Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Flestar mosategundir vaxa við mikinn raka eins og í votlendi og lækjarjöðrum, en svo eru einnig margar sem vaxa í þurrum eyðimörkum og á steinum. Mosategundum er oft hópað saman í einn flokk í gróðurúttektum, kannski vegna þess að mosar eru margir smáir, það þarf stækkun til að sjá þá almennilega, þeir mynda blandaða mosaþekju eða mosalag þar sem margir þeirra vaxa saman og því getur oft verið erfitt að greina þá til tegunda. Mosar eru mikilvægir á norðlægum slóðum Mosarannsóknir síðustu ára sýna aukið mikilvægi þeirra, ekki síst í vistkerfum á norðlægum slóðum þar sem mosalagið stýrir flæði orku og efna milli andrúmslofts og jarðvegs. Virknin er þó breytileg eftir tegundum, t.d. geta sumar tegundir barnamosa (Sphagnum) haldið allt að 20x þurrvigt sinni af vatni. Mikilvægi mosa á Íslandi er þar engin undantekning, enda einstaklega mikil mosaparadís. Yfir 600 mosategundir vaxa hér við ýmsar aðstæður og eru þær mikilvægur hlekkur líffræðilegrar fjölbreytni íslenskra vistkerfa og virkni þeirra. Eru tengsl milli tegundasamsetningu mosa og ástands mýra á Íslandi? Í vor hófst verkefni á vegum Landgræðslunnar til að bæta loftslagsbókhald Íslands þar sem mýrar í fjölbreyttu ástandi (mismunandi skala framræslu, landnýtingu, fjarlægð frá sjó og nálægð við gosbelti) eru vaktaðar m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og fleiri tengdra þátta. Vöktunarpunktar í mýrum voru metnir til vistgerða og gróðurþekja og tegundasamsetning plantna var mæld. Einnig var gerð tilraun til að meta hnignunarstig mýranna. Við fyrstu úttekt virðast mosar vera næmir fyrir raski og ástand þeirra og tegundasamsetning er góð vísbending um ástand mýra. Í óröskuðum mýrum fundust margar votlendistegundir mosa en við rask þeirra hafði þeim fækkað verulega og voru oft alveg horfnar eftir framræslu. Á þeim svæðum höfðu þurrlendis mosar mestmegnis tekið yfir. Mýrar eru verðmæt votlendisvistkerfi sem þarf að hlúa miklu betur að á Íslandi Mýrar geyma verulegan hluta kolefnisforða landsins. Þau eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað sveiflukennt vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum. Því er mikilvægt að vernda óraskaðar mýrar og endurheimta þær sem hefur verið raskað. Það er alltaf opið fyrir umsóknir um samstarf við endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni. Komið og kynnist mosunum í mýrinni betur í Perlunni 5. nóvember nk. Að lokum vil ég vekja athygli á fjölskylduviðburði Náttúru- minjasafns Íslands og Land- græðslunnar sunnudaginn 5. nóvember milli kl. 14 og 16 á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar í Reykjavík. Viðburðurinn Mosarnir í mýrinni er hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023 og er aðgangur ókeypis. Ágústa Helgadóttir, líffræðingur og staðgengill verkefnastjóra endurheimt votlendis - agusta@land.is Mosarnir í mýrinni Mosavöndur með fleiri en 8 tegundir mosa úr óraskaðri mýri. Á FAGLEGUM NÓTUM Helstu upplýsingar má sjá hér í meðfylgjandi töflu en gögnin miða við stöðu hvers lands í árslok. Þar kemur m.a. fram að innvegin mjólkurframleiðsla Norðurlandanna árið 2022 var alls 12,2 milljarðar kílóa. Eftir nokkuð reglulega aukningu mjólkurframleiðslunnar síðustu árin, hefur hún nú staðið nokkuð í stað og raunar dregist aðeins saman frá metárinu 2020, þegar NMSM tók síðast saman tölur um mjólkurframleiðslu Norðurlandanna, en það ár fór hún í 12,4 milljarða kílóa. Kúabú landanna voru 16.814 talsins í árslok 2022, sem er fækkun um 10,7% frá árinu 2020 þegar þau voru 18.833. Finnska mjólkurframleiðslan á miklu undanhaldi Líkt og undanfarin ár er danska mjólkurframleiðslan langumsvifamest innan Norður- landanna en dönsku kúabúin framleiddu í fyrra 5,7 milljarða kílóa, eða um 47% allrar mjólkur þessara fimm landa. Danska mjólkurframleiðslan jókst lítillega frá árinu 2020, eða um 0,1%. Næstframleiðslumesta landið er Svíþjóð með 2,8 milljarða innveginna kílóa og þar varð örlítill samdráttur í heildarframleiðslunni frá árinu 2020, eða um 0,3%. Finnland sker sig nokkuð úr varðandi þróun mjólkurframleiðslunnar en þar varð heildarsamdrátturinn 8,9% á þessu tveggja ára tímabili eða um 211 milljónir kílóa. Meiri samdráttur var þar en öll landsframleiðslan hér á landi! Noregur er í fjórða sæti yfir heildarframleiðslu Norðurlandanna og jókst fram- leiðslan þar lítillega frá árinu 2020, eða um 0,9%. Ísland rekur svo lestina með 1,2% framleiddrar mjólkur Norðurlandanna auk þess sem hér varð samdráttur í framleiðslu um 2% frá árinu 2020. Meðalbúið að leggja inn 723 tonn Ársframleiðsla norrænu kúabúanna er auðvitað nátengd bústærðinni, en að jafnaði lagði hvert bú inn 723 þúsund kíló á síðasta ári, sem er aukning um 67 þúsund kíló á tveimur árum. Þessi aukning, rúm 30 tonn á ári, hefur verið nokkuð jöfn undanfarinn áratug og samhliða fækkun búa hafa þau sem eftir eru aukið við sig. Rétt eins og undanfarin ár bera dönsku búin höfuð og herðar yfir önnur bú á Norðurlöndunum og raunar í allri Evrópu. Þar var hvert bú að leggja inn að jafnaði 2,4 milljónir kílóa árið 2022 sem er 1,3 milljón kílóum meira en sænsku búin leggja inn að meðaltali og eru þau þó þau næstframleiðslumestu á Norðurlöndum. Minnst er framleiðsla hvers kúabús í Noregi, en þar voru lögð inn að jafnaði 214 þúsund kíló frá hverju búi árið 2022. Eins og áður segir þá jókst innvigtun kúabúa Norðurlandanna töluvert á þessu tveggja ára tímabili en minnst aukning varð á Íslandi, eða 5,1%. Mest aukning varð á meðalinnleggi danskra búa og jókst framleiðslan þar um 11% á þessu tveggja ára tímabili. 78 kýr að meðaltali Undanfarin ár hefur meðalbústærð á Norðurlöndunum aukist jafnt og þétt og virðist á engan hátt vera að hægjast á þeirri þróun. Um síðustu áramót var meðalbúið komið í 78,2 kýr og jókst bústærðin frá árinu 2020 um 8,1%, eða um nærri 6 kýr á hvert bú. Það er mjög svipuð aukning og hefur verið undanfarin ár, u.þ.b. 3 kýr á ári á hvert bú. Breytingin innan Norðurlandanna er þó mjög misjöfn. Þannig fjölgaði kúm í íslenskum fjósum um 3 á tveggja ára tímabili og norsku fjósin stóðu í stað, raunar varð þar örlítil meðaltalsfækkun á þessu tveggja ára tímabili, eða um 0,1 árskú. Fjósin sem voru stærst fyrir, þ.e. annars vegar Danmörk og hins vegar Svíþjóð, héldu áfram að stækka mest og nú er meðalkúabúið í Danmörku komið í 232 kýr og sænsku búin komin í 109 kýr. Þriðju stærstu búin eru í Finnlandi en þar eru að meðaltali 53 kýr í hverju fjósi og hér á landi 52 kýr. Sem fyrr segir eru norsku búin langminnst, með tæplega 29 kýr að jafnaði. Meðalkýrin að skila 9,2 tonnum í afurðastöð Þegar horft er til afurðasemi kúnna á milli landanna er staðan nokkuð ólík eftir því hvaða land á í hlut, enda hefur þar áhrif bæði kúakynið sem er notað við framleiðsluna og það umhverfi sem kúabúin starfa við. Oftast er það svo að þegar meðalafurðir eru metnar, er oft notast við skráðar skýrsluhaldsafurðir, þ.e. uppgefnar afurðir búa sem taka þátt í skýrsluhaldi. Íslensku kýrnar hálfdrættingar danskra stallsystra NMSM samtökin, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ýmis málefni sem snerta mjólkurframleiðslu, taka reglulega saman margvíslegar áhugaverðar upplýsingar sem tengjast þróun mjólkurframleiðslu Norðurlandanna. Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna, ýmsar tölulegar upplýsingar. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Danskar Holstein-kýr eru með þeim afurðamestu í heimi. Mynd /SnS LANDGRÆÐSLA Mosaskoðun við lækjarjaðar. Barnamosi (Sphagnum) úr mýri. Bændablaðið www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.