Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
TILBOÐSVERÐ
3.500.000,-
Við auglýsum svo
sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
DFSK Arctic
Transport 100 %
Rafmagnsbíll
Burður 1280kg
VIÐBURÐA
DAGATAL
Jólahlaðborð á Brú
GRÍMSNESI
17., 18. & 24. nóvember
1., 2., 8. & 9. desember
Fyrirspurnir og pantanir:
veisla@brubru.is
4. NÓVEMBER
MIÐAR Á TIX.IS
10. NÓVEMBER
MIÐAR Á TIX.IS.
Vönduð stálgrindarhús af öllum stærðum
og gerðum sérsniðin að þínum þörfum.
www.sulurehf.is
kristjan@sulurehf.is
„Má ekkert laga,
né koma að okkar máli?“
Orðsins list kemur að þessu sinni frá Berglindi Kristinsdóttur. Hún er
fædd 1985 og uppalin á Þverlæk í Holtum í Rangárvallasýslu. Kúabóndi
á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og er í hlutastarfi á Hlíð í umönnun og
sveitarstjórnarfulltrúi.
„Ég hef aldrei gefið út ljóð og sögur,“ segir Berglind. „Sennilega bíður
einn heill persónuleiki ofan í ímyndaðri skúffu hjá mér sem þarf að tjá sig.
Ég hef alltaf haft gaman af myndmáli, samlíkingum og sviðsmyndum, sem
sagt færa tilfinningar í eitthvað myndrænt. Eftir að ég las upp ljóðið fyrir
einn ljóðmælskan íbúa á Hlíð ákvað ég að þetta fengi að fara út í kosmósið
til þess að vera vatn á hjólin í allri umræðu um starfsskilyrði bænda.“ /sá
Bráðabirgða baggaspottinn – þarftu á honum að halda?
Í upphafi er það nú oftast vel meint,
þið vitið, bráðabirgða baggaspottinn.
Ég, sjálfur bóndinn sem bugast seint,
sjálfsagt uppúr þrjóskunni sprottinn.
Náttúrulögmálin, við þurfum því öll að lúta,
umberum því stundum skrautlega hnúta.
Bóndans baslið! – við virðumst aldrei búin,
og samskiptahliðin vera okkur snúin.
Í höfðinu sveima oft huggunarorðin,
allt eftir heyforða og blessuð kjörorðin.
,,Æh, það kemur aftur annað vor“
og liggjum á bæn um ekkert slor.
Mun ég þá hafa það sem þarf og þrek?
Til þess að finnast ekki um það sek,
að sjá sjálfsmynd mína speglast með honum
– sjálfum bráðabirgða baggaspottanum –
Við bændur lifum á gærdeginum, þó liðinn sé.
Þeim fækkandi fer, sem á vetur setja sitt fé.
meðan sigtar þingið sinn sand af sannleik,
– verða næst hetjur í eigin harmleik.
Ítrekað uppfærður kynslóðanna kliður,
tekur hann enda – þessi undarlegi mannasiður?
Að býsnast yfir bændum í byltingum
en sjá svo allt annað í hyllingum.
Er ég þetta baggaband ríkis og ráðs?
Þeim ríku og þar um ríðandi til háðs?
Flosnandi er hún, samfélagstengingin,
og fæst hvergi sögð, raunverulega meiningin.
Málamiðlunar-bandið óbreytt fær að hanga,
Menn endurtekið saman til kosninga ganga.
Skilyrðin til landbúnaðar erfast mjög illa,
hugsuðir áhyggjur sínar léttilega fylla.
Hvaða þjóðir staga niður hornstaur úr engu stáli?
Má ekkert laga, né koma að okkar máli?
Hvað mun taka við af þessu bandi?
Er ég orðinn seinni tíma vandi?
Eða gengur dýrið laust, þessi pólitíski fjandi?
Fyrir utan þægindarammann þinn, þú mig finnur,
þar fyrir ræktun og lífinu bóndinn brennur.
Við bændur höfum uppskorið í þessu fagi,
árlegar veigar af náttúrunnar tagi,
sú móðir er að láni hjá miklum yfirmanni,
saman við þrjú – oftast í verkstolsbanni.
Úr okkar voldugu veraldar geilum,
verðmætum milli okkar síbreytilega deilum.
Hverskonar framtíð viltu öðrum en þér?
– því til bráðabirgða við búum öll hér.
Ég bið þig neytandi góður,
að verja þitt manneldisfóður.
Það virðist allt hægt af mannanna verkum
– oft þarf bara einn, heildinni viljasterkum –
Mér sýnist það band sem búskapurinn minn spann,
sé reynsla sem ég hvergi annars staðar fann.
Því hún tvinnast við forna feður sem í lófana spýttu
og formæður allra sem flest uppúr moldinni nýttu.
Af mold er ég komin og vil helst með henni lífið allt sjöfalda
– áfram þú þarft þrisvar á dag á bónda að halda!
LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP
Berglind Kristinsdóttir. Mynd / Aðsend