Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
að endurskipuleggja tvístraðar her-
sveitir sinar. Hann kaus að tefla
París í hættu.
Fregnir frá von Choltitz daginn
áður höfðu verið friðvænlegar. Að-
eins fáein skemmdarverk höfðu
verið nefnd. I öðru lagi höfðu
hans eigin leyniþjónustumenn
skýrt frá því þennan sama morgun,
að „engin ákveðin vitneskja væri
fyrir hendi um meiri háttar árás
Bandamanna á París.“ Model bjóst
þannig við, að honum tækist að
flytja hinar illa komnu liðssveitir
sínar fyrir sunnan Paris yfir Seine-
fljótið, og svo þegar 26. og 27.
bryndrekasveitirnar kæmu, gæti
hann komið sér upp styrkri varn-
arstöðu framan við París.
Model gaf þær fyrirskipanir, sem
áttu að koma þessari ákvörðun í
framkvæmd. En af óskiljanlegum
ástæðum lét hann undir höfuð
leggjast, að skýra von Cholditz frá
að þessar tvær bryndrekasveitir
höfðu verið ætlaðar honum.
Þessa stundina var herstjóri
Stór-Parísar ekkert að hugsa um
liðsauka. Jodl hershöfðingi var ný-
búinn að flytja honum þau boð, að:
„Hvað sem fyrir kemur, væntir
Foringinn þess, að þér framkvæm-
ið eins mikla eyðileggingu og fram-
ast er hægt á þvi svæði, sem þér
hafið verið settur yfir.“
Hugsanleg eyðing Parísar, var
ein af aðaláhyggjum Charles de
Gaulles, er hann gekk yfir vott gras-
ið frá herstjórnartjaldi Dwight
Eisenhowers. í viðræðum sínum
höfðu þeir komið beint að efninu.
Eisenhower hafði dregið fram hvert
kortið eftir annað, og skýrt fyrir
honum í smáatriðum, hvernig hann
hugsaði sér að umkringja París.
Yfirforinginn hafði haldið þvi
fast fram, að vegna þess, hve víg-
línan breyttist ört, gæti hann ekki
tiltekið neinn ákveðinn tíma til að
frelsa borgina.
De Gaulle varaði Eisenhower við
þvi, að ef hann frestaði töku
Parísar, ætti hann á hættu að valda
„örlagaríku stjórnmálaástandi í
borginni, sem jafnvel gæti gert að
engu árangur bandamanna í styrj-
öldinni.“ Eisenhower neitaði að
breyta áætlunum sínum.
Er de Gaulle gekk aftur til flug-
vélar sinnar hokinn i baki, var
hann að glíma við hræðilega á-
kvörðun. Ætti hann, eins og hann
hafði varað Eisenhower við að
hann kynni að gera, að taka aðra
frönsku bryndrekasveitina, sem
Philippe Leclerc stjórnaði, undan
yfirráðum Bandamanna, og senda
hana til Parísar upp á sitt eindæmi?
Hann sneri sér til aðstoðarmanns
síns, Claude Guy liðsforingja og
spurði: „Hvar er Leclerc?"
ERFITT VOPNAHLE
í augum Gaullistanna, sem ekki
gátu vikið úr huga sér baráttunni
í Varsjá, var friður vopnahlésins,
hversu ótryggur sem hann var, ef
til vill siðasta von þeirra til að
bjarga hinni ástkæru borg' þeirra.
Þeir gerðu lika allt sem þeir gátu
til að láta það heppnast. í augum
kommúnistaforingjans, Rol offursta,
var vopnahléið hinsvegar hrein
svik, og þennan morgun beitti
hann allri sinni orku til að rjúfa
það.