Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
Helgi ásamt Kristjáni og einni afurð tilraunaræktunarinnar. Aldin yrkjanna
sem Helgi ræktaði geta náð 900 kílóum við bestu aðstæður.
Strásykur og þurrt
bökunarger í matinn
Helgi heldur áfram útskýringum
á ræktunarferlinu og segir grasker
vera sérstaklega kröfuharðar plöntur
þegar kemur að næringarþörf.
„Þeir amerísku margendurtaka í
fræðunum að þú sért kominn með
afar gráðuga plöntu sem fúlsar
ekki við neinu „matarkyns“. Um
tíma hrærði ég saman strásykri og
þurru bökunargeri og vökvaði. Veit
að þeir í Ameríku vökva líka með
kúamjólk.
Fyrstu blómin sjást um það
bil 50-55 dögum eftir sáningu og
vaxtartíminn er svipaður og hjá
kartöflum, eða 90–120 dagar. Fyrst
koma karlblómin og stuttu seinna
kvenblómin. Þau eru nokkuð lík,
nema kvenblómið hefur grængula
kúlu undir blóminu, það er efst á
blómstilk. Á sömu plöntu eru oft
bæði kynin og það lærist fljótt
að sjá muninn á blómunum. Þá
eru frævur kvenblómsins eins og
kóróna en frævill karlsins bara
stakur.
Og þar sem okkur vantar
flugurnar, verður maður að
handfrjóvga þegar blómin hafa
opnað sig; strjúka frævilinn með
mjúkum bursta eða pensli og
dusta frjósallanum yfir kórónuna í
kvenblóminu.Blómin standa ekki
svo lengi þannig að seinnipart dags
gæti verið of seint að frjóvga. Síðan
visnar karlinn og drepst. Áður en
það gerist má safna þeim blómum
saman og steikja á pönnu – sem er
hreint lostæti.
Blóm kerlunnar lokast og kúlan
stækkar og endar í graskeri,“ segir
Helgi að lokum um forvitnilegan
ræktunarferil graskersins.
Helgi ræktaði graskerin í köldu gróðurhúsi í Skagafirði. Rækunin krefst
nokkurrar natni. „Um tíma hrærði ég saman strásykri og þurru bökunargeri
og vökvaði,“ segir Helgi meðal annars.
ID.4 Pure frá: 5.890.000 kr.
Verð áður: 6.390.000 kr.
ID.4 GTX frá: 7.990.000 kr.
Verð áður: 8.790.000 kr.
Allt að milljón króna afsláttur Tilboðin gilda til 16. nóvember 2023
ID.Buzz Cargo frá: 7.350.000 kr.
Verð áður: 8.350.000 kr.
ID.5 GTX frá: 8.380.000 kr.
Verð áður: 9.380.000 kr.
ID.Buzz Pro frá: 8.790.000 kr.
Verð áður: 9.590.000 kr.
ID.4 Pro 4Motion- verð frá: 7.490.000 kr.
Verð áður: 8.290.000 kr.
eru væntanlegir eftir áramót
og nú er rétti tíminn til að festa kaup
á nýjum Zodiac.
Bjóðum auka haustafslátt ef pantað er í nóvembermánuði.
Tryggðu þér eintak af söluhæsta RIB bát landsins á verði
sem hefur aldrei sést áður.
Zodiac PRO. frá kr. 5.500.000.- m/vsk (hlaðinn aukabúnaði)
Zodiac OPEN 6.5 frá kr. 5.900.000.- m/vsk
Bombard Sunrider 6.5 frá kr. 4.100.000.- m/vsk.
Linder álbátarnir hafa verið nær uppseldir í Evrópu síðastliðin sumur,
en koma eftir áramót í stærðum 400 cm og 440 cm.
Frábært verð í frábærum gæðum.
Zodiac OPEN
og Zodiac PRO