Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 6
4 ÚRVAI birta fer í taugarnar á henni.- Skyndilegar loftslagsbreytingar og löng ferðalög hafa áhrif á hana, og. liún bregzt öndverð við harpeis- salia og slæmum strengjum. Hún gerir kröfur til eigandans, sem vissara er að láta undan. Það er ekki hægt að eiga í útistöðum við fiðlur og konur. Til þess er lífið öf Stlltt. Það er þetta, sem sérhver Stradi- varifiðla á sameiginlegt með lif- andi verum, sem gerir þær að einstökum listaverkum. Hinar þekktustu eiga sér háfleyg nöfn, sem eru heimild um uppruna þeirra. Mín er nafnlaus, en sumar eru nefndir eftir fyrri eigendum sínum: Paganini, Auer, Recamier, Morgan, Joachim, King Maximilian. Aðrar eru nefndar eftir útliti og tónum: Titian, Apollo, Rauði dem- anturinn, Næturgalinn, eða eftir stöðum, sem tengdir eru sögu þeirra: írska, siberíska, Rochester, Beriínar. Svanasöngurinn heitir yngsta Stradivarifiðlan, sem vitað er um, smíðuð 1737. Nelson lávarður fannst i káetu liðsforingja eins á fiaggskipi Nelsons eftir orrustuna við Trafalgar. Nelson snerti aldrei á fiðlu. Engar tvær eru eins. Sérfræðing- arnir þekkja alltaf i sundur fiðlurn- ar, jafnvel þótt þeir hafi ekki séð þær árum saman, en þeir geta verið allra manna ómanngleggstir. Einu sinni sýndi ég slíkum sér- fræðingi fiðluna mína. Hann þekkti hvorki mig né hljóðfærið, en ég man ennþá undrun hans, þegar hann öpnaði töskuna. Hann leit snöggt og með eftirvæntingu á fiðluna, tók hana varlega upp og brosti. „Dásamlegt,“ sagði hann. „Þú ert lukkunnar pamfíll, að eiga svona Strad.“ Ég spurði, hvernig hann vissi að þetta væri Stradivari. Hann leit vorkunnsamlega á mig: „Hún getur ekki verið neitt annað, sagði hann ásakandi. „Finnurðu það ekki? Hún geislar af snilligáfu Stradi- varis.‘ Ég keypti fiðluna mína af öðrum slíkum sérfræðingi. Emil Herrmann var sá, sem lánaði hinum 13 ára gamla Yehudi Menuhin Prince Kev- enhúller Stradivarifiðlu til að leika á við hljómleika i Carnegie Hall árið 1929. Meðal áheyrenda var Henry Goldman, blindi bankamað- urinn frá New York. Hann varð svo hrifinn, að hann keypti fiðluna og gaf Menuhin. Hún ber miða með eigin rithönd Stradivaris d’ anni 90 (90 ára að aldri). Hjarta mitt tók að slá örar, þegar ég steig fram hjá þykkri stálhurð- inni inn í sprengjuhelda hvelfingu Emils Herrmanns í kjallaranum undir húsinu hans í Fiddledale (Fiðludal) í Connecticut. í 180 litl- um, flauelsfóðruðum liillum voru raðir af Stradivari fiðlum, Guarn- eri, Amati. í kring var svo allt fló- andi af minni háttar fiðlum. Fiðluleikarar verða ekki fremur sammála um fiðlur en karlmenn um konur. Sumum geðjast bezt að mjúku næturgalatónunum í Amati, aðrir kjósa helzt styrkan klarínett- hreiminn í Guarneri del Gesú með- an þeir þriðju taka safamikinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.