Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 51
TUTTUGU SIÍELFILEGAfí MÍNÚTUK
49
sagði hann við mig alvarlegur í
bragði. „Þér hafið víst ekki tíma til
að hjálpa mér að leita að honum?“
Síðar vildu sum blöðin í Lima og
sumir áhorfendurnir kenna dómar-
anum, Pazos, um harmleikinn, með
því að „kveða upp rangan dóm.“
„Enginn harmar það sem gerðist
meira en ég. En guð veit að ég
dœmdi eftir beztu samvizku og al-
gerleg'a óhlutdrægt,“ sagði Pazos.
Sumir ásökuðu lögregluna, og
hvernig hún hefði notað táragasið.
Azambújar lögregluforingi sagði:
„Sú ábyrgð hvíldi á mér að vernda
leikmennina og dómarann. Við
urðum að nota táragas. Það var
engin önnur hugsanleg leið til þess
að hafa hemil á múgnum. Þetta er
allt líkast martröð.
Og vissulega var svo. Þeir sem
fórust í þessum skelfilega atburði
voru einhversstaðar á milli 287 og
328. Svo mikill var glundroðinn,
að til þessa dags hafa yfirvöldin
ekki getað orðið á eitt sátt um ná-
kvæma tölu. Þau vita aðeins það,
að þessi hörmulegi atburður er
einstæður í allri sögu íþróttanna.
Auglýsingin í dagblaðinu hljóðaði svo: „Aðeins laugardag! Útsala
á hárkollum úr 100% ekta mannshári.“ Ég sagði við eiginmann minn,
að mig langaði í eina svona hárkollu, svo að við fórum á stúfana. Ég
valdi mér kastaníubrúna hárkollu með fallegri hárgreiðslu og smeygði
henni yfir tuskulega strýið á mér. Hárkollan gerði mig mjög glæsilega
og að minnsta kosti áratug yngri.
Á meðan við biðum eftir, að búið yrði um hana, keypti glæsilega
klæddur, lágvaxinn maður fjórar hárkollur: eina hrafnsvarta, aðra
rauðbrúna, eina hunangsljósa og aðra enn ljósari með ljósgrárri slikju.
„Hvers vegna í ósköpunum skyldi hann kaupa fjórar ?“ hvíslaði ég
að manninum mínum.
En litli maðurinn heyrði til mín. Hann sneri sér að mér og sagði
kankvis með blik i augum: „Mig langaði bara til Þess að finna, hvernig
það væri að hafa kvennabúr."
Frú L. G. Riley
Nemendur við Ríkisháskóla Iowafylkis hafa sannað það, svo að ekki
verður um villzt, að rafmagnsreiknar geta ekki komið í stað mannlegra
útreikninga. Þeir héldu „IBM-blöndunar“-dansleik. Sérhver stúdent
mataði rafreikninn á upplýsingum um útlit og áhugamál, og síðan valdi
rafreiknirinn honum heppilegan félaga af hinu kyninu, þ. e. þann félaga,
sem rafreiknirinn áleit hafa bezta samsvörun, hvað útlit, áhugamái og
annað snerti. Þið getið ímyndað ykkur vonbrigði einnar stúlkunnar,
þegar rafreiknirinn sendi henni tvíburabróður hennar!
Frú Jim Champion