Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 92
90
ÚRVAI
Árnasafni, Skarðsbók, ÁM 350 fol.,
sem ber ártalið 13(53. Hér er það
leikmaður, ekki einu sinni konung-
l)orinn, sem réttir fram veraldlega
bók, lögbókina, til hins æðsta himn-
eska valds, föður, sonar og lieilags
anda. Mun þetta mjög fágætt eða
einstætt um gjafaramyndir í hand-
ritalýsingum miðalda. Það er þó
ekkert einsdæmi í handritalýsing-
uin frá miðöldum, að veraldlegrar
stéttar maður krjúpi andspænis
heilagri þrenningu. í enska hand-
ritinu De Nobilitatibus Sapientis
et Prudentis Regum eftir Walter
de Milemte, sem skrifuð var fyrir
Játvarð konung III við valdatöku
hans (1326—1327), krýpur kon-
ungurinn frammi fyrir heilagri
þrenningu, og utar í myndinni
krýpur einnig ungur maður. í öðru
ensku handriti Grey-Fitzpayan
Hours, bænabók frá því um 1300,
krjúpa karl og kona sitt hvoru meg-
in við heilaga þrenningu og eru
sýnd miklu minni. í báðum þessum
handritum er fólkið tómhent, og
verður ekki séð, að um gjafara sé
að ræða. Þessar myndir samrýmast
því hvorugri þeirri skýringu, sem
ég gaf hér að framan á gjafara-
myndunum í liandritum. Aftur á
móti koma þær báðar lieim við
seinni sltilgreiningarlið Rune Nor-
bergs.
Gjafarinn i Skarðsbók er sýndur
á fol. 2 recto, í upphafi Þingfarar-
bálks, en hann hefst á bókstafnum
F. Innan í aðalumgjörðinni situr
guð faðir, klæddur fyrirferðarmik-
illi skikkju eða kápu, á breiðum
bekk með ljónshausum, sem snúa
gapandi ginum inn. Bekkurinn
fyllir út í umgjörðina lárétt, og
sker hún jafnvel hluta af makka
ljónanna. Mynd drottins fyllir aftur
á móti út i umgjörðina lóðrétt, svo
að hluti af kápufaldinum nær jafn-
vel út yfir umgjörðina að neðan.
Faðirinn blessar með bægri hendi,
en heldur hinni vinstri upp og út,
í nær láréttri stellingu. Mynd Krists
á krossinum er lítil og ber í bol
föðurins. Hné drottins eru stór og
skýrt dregin og fellur skikkjan
niður um þau í djúpum fellingum.
Á milli hnjánna má g'reina örsmáa
fætur Krists. Kristur á krossinum
hverfur næsum inn í mynd föðurins
i hinni umfangsmiklu skikkju, sem
er með stórum, þykluim kraga. Nið-
ur á kragann miðjan kemur sitt og
oddmjótt skegg föðurins, en dúfan,
tákn lieilags anda, er ekki sjáan-
leg í myndinni, enda er myndin
orðin eitthvað máð. Venjulegast er
dúfan sýnd á milli höfuðs föðurins
og höfuðs Krists. Á þrenningar-
myndinni í islenzku Teiknibókinni
í Árnasafni er dúfan ekki heldur
sýnileg. Fyrir utan aðalumgjörðina
krýpur maður í búningi eftir nýj-
ustu tízku og réttir opna bók
(Skarðsbók) inn i myndreitinn til
heilagrar þrenningar. Mynd gjafar-
ans er næstum eins stór og guð
faðir. Listamaðurinn hefur skorið
þannig af umgjörðinni utan um
þrenningarmyndina, að einugis ör-
smá ræma skilur gjafarann frá
heilagri þrcnningu. En það atliygl-
isverðasta er, að gjafarinn réttir
bókina báðum höndum inn fyrir
hina mjóu umgjörð og hefur þann-
ig komizt inn í rými heilagrar
þrenningar, ekki aðeins með hend-