Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
reynslu síðustu vikna og í augna-
ráði hans fyrirboði þess, sem í
vændum var. Hann hafði þörf fyrir
hvild, en hann sagði ekkert. Hann
sveipaði um sig skikkju sinni og
hélt af stað. Fylgdarmenn hans
héldu á eftir honum sárreiðir. Það
er auðvelt að gera sér í hugarlund,
hve vonsvikinn hann hefur verið.
Hann hafði starfað með þessum
mönnum í þrjú ár —■ gátu þeir
aldrei skilið, hver köllun hans var?
Hann var kominn til þess að frelsa
mannkynið, og nú vildu þeir að
hann refsaði þessu þorpi með því
að hrenna það!
„Og þeir fóru til annars þorps,“
segir i frásögninni — ekkert amaði.
Það urðu engar umræður, engar
deilur. í augum Jesú var málið ekki
þess virði, að það væri rætt.
Önnur mikilmenni sögunnar hafa
líka talið sig hafin yfir persónu-
leg gremjuefni, en Jesú skarar
fram úr þeim öllum. Hann vissi,
að smámunasemi ber refsinguna í
sjálfri sér. Þorpið, sem hafði út-
hýst honum þurfti ekki að verða
eldinum að bráð; það hafði þegar
hlotið sina refsingu. Þar voru eng-
in kraftaverk gerð, engir sjúkir
voru læknaðir, enginn hungraður
fékk saðningu og engum fátækum
var boðað fagnaðarerindi. Sjálfur
gleymdi hann strax þessu atviki.
Hann hafði nóg verkefni að glíma
við.
Sumum þykir ljóminn af ævi
Jesú hafa minnkað við þá kenningu
guðfræðinnar, að hann hafi vitað
allt fyrir. Við skulum gleyma öll-
um kennisetningum og rekja ævi
hans samkvæmt frásögninni.
Það kann og verða tilefni til
gagnrýni, að of mikil áherzla sé
lögð í hina mannlegu hlið, en það
getur þá verið mótvægi gegn hinu
viðhorfinu. Ótölulegur fjöldi hóka
hefur verið skrifaður um hann sem
son guðs. Við hljótum að hafa leyfi
til að minnast hans sem mannsson-
arins, þvi að svo nefndi hann sig
sjálfur.
Nazaret, þar sem Jesús ólst upp,
er lítill bær i afskekktu héraði.
Meðal hefðarfólksins í Jerúsalem
var siður að gera gys að skrítnum
siðum og málfari Galileumanna, en
þeir létu fyrirlitningu borgarfólks-
ins sér í léttu rúmi liggja. Það var
sólskin hvern dag og landið var
frjósamt. Drengir léku sér og ærsl-
uðust. Og Jesús, sem vann á tré-
smíðaverkstæði, hlýtur að hafa ver-
ið foringi á meðal þeirra.
Hér er ekki ætlunin að skrifa
ævisögu Krists, heldur að draga upp
mynd, ef svo mætti segja. Atburð-
irnir verða ekki raktir í réttri
tímaröð, heldur getið atviká og orða,
sem þjóna þessum tilgangi — að
gera myndina fyllri og skýrari.
Við förum þá hratt yfir fyrstu þrjá-
tíu árin af ævi hans. En einhvern-
tíma á þessum árum gerðist hið
eilífa kraftaverk — þegar hann
vaknaði til meðvitundar um köll-
un sína og mátt.
Engin veit, hvenær þetta undur
átti sér stað. En einhversstaðar
og á einhverri ógleymanlegri
stundu varð hann sér meðvitandi
um guðdóm sinn. Hann vissi að
hann var meiri en Nazaret.
Annar ungur maður, sem hafði
alizt upp á næstu grösum, hafði