Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 83
ÓtíLEYMANLEGUH MAÐUR
81
og beit góð, og talin því betri, sem
ofar dró. Freistuðust menn þá til
að setja á l'ullorðiS fé og hross
líkt og áður, enda mörg þau dæmi
áður, að sá fénaðnr gekk oft að
mestu sjálfala. Heyfrekum fénaði,
lömbum og nautgripum, var fargað
að meira eða minna leyti. Næsti
vetur, 1881 1882, var fremur mild-
ur fram á éinmánuð, svo talið er,
að öllu hefði vel farnast, ef sæmi-
iega hefði viðrað úr þvi.
Á búi foreldra minna munu háfa
verið þennan vetur rúmlega 100
l'jár, 8—9 liross og 1 kýr. Á þeim
árum var títt, að bændur færu til
sjávar á vetrarvertíð, einkum yngri
bændur og írumbýlingar, á meðan
þeir voru að koma undir sig' fót-
um. Svo var um loðúr minn. Fór
hann i jietta sinn á góu, en bað
föður sinn, Jón bónda í Skarði,
fyrir heimili sitt, ef einhvers þyrfti.
Þá var og Jón bróðir minn á 1.
ári tekinn að Skarði. Eftir voru þá
í heimili: móðir miii, ég á 3. ári og
lítilsigld vinnukona, er Sigríður
hét Guðmundsdóttir. Hey voru að
visu litil, en þó ekki þótt mjög
tvísýnt um þau, því að faðir minn
tók 4 lömb, áður en hann fór, af
bónda, er kominn var í heyþröng.
Um páska vorn matvæli gengin
mjög til þurrðar, og upp úr þeim
sendi móðir mín Sigríði vinnukonu
að Skarði, jiangað sem hún átti
vísa hjálp, eftir þvi, sem mest van-
hagaði um. Þangað var rúmlega 2
klst. gangur. Meðan hún var i þeirri
ferð, spilltist svo veður, að hún
komst ekki heim, en að Eskiholti,
eyðibýli sem nú er, — til móður
sinnar. Gerði nú látlaust norðan
harðvetur með þeim býsnum, sem
vitnað er í siðan; engum manni
fært bæja á milli, fénaður kolféll
og jörð blés svo upp, að, fjöldi
jarða urðu eigi byggilegar eftir
veðrið og fóru í eyði um vorið. •—
Geta menn skilið, hverinig ástandið
hefur þá verið í Ósgröf: Móðir mín
ein ineð mig, barn á 3. ári, eins
líklegt að Sigríður hefði orðið úti,
allur fénaður á tvístringi og all-
langt til fjárhúsa; eigi að síður
knúðu skepnurnar á hugann og því
sjálfsagt að reyna að bjarga ein-
hverju, eins og allir aðrir mundu
gera. En hvað átti að gera? Jú, lnin
tók það ráð að skilja mig eftir í
rúmi sínu, fékk mér skeifnakassa
föður míns — önnur gull ekki til
og fór svo að færa bey í þann
fénað, sem hún gat náð í. Þegar hún
kom inn undir kvöldið, var aðkom-
an vonum betri: ég var kyrr í rúm-
inu og að rísla mér við skeifurnar,
eins og hún hafði skilið við mig
um morguninn. Sagði ég lienni jiá,
að þegar hún fór út, þá hafi komið
til mín 3 börn og verið lijá mér
meðan hún var úti. „En hvað varð
um þau, þegar ég kom inn?“ sjiurði
hún. „Þau fóru undir borð,“ hafði
ég sagt. (Baðstofan var lítil með
skarsúð og glugga í framgaflhlaði;
borð var undir glugganum og þvi
skuggi undir borðinu). Þannig liðu
8 dagar, ég endurtók sömu söguna,
en að lieim liðnuin vægði svo veður,
að inóður niinnar varð vitjað frá
Skarfanesi og Sigriður komst heim.
Ég vil taka jiað fram, að ég man
ekki nú þennan atburð, en heyrði
móður mína segja frá honum, þegar
ég var kominn nokkuð á legg. Sjálf-