Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 FRÉTTASKÝRING Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfelli sambands bænda og álfta, gæsa og helsingja er lífsafkoma og efnahagur bóndans rót ágreiningsins. Fuglarnir sækja í fæðu á tún og akra sem ætlað er fyrir búskapinn. Með auknum jarðgæðum og vaxandi kornrækt er fyrirséð að ágangur fugla aukist enda geta gróskumikil tún og kornakrar verið hagstæðir dvalarstaðir með afbragðs fuglafæðu. Bændur hafa reynt að grípa til hinna ýmsu aðferða til að fæla fugla frá landskikum. Fuglahræður, veifur, ýlur, gasbyssur og hundar hafa verið notuð gegn fuglaágangi sem og tiltekin jarðvinnsla og skjólbeltaræktun – jafnvel sérstakir fuglabeitarakrar. Allar slíkar aðgerðir eru bæði tímafrekar eða kalla á umtalsverð fjárútlát – og aukatími og aurar eru ekki beint á hverju strái hjá bændum. Þeir sem lenda í miklum ágangi geta orðið fyrir talsverðu tjóni; heymagn minnkar og verður jafnvel ólystugt vegna mengunar, kornbændur verða af uppskeru sem vega þarf þá upp á móti með auknum kaupum á innfluttu fóðri. Bændur sem vilja afstýra tjóni þurfa að gera það á sinn kostnað. Ekkert kerfi er í gangi til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir. Það eina sem er í boði er að tilkynna þegar tjón hefur átt sér stað og sækja um bætur. Bændur eru á einu máli um að þær tjónagreiðslur skili engum árangri og feli ekki í sér neinar úrbætur á augljósu og vaxandi vandamáli. Margir bændur eru hins vegar á því að lausnin felist í afléttingu alfriðunar álfta og skýrari heimild til að verja sitt jarðnæði með veiðum. Fjórum sinnum í röð hefur verið lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um tímabundið leyfi til veiða en málið hefur ekki fengið brautargengi. Bent hefur verið á að veiðar séu ekki lausnin og geti í raun haft þveröfug áhrif. Ýmsar aðrar leiðir séu fyrir hendi sem gætu stemmt stigu við ágangi og nýjasta tækni gæti þar reynst haukur í horni. Allar ákvarðanir og aðgerðir krefjist þó í fyrsta lagi rannsókna, ítarlegs samráðs, stefnumótunar og áætlanagerðar. Fuglarnir Orsakir aukins ágangs fugla liggur í breyttri landnotkun, bættum aðstæðum til ræktunar og aukinni kornrækt. Í Bleikum ökrum – aðgerðaráætlun um aukna kornrækt er farið yfir málefnið með vísunum í heimildir og rannsóknir þar að lútandi. Þær fuglategundir sem helst herja á tún og kornakra eru álft, heiðagæs og grágæs en einnig hafa margæsir, blesgæsir og helsingjar valdið staðbundnu tjóni. Stór áborin tún með næringarríku sáðgresi og kornakrar eru góð fæða fyrir þessa fugla. Álftin er stærsti fugl sem hér á landi finnst og algengur um allt land. Stofninn hefur stækkað töluvert – um 1960 taldi hann um þrjú til fimm þúsund fugla en árið 2020, þegar síðasta talning fór fram, var stofnstærð metin um 43.000 fuglar. Heiðagæsastofninn hefur einnig stækkað umtalsvert, árið 1952 var hann 23.000 fuglar en er nú í sögulegu hámarki, um 480.000 fuglar. Grágæsir eru taldar 60.000 talsins og hefur fækkað töluvert undanfarin ár, voru um 100.000 árið 2012. Veiða má grágæs og heiðagæs frá 20. ágúst til 15. mars. Álftin er hins vegar alfriðuð og vernduð sérstaklega samkvæmt hinum alþjóðlega Bernarsamningi um villtar plöntur og dýr. Stofnstýring ekki í sjónmáli Ísland er þar að auki aðili að samningi um vernd farfugla og votlendisfugla í Afríku og Evrasíu. Samningurinn er gerður til verndunar votlendisfuglum á viðkomustöðum þeirra og nær til fjölda fuglategunda sem verpa eða hafa áningarstað á Íslandi. Ríki geta ákveðið að vinna að því að stýra stofnstærðum fugla- tegunda sem valda skemmdum á uppskeru, og þurfa þá að skilgreina ásættanlega verndarstöðu. Út frá þeirri skilgreiningu er hægt að ráðast í aðgerðir til að hafa áhrif á stærð fuglastofna. Það var gert í tilfelli Svalbarða- stofns heiðagæsa árið 2012, stofn- stærð var þá minnkuð skipulega Ný varanleg bogahýsi Ódýr og hagkvæmur kostur fyrir geymslur og útihús sem uppfyllir byggingarreglugerðir � Stöðluð hönnun, grunneining 5 x 6 m. - lengjanleg í 3 m. einingum � Hurðargat á gafli 2,75 x 2,75 m. � Í boði bæði einangruð og óeinangruð � Verð frá kr. 1.320.00 m/vsk. fyrir 5 x 6 m. bogahús Nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst hysi@hysi.is Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 5, Kópavogi | Sími 497 2700 hysi@hysi.is | hysi.is | hysi.is Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Ágreiningur um áhrif veiða – Skapa þarf forsendur til að bændur geti gripið til varnar gegn ágangi fugla á tún og akra Álftanytjar Álftir hafa verið alfriðaðar frá árinu 1913. Ástæða friðunarinnar var einna helst prýði tegundarinnar og þokki en ekki vegna þess að stofninn var álitinn viðkvæmur eða í útrýmingarhættu. Þó mun álftin hafa verið nytjafugl framan af öld­ um. Grágás og Jónsbók innhalda báðar ákvæði um að landeigendur hafi óskorðaðan veiðirétt. Álftir voru áður nýttar á ýmsan hátt, kjötið étið, eggin einnig og skinn­ ið notað í efni, dúnninn tekinn og fjaðrirnar þóttu hin bestu skriffæri. Fjaðrir og heilu álftahamar voru út­ flutningsvara á 18. og 19. öld. Teikning / Hlynur Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.