnið, sem grundvallast á því að viðhalda ákveðnum fjölda fugla þannig að lífvænleika stofnanna sé viðhaldið en skaðsemi af hálfu fuglanna verði ásættanleg. Slíka vöktun þarf að móta á vísindalegum grunni sem byggist á gögnum sem ná yfir grunnupplýsingar stofnana svo sem fjölda fugla, aldursdreifingu innan stofna, stofnsveiflur, dreifingu fugla um landið, farleiðir yfir landamæri og því þarf að auka samstarf við önnur lönd en ekki síst þurfum við að skilja sambandið á milli fjölda fugla og umfangs tjónsins sem þeir valda,“ segir Hafrún. Því sé ljóst að aðgerðir sem miða að því að fækka fuglum með veiðum yrðu alltaf mjög kostnaðarsamar. Tækniframfarir gætu hjálpað við fælingar Hafrún bendir á að tjón af völdum fugla sé miklu frekar fólgið í hegðun þeirra heldur en fjölda. Þannig valdi grágæs töluvert meira tjóni en heiðagæs, þrátt fyrir að stofninn sé miklu minni. Ástæðan er að grágæsir kjósa að dvelja á láglendi en heiðagæsir halda sig á hálendinu á varptíma. Í grein Hafrúnar, Róberts og Menju er lögð áhersla á að fara aðrar leiðir en að grípa til stórfelldra veiða til að fækka gæsum, annars vegar með því að nota einhvers konar fælingaraðferðir og hins vegar að beita atferlisvistfræðilegum nálgunum. Fæling snýst um að valda fuglum óþægindum eða hræðslu svo þeir forðist ákveðin svæði. Hafrún nefnir nokkur dæmi: „Þær geta verið sjónrænar, svo sem fuglahræður, flugdrekar, borðar sem endurkasta ljósi eða annars konar eftirlíkingar af rándýrum. Hljóðrænar fælur hafa verið notaðar á flugvöllum en ég veit ekki til þess að slíkt sé mikið notað á ræktarlöndum. Þetta geta verið gasbyssur sem framleiða háværa hvelli, stundum eru neyðarköll fugla spiluð til að vekja óttaviðbrögð hjá fuglum. Svo eru sumir fuglar næmir fyrir hátíðnihljóðum, sem geta valdið forðun en í tilfelli álfta og gæsa er óvíst hvort slíkar fælur komi að gagni. Hundar, ekki síst smalahundar, hafa reynst vel til þess að fæla fugla af ræktarlandi en hins vegar er það ekki á allra færi að ala upp hund og ljóst er að töluverður tími fer í þjálfun þeirra, auk þess sem finna þarf leiðir til að hundarnir traðki sem minnst á uppskerunni, þar sem það á við.“ Þá telur Hafrún líklegt að drónar gætu spilað stærri þátt í framtíðinni við fælingu fugla. „Fyrirtækið The Drone Bird Company hefur þróað sérstaka dróna sem ætlaðir eru til þess að verjast tjóni vegna ágangs fugla. Drónarnir þeirra líkjast ránfugli á flugi sem hægt er að nota án mikillar fyrirhafnar með sjálfstýringu.“ Fælingaraðferðir hafa verið gagnrýndar fyrir að virka aðeins í skamman tíma, enda hafa álftir og gæsir töluverða vitsmunalega getu til að þekkja og læra á umhverfið sitt. Þess vegna segir Hafrún mikilvægt að blanda saman ólíkum fælum til að viðhalda forðun hjá fuglum. Einnig geti verið gott að færa kyrrstæðar fælur reglulega úr stað til að koma fuglunum á óvart og tryggja að fælingarátakið sé sem öflugast þegar gróður er á viðkvæmu vaxtarstigi. Atferlisvistfræðilegar nálganir Skilningur á atferli álfta og gæsa er grundvallarforsenda þess að hægt verði að stemma stigu við tjóni af þeirra völdum. Tjón virðist oft vera fremur staðbundið, þ.e.a.s. sumir bændur verða endurtekið fyrir miklu tjóni á meðan aðrir verða ekki varir við fuglana. „Ég tel að þetta geti verið vegna þess að gæsir og álftir velji alltaf hagstæðasta dvalarstaðinn hverju sinni. Slíkir staðir eru oft í nálægð við vötn eða votlendi, henta vel til flugtaks og lendingar, hafa gott útsýni og hætta á afráni er lítil. Því má gera ráð fyrir að þótt fuglum verði fækkað með veiðum, sé ekki víst að það muni hafa áhrif á tjón á svæðum sem myndu teljast til hagstæðra fuglasvæða, því álftir og gæsir munu jú halda áfram að sækjast í slík svæði,“ segir Hafrún og bendir á að kannski sé mögulegt að hagnýta þá þekkingu og breyta svæðunum þannig að þau verði minna aðlaðandi fyrir fugla. Jafnvel með því að planta skjólbeltum sem bæði skerða útsýni og draga úr hentugleika til lendingar og flugtaks. Hún segir að víða erlendis hafi verið brugðið á það ráð að útbúa sérstaka fuglabeitarakra þar sem fuglar fá að dvelja óáreittir og uppfylla orkuþörf sína. „Á Norðurlöndunum hafa bændur fengið sérstaklega greitt fyrir að útbúa og viðhalda slíkum ökrum. Það getur verið hagkvæmt að nota fælingu og fuglabeitarakra sem sameiginlegt úrræði þannig að hægt sé að fæla fugla frá einum stað og laða þá að öðrum. Rannsóknir benda til þess að ef rétt er að þessu staðið megi draga umtalsvert úr tjóni. Hins vegar gefur augaleið að notkun fuglabeitarakra kostar mun meira land heldur en ella og því þarf að vega og meta hverju sinni hvort réttlætanlegt sé að eyða náttúrulegum heimkynnum annarra dýra til að laða að álftir og gæsir. Mögulega er einnig hægt að nýta ræktarland sem nú þegar er búið að uppskera, enda sækja gæsir og álftir gjarnan í slíkt land þar sem mikið af korni fellur til við uppskeru og verður því auðveldlega aðgengilegt. Seinkun á plægingu akra getur því þjónað svipuðum tilgangi og fuglabeitarakrar ef gæsir og álftir fá að dvelja þar óáreittar og fita sig upp fyrir far eða vetrardvöl á Íslandi,“ segir Hafrún. Aukin þekking nauðsynleg fyrir árangursríkar ákvarðanir Ágangur og tjón af völdum álfta og gæsa er flókið viðfangsefni sem krefst rannsókna, ítarlegs samráðs, stefnumótunar og áætlanagerðar. Ef ráðast á í það verkefni að lágmarka tjón af völdum ágangs þarf bæði að greina umfang vandans og auka skilning á honum. Í niðurstöðu greinar Náttúrustofu Vesturlands er lögð áhersla á að rannsóknaraðilar og bændur efli samstarf sín á milli. „Þetta er mikilvægt vegna þess að veiðar á innlendum dýrum til að verjast tjóni ættu alltaf að vera þrautaráð og ættu ekki einungis að ráðast af efnahagslegum sjónarmiðum. Allar aðgerðir sem beinast að villtum dýrum þurfa einnig að taka mið af líffræðilegri fjölbreytni, vistfræðilegum áhrifum og dýravelferðarsjónarmiðum. Einnig er Ísland aðili að alþjóðasáttmálum um náttúruvernd, þar á meðal Bernarsamningnum um verndun villtra dýra og plantna og því ber okkur skylda til að vernda þær tegundir sem falla þar undir. Nauðsynlegt er að fá ólíka aðila að borðinu, svo sem bændur, rannsóknaraðila, náttúruverndarsinna og stjórnvöld, til að móta saman stefnu sem byggð er á þekkingu. Því burtséð frá því hvar hver og einn stendur í garð náttúruverndar, hlýtur sameiginlegt markmið okkar að miðast við að auka þekkingu svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir sem skila árangri,“ segir Hafrún Gunnarsdóttir. Hafrún Gunnarsdóttir. Fæling snýst um að valda fuglum óþægindum eða hræðslu svo þeir forðist ákveðin svæði. Fyrirtækið The Drone Bird Company hefur þróað sérstaka dróna sem ætlaðir eru til þess að verjast tjóni vegna ágangs fugla. Drónarnir líkjast ránfugli á flugi sem hægt er að nota með sjálfstýringu. Mynd / Drone Bird Company Fyrirtækið Bird - X hefur þróað alls kyns fælingarlausnir, þar á meðal leysigeisla og LED ljós eins og hér sést. Mynd / Bird-X Þétt leikaháð áhrif geta valdið því að veiðar hafi lítil áhrif á stofninn í heild sinni og í sumum til- fellum jafnvel fjölgað fuglum ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.