Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Hestamenn rífa upp stemninguna Uppskeruhátíð hestamanna hefur verið haldin árlega af Lands- sambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi hrossabænda. Þátttaka hefur verið dræm síðastliðin ár en nú stendur til að rífa upp stemninguna. Til margra ára voru uppskeru­ hátíðir hestamanna haldnar við góðar undirtektir í glæsilegum veislusal Hótel Broadway en eftir að staðnum var breytt hefur uppskeruhátíðin verið á hálfgerðum hrakhólum. Til nokkurra ára var hátíðin haldin í veislusal Gullhamra en ekki hefur náðst að búa til sambærilega stemningu þar líkt og áður var. Á uppskeruhátíðum hafa hesta­ menn komið saman og glaðst ásamt því að þeir knapar og hrossaræktarbú sem skarað hafa fram úr á árinu hafa verið veittar viðurkenningar fyrir glæstan árangur. Skipulagning uppskeruhátíðar hestamanna er hafin og fyrir undirbúningsnefnd fer Edda Rún Ragnarsdóttir, stjórnarmaður LH. „Uppskeruhátíð hestamanna fer fram 18. nóvember í Gamla bíói. Snillingarnir Jógvan og Friðrik Ómar munu veislustýra og þeir hafa lofað að það verði mikið hlegið. Ásamt því munum við bjóða upp á þriggja rétta kvöldverð. Svo mun Sigga Beinteins trylla lýðinn ásamt DJ Atla sem skemmtir fram á kvöld.“ Edda segir að stefnan sé að færa hátíðina í nýjan búning en þó að halda í gömlu góðu hefðirnar sem hafa skapast. „Okkur langar að koma uppskeruhátíð hestamanna á þann stall sem áður var, það mun örugglega taka smá tíma, en við vonum innilega að hestamenn séu til í þetta verkefni með okkur. Það væri gaman að sameinast og gleðjast yfir góðum árangri okkar hestamanna á liðnu tímabili.“ Verðlaun hátíðarinnar í ár verða stórglæsileg, sérhönnuð af Inga í Sign. Miðaverði er stillt í hóf og er miðasala hafin á lhhestar.is. /þag Edda Rún Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn LH og tekur þátt í skipulagningu Uppskeruhátíðarinnar, og með henni á myndinni er systir hennar, Jóna Margrét Ragnarsdóttir. Mynd / Aðsend Í DEIGLUNNI Hrossarækt: Stofnuðu sæðingastöð um einn hest Nú er farið að hausta og flestar ræktunarhryssurnar komnar aftur til síns heima. Víðs vegar um land voru starfræktar sæðinga- stöðvar og var ein slík í Hjarðar- túni, þar sem sæðingastöð var stofnuð fyrir einn hest. Hrossaræktendur kannast flestir við Sindra frá Hjarðartúni en hann sló í gegn á síðasta Landsmóti þegar hann hlaut hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið íslenskum hesti. Mikil aðsókn var í hestinn eftir Landsmótið og tóku eigendur á það ráð að vera með hestinn í sæðingum. „Þó að allir hrossaræktendur stefni leynt eða ljóst að því að rækta falleg og hæfileikarík hross sem fara í góðan dóm, er ekki víst að menn átti sig á því hverjar afleiðingar geta orðið að eiga Landsmótssigurvegara. Eftir Landsmótið í fyrra opnuðust tækifærisgluggar. Freistandi fyrirspurnir bárust í hestinn bæði innanlands en aðallega að utan. Sindri var greinilega orðinn verðmætur og spurning hvort selja ætti hann hæstbjóðanda,“ segja Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson, hrossaræktendur í Hjarðartúni. Annir í sæðingum Kristín og Bjarni tóku þá ákvörðun um að selja ekki hestinn. Sindri hefði þá líklegast farið úr landi og hugnaðist þeim það ekki. „Það stendur vel að honum og okkar skoðun er sú að hann eigi að þjóna íslenskri ræktun. Við tókum því, án mikillar umhugsunar, þá ákvörðun að eiga hestinn áfram og hafa hann heima í Hjarðartúni,“ segir Kristín. Ljóst var að til að anna mikilli eftirspurn þyrfti að sæða við hestinum. Yfir 100 hryssur fyljuðust við Sindra það árið en tók hesturinn bæði á móti hryssum á húsi, í sæðingum og síðan í hólfi. „Álagið var gríðarlegt og segja má að önnur starfsemi búsins hafi verið í lágmarki á meðan. Eftir síðasta sumar ákváðum við að kynna okkur sæðingar betur og heimsóttum hrossaræktendur og dýralækna bæði innanlands og utan til að sjá hvernig ná mætti sem bestum árangri. Frændur vorir, Danir, sem hafa náð mjög góðum árangri í sæðingum íslenska hestsins sem og Þjóðverjar, veittu okkur góð ráð,“ segir Bjarni. Í framhaldinu var ákveðið að fara alla leið og setja á laggirnar löggilta sæðingastöð í Hjarðartúni í samvinnu við öflugt teymi dýralækna, þeirra Charlottu Oddsdóttur, Huldu Jónsdóttur, Helgu Gunnarsdóttur og Tómasar Jónssonar. „Charlotta er sérmenntuð í frjósemi hryssna, Hulda er reynslu­ mikil í sæðingum og sér um daglegar sæðingar í Hjarðartúni, Helga er tengiliður okkar á Norðurlandi og sæðir með skömmtum sem sendir eru þangað, og Tómas heldur svo utan um reksturinn,“ segir Bjarni. Útbúið var nýtt hesthús ásamt gerði sem er eingöngu ætlað í sæðingastarfsemina og sæðisvinnslu­ herbergi innréttað. Þannig næst að halda sæðinga­ starfseminni algjörlega aðskilinni frá annarri starfsemi hesthússins. „Við vorum líka heppin að Anna Margrét Geirsdóttir, sem hafði verið hjá okkur í starfsnámi eftir annað árið á Hólum, var áfram í Hjarðartúni og hélt utan um sæðingastarfsemina.“ Vel í lagt „Eins og flestar mæður hafa áttað sig á, þá skiptir hryssuna miklu máli að heilbrigði og rólegheit séu í fyrirrúmi í öllu ferlinu,“ segir Kristín og bætir Bjarni við; „það var kannski svolítið vel í lagt að byggja sæðingastöð fyrir einn stóðhest. Hugmyndin er að geta verið með tvo stóðhesta í sæðingum á stöðinni. Því var mikilvægt að fá annan hest til að nýta teymið og aðstöðuna.” Fengu þau Seið frá Hólum til sín en hann er hæst dæmdi stóðhesturinn í ár með 8,83 í aðaleinkunn. „Árangur sæðinga hefur verið framar vonum og náðu þeir félagar, Sindri og Seiður, að anna öllum þeim hryssum sem komu á nýju sæðingastöðina í sumar. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri sem gaman hefur verið að taka þátt í,“ segja þau Kristín og Bjarni / hf VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar Útbúið var nýtt hesthús ásamt gerði sem er eingöngu ætlað í sæðinga- starfsemina og sæðisvinnsluherbergi innréttað. Bjarni Elvar Pjetursson og Kristín Heimisdóttir í Hjarðartúni halda í þá SIndra frá Hjarðartúni og Seið frá Hólum. Myndir / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.