Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 LÍF&STARF Slow Food-hugsjónin var í hávegum höfð í Grasagarðinum dagana 20. og 21. október. Þá stóð Slow Food Reykjavík fyrir hátíðinni Bragðagarður, þar sem í boði var kjarngott andlegt fóður og matarkrásir. Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel, en hún samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum og matarmarkaði. „Á föstudaginn fengum við 131 gest á hátíðina og svo 601 á laugardeginum. Við erum glimrandi glöð með þetta og vonum að þetta verði vísir að fleiri svona hátíðum,“ segir hún. Hátíðin hófst einmitt á föstudeginum með erindi Dóru um eðli Slow Food-hreyfingarinnar. Hún byrjaði á að útskýra slagorð hreyfingarinnar, Góður, hreinn og sanngjarn matur (Good, clean and fair). Matur ætti að vera góður fyrir jörðina, framleiðandann og góður á bragðið. Hann ætti að vera „hreinn og náttúrulegur“, ekki tilbúin vara af tilraunastofu, eða með fjölda innihaldsefna. Þá ættu viðskipti með matvæli að vera sanngjörn; fyrir neytendur að kaupa og framleiðendur að selja. Líffræðilegur fjölbreytileiki í kjarnastarfsemi Slow Food Hún talaði sérstaklega um líffræðilegan fjölbreytileika sem eina af þremur stoðum í kjarnastarfsemi Slow Food. Sérstök stofnun Slow Food væri starfandi um líffræðilega fjölbreytni og þar stæðu allnokkur sjálfstæð verkefni. Bragðörkin (Ark of Taste) gengi út á varðveislu á afurðum, bæði handverki og matvælategundum, og á Íslandi væru 23 afurðir skráðar inni í Bragðörkinni. Í verkefnum Presidia eru mynduð samfélög í kringum tiltekna ræktun eða vinnslu á afurðum í Bragðörkinni, Narrative Lable (sögumiðinn) – segir sögu afurða og framleiðenda sem eru í Presidia – og er aðgengilegur neytanda á sjálfri vörunni, Cooks‘ alliance eru hópar matreiðslumanna sem skuldbinda sig til að nota vörur úr Bragðörkinni og Presidia á hverju svæði. Í íslensku Presidia eru nú íslenska landnámshænan, íslenska geitin og íslenska skyrið. Dóra sagði að besta leiðin til að varðveita matvörur, sem væri verðmæti í, sé einfaldlega að borða þær. Verndun vistkerfa stórra og smárra Líffræðileg fjölbreytni var einnig til umfjöllunar í erindi heimspekingsins Ole Martin Sandberg, sem starfar hjá Náttúru- minjasafni Íslands. Hann flutti erindi um fæðuheimspeki (philosophy of food) þar sem mikilvægi verndunar vistkerfa, stórra og smárra, var megininntakið. Hann sagði að í hverjum mannslíkama væru um 30 þúsund milljarðar frumna, helmingur þeirra væru frumur annarra lífvera eins og til dæmis baktería og sveppa – og annarra örvera sem lifa alls staðar í líkömum okkar. Kjarnsýrugreiningar hafi leitt það í ljós að um 800 mismunandi tegundir af örlífverum lifi í mannslíkamanum og þúsundir af ólíkum undirtegundum. Það væri mikil líffræðileg fjölbreytni í litlu rými. Ole sagði að flestar þessara örvera væru bakteríur og að þar til alveg nýlega hafi verið talið að þær væru að mestu leyti slæmar. Staðreyndin væri hins vegar sú að mannslíkaminn getur ekki starfað án þessara örvera. Þetta séu þannig ekki bara lífverur sem búa innra með okkur, heldur að þær séu við. Við værum ekki við, án þeirra. Saman værum við ein lífvera. Áhrif þarmaflóru á andlega heilsu Ole sagði að örverurnar væru ekki aðeins nauðsynlegar fyrir líkamlega virkni okkar og vellíðan. Líffræðilegur fjölbreytileiki innra með okkur stjórni einnig geðheilsu okkar, skapi okkar og hugsun. Rannsóknir hafi sýnt að heilinn sé tengdur beint við magann og verði fyrir áhrifum af því sem er þar til staðar. Ef ekki sé jafnvægi líffræðilegs fjölbreytileika í innra vistkerfi okkar séum við líklegri til að þjást af þunglyndi, kvíða, einbeitingarskorti og vitsmunalegum sjúkdómum eins og Alzheimer og vitglöpum. Þannig að persónuleiki okkar – hugsanir okkar – mótast af líffræðilegum fjölbreytileika innra með okkur. Hann sagði að fyrir mörgum árum þegar hann flutti til Bandaríkjanna, hafi hann eftir stuttan tíma tekið eftir því að honum leið ekki vel – hvorki líkamlega né andlega. Hann hafi komist að því að maturinn var eitt af vandamálunum. Amerískur matur sé öðruvísi en danski maturinn sem hann hafi alist upp við, þar sem hann var vanur að borða heilkornabrauð með fullt af fræjum og öðru sem er erfitt að melta. Í stað þess að fara beint í gegnum þig helst það í þörmunum um stund þar sem það tekur nokkurn tíma fyrir það að brotna niður sem þýðir að það nærir alla þarmaflóruna. Örverurnar í þörmum hans voru vanar því að fá þessa næringu en eftir að hann flutti til Bandaríkjanna hætti hann að fóðra þær, þannig að þeim leið illa og honum líka. Þá hafi hann byrjað að baka sitt eigið brauð. Við meltum menningu okkar Ole segir að þetta dæmi sýni líka að heilsa sé að einhverju leyti menningarlegt fyrirbæri. Kannski þurfi Bandaríkjamaður sem elst upp við dúnkennda samlokubrauðið sitt ekki danskt rúgbrauð fyrir heilsu sinnar þarmaflóru. Geti mögulega valdið meltingartruflunum vegna þess að þá skortir örverurnar sem hafa verið þjálfaðar sérstaklega til að melta það. Þeir þurfa aðra hluti sem maginn er vanur. Til séu rannsóknir sem gefa til kynna að fólk sem elst upp við þá menningu að hrísgrjón eru hluti af daglegum máltíðum séu skilvirkari í að vinna næringarefni úr þeim – að það hafi þarmaflóru sem sé sérhæfð í því. Ole segir þetta athyglisvert, að menningin sem við séum alin upp í móti ekki aðeins hugsanir okkar og venjur heldur sé bókstaflega í líkama okkar. Þegar við borðum meltum við þannig menningu okkar og hún verður hluti af okkur. Fjölbreytileikinn á undanhaldi Af þessu leiði að öll séum við í raun ólík vistkerfi með fjölbreytileika mismunandi örvera, sem eru aðlagaðar og mótaðar af menningarlegu og náttúrulegu umhverfi okkar. En þessi fjölbreytileiki sé á undanhaldi. Að sögn Ole er Afríka sú heimsálfa sem sé með mestan erfðafræðilegan fjölbreytileika meðal manna, sem sé ekki skrýtið þar sem uppruna mannkyns megi rekja þangað. Algengt sé einnig að mikill fjölbreytileiki sé í örveruflórunni hjá afrísku fólki. En hnattvæðing og þéttbýlismyndun dragi úr þessum fjölbreytileika. Þegar fólk sem bjó í dreifbýli og lifði á staðbundinni fæðu – yfirleitt rótum og grænmeti sem inniheldur mikið af trefjum Bragðagarður í Grasagarðinum: Líffræðilegur fjölbreytileiki á Slow Food-hátíð Helvítis Kokkurinn mætti með eldpiparsultur. Dagný Hermannsdóttir með súrkálið sitt. Myndir / smh Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, flutti fyrirlestur um skyr og bauð upp á smakk á mismunandi skyrtegundum. Dagný Hermannsdóttir og Svanhildur Sigfúsdóttir kynntu kartöfluræktun frá fræi. Góður rómur var gerður að fræðsluerindum á Bragðagarðinum sem var vel sóttur, en Dóra segir að hundruð gesta hafi gert sér ferð í Grasagarðinn meðan á hátíðinni stóð. Alda Björk Ólafsdóttir og harðfiskurinn, sem er unninn úr vannýttu hráefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.