Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Stærsta karöfluupptökuvél landsins stendur á hlaðinu á Þóru- stöðum í Eyjafjarðarsveit. Hún sparar mannafla og þar með launa- kostnað en þrátt fyrir það er reksturinn níðþungur. Vélin er af gerðinni Grimme SE 150-60. „Við keyptum hana 2022 og erum því búin að nota hana í tvö ár,“ segir Helgi Örlygsson, kartöflubóndi að Þórustöðum, þar sem lengi hefur verið einhver mesta kartöfluframleiðsla landsins. „Hún tekur upp tvær rásir, sem sagt tvöfalt meira en gamla vélin gerði, og þar af leiðandi erum við tvöfalt fljótari með hvern hektara.“ Þetta mun vera stærsta vél af þessari gerð hér á landi, að sögn Helga. Margar Grimme-vélar séu hér í notkun en þetta sé eina vélin sem taki upp tvær rásir í einu. „Það er einn að keyra og svo er einn og upp í þrjá-fjóra á vélinni, það fer náttúrlega eftir görðunum: í nýjum görðum þurfum við fjóra,“ segir hann og bætir við að í góðu landi og veðri geti þau tekið upp undir einn og hálfan til tvo ha á dag. Vélarnar spara mannafla Helgi útskýrir að það sem sé frábrugðið í kartöfluupptöku með stóru vélinni sé að kartöflurnar fari upp í stórt síló og svo beint í kassa á vagni. Þannig þurfi miklu sjaldnar en ella að stoppa og losa vélina. „Það er hagkvæmara að setja beint á vagninn og þessi vél hjálpar okkur mjög mikið og sparar mikla vinnu. Tvö síðustu ár höfum við getað minnkað launakostnað við upptöku heilmikið,“ segir hann. Vélin kostaði um 30 m.kr. plús vsk. „Við keyptum þetta til að reyna að ná böndum á launakostnað. Það er eins með stafræna flokkarann inni, sem flokkar kartöflurnar eftir stærðum og útliti, hann sparar helling í launakostnaði. Þannig að sparnaður í launakostnaði vegur upp á móti vöxtunum af þessum tveimur vélum að verulegu leyti.“ Vinnslan er í gömlu og endurinnréttuðu fjósi og þar rúlla um þvottatromlur, færibönd og flokkara Gullauga, Rauðar, Premier, Milva, Solist, Rósagull og Helga. Juku við að hvatningu stjórnvalda Ekki er annar búskapur á Þórustaðajörðinni þar sem búa þrjár fjölskyldur. Auk Helga eru þar sonur hans, Jón Helgi, og kona Jóns, Díana Rós Þrastardóttir ásamt börnum og Jón Kristjánsson og Tinna Ösp Viðarsdóttir og börn. Á jörðinni hafa verið ræktaðar kartöflur í ríflega öld og var farið að rækta þær til sölu á árabilinu 1950 til 1967. Þórustaðakartöflurnar eru seldar á Norðurlandi, dreift gegnum Samkaup og einnig seldar í Sölufélag garðyrkjumanna. Þær dafna vel í góðum jarðvegi sem hefur verið haldið frjósömum með skiptirækt. Helgi, sem tók við af föður sínum og afa, hefur verið lengi í kartöflunum, eða frá 1977, framan af með konu sinni, Vigdísi E. Helgadóttur, sem lést árið 2018. Þórustaðir ehf. urðu til 2016 og þeir Jón Helgi og Jón Kristjánsson komu inn í reksturinn 2018. Þau hafa árlega framleitt frá 200 upp í 500 tonn á 18-40 ha lands. „Árið 2020 voru bændur hvattir í búvörusamningum til að auka grænmetisframleiðslu um 25%,“ segir Helgi og bætir við: „Við fórum í það og tókum upp undir 100% aukningu og stuðningurinn minnkaði! Við vorum í kringum 18–19 ha og fórum í 40. Það er engin forsenda fyrir rekstri af þessu tagi í dag, m.a. vegna þess að stjórnvöld hafa ekki staðið við gefin loforð.“ Blikur á lofti í búskapnum Þegar spurt er hvort Þórustaðafólkið lifi af kartöfluræktinni hlær Helgi við, kannski nokkuð kalt, og segist aldrei hafa unnið eingöngu í kartöflum. Þær hafi verið hálfgert hobbí. Kannski sé landbúnaður almennt að verða hobbí. „Það eru allavega ekki laun í þessum búskap. Á þessu svæði eru nokkur kartöflubú og á þeim öllum eru bændur í aukastörfum með kartöfluræktinni,“ segir Helgi, sem sjálfur er framkvæmdastjóri Kaffitárs á Akureyri. Hann segir, líkt og svo margir bændur í dag, að reksturinn sé afar þungur. „Þetta er vinnufrek starfsemi vegna þess að taka þarf upp allar kartöflurnar á haustin á stuttum tíma. Við vorum að borga eitt og hálft starf en stöðugildin eru í raun fjögur. En í dag höfum við ekki tök á að greiða nein laun. Þó að vaxtakostnaðurinn hjá okkur sé ekki sérlega hár þá sjáum við fram á að við þurfum að fara að fjárfesta meira en það er bara ekki hægt eins og staðan er í dag. Kostnaðarhækkanir á aðföngum s.s. áburði, útsæði, eldsneyti og varnarefnum hefur farið langt umfram hækkanir á afurðaverði, sem stýrt er af verslunum.“ Aðspurður hvernig honum lítist á búskap í Eyjafirði um þessar mundir svarar hann að bragði: „Engan veginn. Vaxtaumhverfið er náttúrlega fáránlegt. Þeir aðilar sem voru búnir að byggja upp á annað borð og höfðu litlar skuldir eiga kannski möguleika. VIÐTAL Þórustaðir í Eyjafjarðarsveit: Kartöfluverð þarf að hækka – Íslenskir framleiðendur geta ekki keppt við innflutning og eru á fallanda fæti Helgi Örlygsson tók við jörðinni Þórustöðum af föður sínum og afa og hefur stundað þar kartöflurækt nærfellt alla daga síðan ásamt fjölskyldu sinni og fleirum. Búið er að reyna ýmislegt til að hagræða í búskapnum en Helgi er ekki bjartsýnn á stöðu mála í íslenskum landbúnaði. Myndir / SÁ. Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Hér gefur að líta stærstu kartöfluupptökuvél landsins sem tekur upp úr tveimur rásum í einu og sparar bæði tíma og mannafla. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.