Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 39
Fyrir síðustu aldamót fór af stað vinna við sérhæfða rekstrar- ráðgjöf í landbúnaði á vegum einstakra búnaðarsambanda. Með þátttöku í þessum verkefnum fengu þátt- takendur niðurstöður settar þannig fram að þeir gátu séð hvernig þeir stóðu sig í einstökum rekstrarþáttum á hverjum tíma í samanburði við aðra. Í kjölfar bankahrunsins 2008 urðu slík rekstrargögn ekki síður mikilvæg til að sjá betur hvernig einstök bú stóðu rekstrarlega m.t.t. fjárskuldbindinga. Í framhaldinu var unnið að samræmdri framsetningu rekstrarlegra gagna undir forystu Bændasamtaka Íslands í samvinnu við starfsmenn einstakra búnaðarsambanda. Stofnun RML og samræmd rekstrarráðgjöf Í ársbyrjun 2013 hóf RML starfsemi og þar með varð til undir einum hatti alhliða ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda í gegnum BÍ. Eitt af þremur meginsviðum RML var Rekstrar- og nýsköpunarsvið. Á því sviði var áfram unnið að samræmingu vinnubragða m.t.t. rekstrargreininga og áætlanagerðar. Í dag eru vinnubrögð stöðluð varðandi þessa þætti og á hvaða kennitölur í rekstri er miðað við. Hins vegar eru einstakar áætlanir eins mismunandi og þær eru margar. Mismunandi form einstakra rekstrar- og fjárfestingaáætlana fyrir bændur • Einfalt stöðumat og mat á skuldaþoli núverandi rekstrar. • Möguleg endurskipulagning á nú- verandi skuldastöðu. • Framkvæmdaáætlanir, t.d. fjós- byggingar og aðrar stærri fjárfestingar. Samhliða eru oft umsóknir um fjárfestinga- stuðning. • Beiðni getur einnig komið frá fólki sem vill skoða sín mál m.t.t. að kaupa jörð sem er í rekstri – og/eða vegna ættliðaskipta, mögulega vegna nýliðunarstuðnings. • Eins m.t.t. aukningar á framleiðslu og mögulega fjölbreyttari rekstur, (ferðaþjónusta og fleira). Einstök rekstrarverkefni eftir búgreinum Frá stofnun RML og til dagsins í dag hefur verið unnið að þróun aðferðafræði, bæði m.t.t. framsetningar á gögnum og eins að byggja upp heildstæða bústjórnarráðgjöf fyrir einstakar búgreinar með samtengingu rekstrarlegra gagna og afurðaskýrsluhalds í hverri búgrein fyrir sig. Þessi verkefni byggja á samræmdu verklagi samkvæmt neðangreindum atriðum. • Verkefnin byggja á bókhaldsgögnum, ársreikningum og í einstaka tilvikum framtalsgögnum. • Einnig framleiðslutölum; bæði magntölum varðandi mjólk og kjöt svo og gæðaflokkun mjólkur og kjöts. • Upplýsingar úr gagnagrunnum, www. huppa.is , www.fjarvis.is , www.jord.is auk upplýsinga frá Mælaborði landbúnaðarins og www.afurd.is • Hvert bú fær síðan niðurstöður í formi skýrslu og ábendinga um stöðu búsins/ rekstrarins í samanburði við heildarmeðaltal og eins þróun í eigin rekstri (síðustu þrjú ár). Sauðfé Í sauðfjárræktinni má segja að unnið hafi verið skipulega að söfnun rekstrarlegra upplýsinga allt frá árinu 2014 á vegum RML. Alls voru það 56 sauðfjárbú sem skiluðu gögnum vegna rekstrar 2014 en fjöldinn var kominn upp í 100 bú árið 2019. Alls voru tæp 190 sauðfjárbú sem skiluðu rekstrarlegum gögnum til uppgjörs árið 2022 með rekstrartölur fyrir árin 2019 til 2021. Svipaður fjöldi sauðfjárbúa mun skila gögnum vegna rekstrar 2022. Vægi þátttökubúanna í innlögðu magni kindakjöts í afurðastöðvar árið 2021 var um 28% af heild. Kúabúin Árið 2020 hófst sambærilegt verkefni fyrir kúabændur. Alls skiluðu það ár 90 kúabú gögnum vegna áranna 2017 til 2019, ári síðar var fjöldinn kominn upp 123 bú og á liðnu ári voru 154 kúabændur þátttakendur í þessu rekstrarverkefni og líkur eru á að um 170 kúabú verði þátttakendur í ár. Alls var hlutdeild þátttökubúanna árið 2021 í innvegnu magni mjólkur í afurðastöðvar um 38% af heildarframleiðslu mjólkur það ár. Nautaeldisbændur Árið 2020 hófst skipuleg söfnun rekstrarlegra upplýsinga hjá nautakjötsframleiðendum, með svipaðri aðferðafræði og kúa- og sauðfjárbændum. Alls skiluðu 20 sérhæfð nauteldisbú gögnum fyrsta árið, flest þeirra þó með annan rekstur með. Alls má reikna með um 30 búum sem skila gögnum vegna áranna 2020 til 2022 þegar uppgjöri lýkur á þessu ári. Sá fjöldi búa mun endurspegla um 20 til 25% af heildar- framleiðslu nautakjöts viðkomandi ár. Garðyrkjubændur Árið 2021 hófst síðan sambærilegt rekstrarverkefni fyrir garðyrkjubændur. Alls skiluðu 25 framleiðendur í garðyrkju rekstrarlegum gögnum vegna áranna 2019 til 2021. Þessi bú voru mjög breytileg að samsetningu en af þeim voru 15 nær eingöngu í útimatjurtarækt, flest með kartöflur en afgangurinn í ylrækt. Hér, (í töflum 1 og 2) má sjá dæmi um úrvinnslu á einstökum þáttum fyrir 80 búa úrtak annars vegar sauðfjárbúa og hins vegar kúabúa, sömu bú öll árin. Allar tölur á verðlagi hvers árs. Hver bóndi í þessum rekstrarverkefnum fær niðurstöður fyrir sitt bú með samanburði við meðaltal hópsins á hverjum tíma og jafnframt er bent á, í samantekt, hvar styrkleikar eru í rekstri viðkomandi bús og hvar megi gera betur. Mikilvægi rekstrarverkefnanna Ljóst er að með því að beita ofangreindri aðferðafræði varðandi vinnslu rekstrarlegra upplýsinga frá einstökum búum eftir búgreinum – og samhliða að nýta tiltækar upplýsingar úr gagnagrunnum skýrsluhaldsins – fá þátttakendur í verkefnunum niðurstöður sem nýtast þeim í bústjórn á eigin búi og gefa jafnframt vísbendingar hvar styrkleikar liggja í rekstri og hvar megi gera betur. Ekki síst með því að hafa samanburð við síðustu ár í eigin rekstri og jafnframt að bera sig saman við stærri hóp í sömu búgrein. Með aukinni þátttöku bænda í rekstrar- verkefnum eftir búgrein, fá búgreinarnar í hendur ákveðin gögn til nota í hagsmunabaráttu og til afkomuvöktunar. Að lokum • Markmið sameiginlegra rekstrar- verkefna eftir búgreinum er að bændur fái heildstæða greiningu á sínum rekstri, ásamt því að það verði til rekstrargrunnur til afkomuvöktunar fyrir einstakar búgreinar. • Verkefnin eru jafnframt lykill að aukinni fagmennsku, bæði meðal bænda og stoðkerfis – skapa grunn til að bera sig saman við aðra bændur í sömu grein. Höfundur er ráðunautur hjá RML. Rekstrarráðgjöf í landbúnaði og rekstrarverkefni búgreina – Samstarf bænda og RML Runólfur Sigursveinsson. Tafla 2. Þróun breytilegs kostnaðar og framlegðar 80 sauðfjárbúa 2019-2022 (sömu bú öll árin) Tafla 1. Þróun breytilegs kostnaðar hjá kúabúum, 80 búa úrtak (sömu bú öll árin). Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum. Þeir sem ætla að sækja um greiðslur til ríkisins á grunni lögbundins skýrsluhalds þurfa að gera grein fyrir ræktun, uppskeru og notkun áburðar. Jörð býður upp á breiða notkun varðandi allt sem snýr að jarðrækt og hvetjum við bændur til að nýta sér það og skrá sem mest til þess að ræktunarsagan sé sem best skráð. Ræktunarsaga er mjög mikilvægur þáttur í t.d. áburðaráætlanagerð sem er mikilvægur þáttur í bættri nýtingu áburðarefna og góðri bústjórn. Ráðunautar RML taka hey- og jarðvegssýni og túlka niðurstöður efnagreininga sem nýtast til áætlanagerðar þar sem markmiðið er að fá sem mesta og besta uppskeru sem hluta af sinni fóðurframleiðslu. Aukin eftirspurn hefur verið eftir einstaklingsmiðuðum ráðgjafarpökkum í jarðrækt og þátttakendum í Sprotanum fjölgar ár frá ári. Í Sprotanum er fjölbreyttur hópur bænda sem vilja ráðgjöf við ólík verkefni jarðræktarinnar sem líka breytast á hverju búi milli ára þegar verið er í Sprotanum ár eftir ár. Ráðunautar RML vinna í teymisvinnu við að finna bestu lausnina hverju sinni með það að leiðarljósi að mæta þörfum hvers og eins, hvort sem viðfangsefnið snýr að skráningum, sýnatökum, túnkortum, ræktun eða áburðaráætlunum. Vegna vinsælda Sprotans var ákveðið í vor að bjóða upp á ráðgjafarpakkann Sprota+ þar sem til viðbótar við jarðræktina er komin fóðuráætlun. Það er von okkar að það skili enn betri árangri að vinna að þessum náskyldu þáttum með bændum í teymisvinnu sérfræðinga RML. Þar sem þekkingu skortir leitar RML til erlendra ráðunauta eins og gert hefur verið í garðyrkju og ylrækt og hefur það gefist mjög vel. Síðustu misserin hafa jarðræktarráðunautar RML einnig sótt sér þekkingu út fyrir landsteinana varðandi svokallaða bændahóparáðgjöf. Þetta ráðgjafarform hefur gefist einkar vel víða erlendis og þar sem vel er haldið utan um innleiðingu og þróun þessarar ráðgjafar hefur hún skilað bændum mun betri árangri en sú ráðgjöf sem við þekkjum betur, sem fer fram milli ráðunauts og bónda. Í hverjum bændahópi eru um 10 bú og tveir ráðunautar sem hittast fimm sinnum á ári þar sem farið er í fyrirfram ákveðin viðfangsefni. Þetta form býður upp á umræður og miðlun reynslu sem er mjög mikilvægt til að ná árangri í því sem stefnt er að. Það er mikilvægur þáttur í starfsemi RML að hafa aðgengi að ráðgjöf og þjónustu óháð staðsetningu. Hluti af því er að halda fræðslufundi á nokkrum stöðum á landinu til að auðvelda bændum að sækja sér þekkingu um ýmis málefni, nú síðast um áburðarmál. Til viðbótar við dreifða fundi hafa upptökur af efninu verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML að fundaröðum loknum. Þrátt fyrir þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér og íslensk jarðrækt stendur frammi fyrir, með nýjum áskorunum og tækifærum, leitast ráðunautar RML ávallt við að veita trausta og óháða ráðgjöf sem byggir á reynslu og þekkingu. Höfundur er ráðunautur hjá RML. Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf Þórey Gylfadóttir. Í þessari grein er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir hvernig unnið er að almennri rekstrar- ráðgjöf í landbúnaði fyrir bændur af hálfu RML og einnig hvernig rekstrarupplýsingar úr einstökum búgreinum nýtast, bæði einstökum bændum í starfi, og eins fyrir viðkomandi búgrein í heild til að sjá betur hver þróunin er á hverjum tíma. RML Í 10 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.