Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Í þessari grein er meiningin að fjalla stuttlega um breytingar í ræktunarstarfinu í naut griparækt með tilkomu erfðamengjaúrvals og venjubundnum arfgreiningum á kálfum. Fyrst er að nefna að erfða- mengjaúrval felur í sér aðra aðferð við að meta kynbótagildi. Á 20. öld voru þróaðar aðferðir til þess að meta kynbótagildi, það er virði gripa til undaneldis, með því að nýta skyldleika samkvæmt ættartölu, og mælingar á gripnum sjálfum og ættingjum. Straumhvörf urðu þegar svokallaðar BLUP (e. best linear unbiased predic-tion, ísl. besta línulega óbjagaða spá) aðferðir voru teknar í notkun á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Árið 1993 var BLUP einstaklings- líkan síðan tekið í notkun í íslenska kúastofninum, og byggði það á vinnu Ágústs Sigurðssonar. BLUP einstaklingslíkan var síðan notað allt fram til þess að erfðamengjakynbótamat (e. genomic estimated breeding value, einnig kallað erfðamat) var tekið upp. Líkanið sem nú er notað hér á landi er þróun á BLUP einstaklingslíkaninu og kallast á ensku single step GBLUP, oft skammstafað ssGBLUP. Munurinn felst í því að í stað þess að ættartala sé notuð til að reikna skyldleika gripa, þá eru upplýsingar frá ættartölu og arfgreiningum sameinaðar. Í doktorsnámi mínu gerði ég samanburð á öryggi hefðbundna kynbótamatsins (byggt á ættartölu og nýja erfðamengjakynbótamatsins (byggt á ættartölu og arfgrein- ingum). Þær niðurstöður hafa verið birtar í ritrýndu vísindatímariti og sýndu að erfðamengjakynbótamatið gaf töluvert hærra öryggi en það hefðbundna. Munur á erfðamengja- kynbótamati og hefðbundu kynbótamati Í grundvallaratriðum er erfða- mengjakynbótamat og hefðbundið kynbótamat sama hugtakið. En þó eru ákveðin atriði sem þarf að haga hugfast við túlkun þess, einkum hvað varðar öryggi matsins. Fyrst er að rifja upp nokkur hugtök sem bændur ættu að kunna skil á. Kynbótamat er mat á kynbótagildi einstaks grips. Öryggi kynbótamatsins er síðan fylgni milli kynbótagildis gripsins og kynbótamatsins. Með engar upplýsingar um gripinn sjálfan eða ættingja er öryggið 0, en öryggið nálgast 1 með auknum upplýsingum. Bestu mögulegu upplýsingar eru afkvæmaprófanir þegar mörg hundruð eða mörg þúsund afkvæmi hafa verið mæld. Í slíkum tilvikum er kynbótamatið metið með nær 100% vissu og öryggi nálægt 1. Öryggi kynbótamats mótast einnig mjög af arfgengi eiginleika; því hærra arfgengi, því hærra öryggi. Kynbótamat grips sem hefur engar eigin mælingar er meðaltal kynbótamats móður og föður, kallað foreldrameðaltal. Foreldrameðaltalið hefur aldrei hátt öryggi, vegna þess að það byggir eingöngu á upplýsingum frá ættingjum en ekki neinum upplýsingum frá gripnum sjálfum. Öryggi kynbótamats hjá arfgreindri og ekki arfgreindri kvígu Í núverandi kynbótamatskerfi er erfðamengjakynbótamat reiknað fyrir bæði arfgreinda og ekki arfgreinda gripi. En hvort gripurinn er arfgreindur skiptir sköpum fyrir öryggi matsins. Hugsum okkur kvígu sem ekki er enn farin að mjólka og hefur því enga mælingu fyrir nyt. Ef gripurinn er ekki arfgreindur, þá byggir erfðamengjakynbótamat hennar einungis á meðaltali foreldra. Öryggi þess er svipað og öryggi foreldrameðaltals með hefðbundnu kynbótamati byggt á ættartölu. Ef gripurinn er arfgreindur, þá bætast upplýsingar við fyrir kynbótamatið og öryggið hækkar. Það má segja, með nokkurri einföldun, að arfgreiningin meti hversu vænlegar samsætur gripurinn hefur hlotið frá foreldrum sínum og bætir þeim gögnum við kynbótamatið. Þegar kvígan byrjar að mjólka koma síðan meiri gögn. Þá fer að draga saman með öryg- gi erfðamengjakynbótamats og hefðbundins kynbótamats. Stærsti munurinn er því í kynbótamati gripa áður en þeir fá mælingar. Það er mikilvægt að bændur geri sér grein fyrir því að arfgreiningin skilar hærra öryggi á kynbótamati en foreldrameðaltalið. Sumir bændur eiga arfgreinda tvíkelfinga og þeir hafa sumir veit því athygli að kálfarnir fá ekki sama kynbótamat. Tvíkelfingar eru alsystkini og Egill Gautason. Arfgreiningar og erfðamengjakynbótamat Gríðarleg tækifæri í menntun á sviði landbúnaðar og lífvísinda Frá 23. til 25. október 2023 fór fram allsherjarfundur í Háskólanum í Almería á Spáni þar sem yfir hundrað sérfræðingar frá átta evrópskum lífvísindaháskólum komu saman undir merkjum UNIgreen samstarfsins. Landbúnaðar- háskóli Íslands er einn af þessum átta háskólum, og sóttu fulltrúar á breiðu sviði starf- semi háskólans viðburðinn, meðal annars þeir sem vinna að alþjóða- samskiptum, á kennslusviði, endurmenntun, tölvu- tækni, rannsóknum og almanna- tengslum. UNIgreen háskólanetið miðar að því að endurhugsa menntun í landbúnaði, lífvísindum og líftækni til að mæta áskorunum samtímans og stuðla að grænni umbreytingu. Hugmyndafræði samstarfsins er Hér er íslenski hópurinn sem tekur þátt í innri vinnuhópum. F.v.: Eva Hlín Alfreðsdóttir, alþjóðaskrifstofa, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri, Jóhanna Gísladóttir lektor, Gunnhildur Guðbrandsdóttir, kennsluskrifstofa, Utra Mankasingh verkefnastjóri, Eva Símonardóttir, tölvuþjónusta, Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarsvið, Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi. Öll eru þau fulltrúar í mismunandi vinnuhópum og eru Jóhanna og Christian einnig í yfirstjórn netsins og síðan stýra Christian og Utra sínum vinnuhóp um gæðamál og endurgjöf. Jóhanna Gísladóttir. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS „Bændur ættu að íhuga erfðamengjakynbótamat þegar þeir kaupa og selja kvígur. Erfðamengjakynbótamat gefur mun betra mat á ágæti þessara gripa heldur en einfalt foreldrameðaltal.“ Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.