Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 45
HEfíRA MURPHY FEfí Á ÞING
43
hefði hann átt að geta setzt í helg-
an stein á sjötugsaldri eftir vel
unnin störf, ánægður með árangur-
inn. Hann átti nú fagurt hús nálægt
Sunset Boulevard, Dennis sonur
hans lagði stund á stjórnvísindi i
háskóla og Melissa dóttir hans var
í þann veginn að útskrifast úr
menntaskóla.
Þá stungu tvö kvenfélög' republik-
anaflokksins upp á því, að hann
hyði sig fram til þings. Murpliy
ræddi hugmynd þessa við vini sína
Ettinger samþykkti að gerast gjald-
keri lians í stjórnmálabaráttu
þeirri, sem fyrir honum lá. Walt
Disney hét einnig stuðningi sínum.
Og meðal annarra stuðningsmanna
hans eru fjölmargir þekktir leik-
arar í Holl>r\vood, svo sem Ronald
Regan og John Wayne.
Flestir stjórninálamenn voru mjög
i vafa um, að hann myndi eiga vel-
gengni að mæta á þessum nýja vett-
vangi sínum. Þeir álitu, að Pierre
Salinger myndi reynast honum of
skeinuhættur mótstöðumaður, bæði
vegna náins samstarfs síns við
Kennedy forseta og þess, hversu
þekktúr liann var á stjórnmálasvið-
inu.
Stjórnmálamennirnir voru einnig
á þeirri skoðun, að kjósendum
myndi ekki lítast meir en svo á
Hollywooddansara sem væntanleg-
an þingmann sinn. Á l'orsiðu eins
tímaritsins birtist mynd af Murphy,
þar sem liann var að dansa „stepp-
dans. Tímaritið Time lýsti því yfir,
að Salinger væri alveg öruggur um
sigur. Annað timarit hélt því al-
veg blákalt fram, að eina ástæðan
fyrir því, að republikanaflokkurinn
hefði valið Murphy, væri sú, að
enginn annar fengist til þess að
bjóða sig fram gegn Salinger, þar
eð hann væri almennt álitinn svo
sigurstranglegur.
Það leit jafnvel svo út, að Murphy
væri sá eini, sem öruggur væri úm
sigur. Skoðanakannanir álitu Sal-
inger i fyrstu vera miklu sigur-
stranglegri en Murphy. Murphy var
nú á stöðugum ferðalögum um
þvera og endilanga Kaliforníu, og
á þessum lerðalögum sínum hélt
liann yfir 1200 ræður. Hann lagði
áherzlu á, að Salinger væri ekki
Kaliforníubúi, ekki heimamaður
þar í fylki.
Og síðari skoðanakönnun sýndi,
að sigurhorfur Murphys jukust
stöðugt oð að hann var nú alveg
kominn á hæla Salingers.
Murphy studdi Barry Goldwater,
en áskildi sér samt rétt til þess að
halda fram öðrum skoðunum en
hann í hinum ýmsu málum. Hvað
mannréttindafrumvarpið snerti,
lýsti Murphy því t. d. yfir, að hann
hefði greitt atkvæði með frumvarp-
inu, jafnvel þótl Goldwater liefði
ekki gert það.
Átökin náðu hámarki, þegar þeir
Murphy og Salinger mættust í
„sjónvarpsorrustu". Og kjósendur
sáú, að Murphy var ekki aðeins
dansari og söngvari, sem kom fram
i gömlum kvikmyndum í sjónvarp-
inu á síðlcvöldum, heldur var hér
um að ræða mikilhæfan mann,
sem hafði vit á málefnum þeim,
sem efst voru á baugi. Og enn juk-
ust sigurvonir hans.
Og fjölskylda hans lét sannarlega
ekki sitt eftir liggja. Þau hjálpuðust