Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Skordýrum fer fækkandi. Um það eru merki víða um heim. En kannski er ekki allt sem sýnist. Skordýrum, fjölbreyttasta hópi lífvera á jörðinni, er að fækka með áður óþekktum hraða. Þau hafa þó í um 400 milljónir ára verið farsælasti hópur dýra á jörðinni. Skordýr eru tveir þriðju hlutar rúmlega 1,5 milljóna skráðra dýrategunda heimsins og væntanlega milljónir þeirra enn óuppgötvaðar Því hefur verið haldið fram að skordýr gætu horfið á innan við öld miðað við núverandi hnignunarhraða og stórlandbúnaður á iðnaðarskala ásamt loftslagsbreytingum valdi þar mestu tjóni af öllu. Vísindamennirnir telja gjarnan eyðingu náttúrulegra búsvæða vegna þéttbýlismyndunar þó vera lykilatriði hvað varðar fækkun skordýra. Nýjustu rannsóknir benda þó til að fréttir af fækkun skordýra á heimsvísu um allt að 25% á einum áratug séu ekki alls kostar réttar. Málið sé mun flóknara en svo. Skv. frétt BBC um málið er skordýrum sem búa á landi að fækka en pöddum sem lifa í ferskvatni fjölgar. Mesta skordýrafækkunin í Evrópu og Bandaríkjunum BBC segir samantektarrannsókn sem byggi á gögnum úr 166 langtíma- könnunum á 1.676 stöðum og birt var í vísindatímaritinu Science, draga upp mjög blæbrigðaríka og breytilega mynd af ástandi skordýraheilbrigðis. Þannig fækki skordýrum eins og fiðrildum, maurum og engisprettum um 0,92% á ári, eða um 9% á áratug. Það sé ekki eins slæmt og áður var talið en engu að síður mjög alvarlegt. Ástand þessara stofna sé verra á ákveðnum svæðum en öðrum. Fljúgandi skordýrum hafi fækkað að meðaltali. Hins vegar sé meirihluti skordýra lítið áberandi og lifi fjarri augum fólks – í jarðvegi, trjám eða vatni. Rannsóknir sem sýni fram á fækkun hafi í mörgum tilvikum fjallað um afmörkuð svæði eða einstakar tegundir og eigi þess vegna ekki við almennt. M e s t var skordýratapið í vestur- og miðvesturríkjum Bandaríkjanna og í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi. Þótt mörgum tegundum á landi fari fækkandi sýni samantektar- rannsóknin að skordýr sem lifi í fersku vatni, eins og mýflugur, aukist um 1,08% á ári. Þessi jákvæða þróun hafi verið sterk í Norður-Evrópu, í vesturhluta Bandaríkjanna og síðan á tíunda áratugnum í Rússlandi. Vísindamennirnir telja að þetta sé vegna lagasetninga sem orðið hafi til þess að mengaðar ár og vötn voru hreinsuð. Hins vegar muni fjölgun skordýra sem lifi í vatni ekki bæta upp hrun hinna. Þau séu aðeins um 10% þess fjölda sem lifi á landi. Skógi vaxin búsvæði langbest Á ræktuðu landi annars vegar og náttúrulegum skógi og engjum hins vegar hélst heildarmassi skordýra jafn en tegundafjölbreytni minnkaði um allt að 30% á ræktuðu landi. Á sama tíma var annað mynstur í borgarlandslagi: lítil breyting á tegundafjölbreytileika en 40% fækkun á lífmassa skordýra. Rannsóknin útskýrir ekki ástæður þessa en segir mögulegt að á meðan búskapur framleiði mikið af gróðri þar sem skordýr geti lifað séu plönturnar sem vaxa þar einsleitar. Þannig að sveitin geti borið mikið af skordýrum, en litla tegundafjölbreytni. Að sama skapi er minni gróður í borgum en meira úrval búsvæða svo sem almenningsgarðar, garðar og grasræmur meðfram gangstéttum. Skógi vaxin svæði, bæði í borgum og á ræktuðum svæðum, stóðu upp úr varðandi skordýrafjölda og fjölbreytileika tegunda. Standa undir nánast öllum vistkerfum Skordýr standa undir nánast öllum vistkerfum á landi og í ferskvatni og skipta sköpum fyrir fæðukeðjuna. Þau eru fæða fugla, skriðdýra og spendýra eins og leðurblaka. Skordýr skipta líka afar miklu máli þegar kemur að frjóvgun, síðast en ekki síst uppskeru, endurvinnslu næringarefna og heilbrigði og loftun jarðvegs. Skordýr fræva meira en 75% af uppskeru á heimsvísu, er það þjónusta sem metin er á allt að 577 milljarða dollara á ári, skv. The Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services (IPBES). Harvard-líffræðingurinn E. O. Wilson hefur einmitt sagt um skordýrin: „Þetta eru litlu dýrin sem stjórna heiminum.“ /sá VIÐ YFIRFÆRUM EFNIÐ Á STAFRÆNT FORM • Á DVD DISKA • MINNISLYKLA • STÆRRI MINNISDRIF FULLKOMINN TÆKJABÚNAÐUR MUNU GLATAST! MINNINGAR ÞÍNAR SPÓLUR ERU AÐ NÁLGAST ÞAÐ SÍÐASTA Trönuhraun 1, 220 Hafnarfirði. Sími 534 0400 myndform@myndform.is Vinnupallar ehf. – Vagnhöfða 7 – s. 787 9933 – vpallar@vpallar.is – www.vpallar.is HITABLÁSARAR, ÞURRKARAR OG RAKAEYÐINGARTÆKI Þarf að halda hita á vinnusvæði eða þurrka það upp? Við bjóðum þér fjölbreyttar lausnir á frábæru verði! Skordýr: Litlu dýrin sem stjórna heiminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.