Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 69
67
Vandaðu mál þitt
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða,
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ. e. 0,5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hannhefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. húðfat: skinnflík, svefnpoki úr skinni, ílát, nærfatnaður, áhald, á skipi,
veiðarfæri, skinnklæddur bátur.
2. kargur: staður, illur, reiður, þver, hræddur, frekur, státinn, rösklegur.
3. skimp: glens og gaman, háð, nízka, hrós, aðfinnslur, tæp, varkár, rifrildi,
átök, asi, ólund.
4. jútur: deilur, kýli, angi, skúta, aðfinnslur, stubbur, áhald, veiðarfæri,
strigi, ílát, barlómur, betl, snökt.
5. skuss: pensill, amlóði, skúmaskot, rófa, rúin kind, hrúgald.
6. að eiga eitthvað undir kosti: eiga um margt að velja, fá e-ð af heppni,
eiga um fátt að velja, vera upp á aðra kominn, eiga dýrmætan hlut, sem
fengizt hefur fyrir gjafvirði, bíða ósigur fyrir einhverjum.
7. skræmt: lágt hljóð, ógurlegur hávaði, ýlfur, viðleitni, basl, háð, aðgæzla,
fals, lýti.
8. að hníga til einhvers: líkjast e-m, fella ástarhug til e-s, leita til e-s,
gefast upp fyrir e-m, ráða niðurlögum e-s, bera óvildarhug til e-s, smjaðra
fyrir e-m, vera á sama máli.
9. að skumpa: busla, hoppa, sulla, stjaka við, háma í sig, gumsa, binda fyrir
augun, hæða, slá slöku við.
10. glórulegur: með góða sjón, dimmur, sem sér illa, ógreinilegur, greindar-
legur, ringlaður, afkáralegur, hlægilegur, heimskulegur.
11. að síla: mjakast áfram, frjósa, leysa, hlífa, binda saman, gera skoru í,
dorga, bora gat á.
12. ð taka til jarðar: byrja að bera á tún, byrja að slá, byrja að heyja, kroppa
gras, raka áburð af túni, jörð tekur að frjósa, jörð tekur að þiðna, setjast
að á einhverri jörð.
13. strykur: hraði, strekkingur, strokgjarn, beinn, kraftur, stolt, teygur.
14. svæða: sax, skass, blautt starengi, vallendi, sandfláki, heiðalönd, móar,
skóglendi, gróðurgeiri, torfrista, mógröf, flæmi, spilda.
15. veglæti: gjafmildi, virðing, tign, gæfa, kaffibrauð, hegðun á mannamótum,
göfugmennska, dásemd, aðdáun, ófærð, fylgd.
16. duggunarlítill: svolítill, óduglegur, óþolinn, óvandaður, ómerkur, óorð-
heldinn, ótraustur, huglítill.
17. drösull: sláni, ódrætti, það, sem dregið er, drusla, hestur, dragbítur, byrði,
seinlátur, hæggengur, skaft, ónytjungur, kvennabósi.
18. sprakur: gæfur, brothættur, fjörugur, lélegur, dugmikill, taminn, vitur,
boginn, frekur, forspár.
19. hrönn: dyngja, alda, hjarn, ís, runa, spræk, fljót, þungfær, hörð.
20. að skúlpa: þvo, bólgna, fresta, slóra, masa, skamma, slá, dofna, hæða,
demba, ösla, sulla.
Lausn á bls. 93.