Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 43
HERRA MURPHY FER Á ÞING
41
til þess að fá þau endurnýjuð.
Bændur voru hræddir um, að þeir
gætu eki fengi'ð nægilega marga
bandaríska landbúnaðarverkamenn
til uppskeruvinnunnar. Johnson
forseti skipaði nú W. Willard
Wirtz verkalýðsmálaráðherra að
reyna tafarlaust að finna lausn á
vanda þessum og styðjast þar við
uppástungur Murphys í málinu.
Nýi þingmaðurinn tilkynnti einn-
ig ,að hann mundi gera sitt til þess
að reyna að efla þá viðleitni banda-
rísku upplýsingaskrifstofanna að
sýna bandariskt þjóðlif í sem rétt-
ustu ljósi með hjálp upplýsinga-
starfsemi sinnar meðal erlendra
þjóða. Murphy hafði starfað sem
ráðunautur tengdur þessari starf-
semi á vegum Eisenho"wers forseta
í 6 ár og hafði því öðlazt mikla
þekkingu á starfsemi þessari og
liafði nú margar hugmyndir á
prjónunum henni til eflingar.
Murphy er ekki aðeins fyrrver-
andi leikari, heldur maður, sem
liefur aflað sér sérfræðilegrar þekk-
ingar á ýmsum þjóðfélagslegum við-
fangsefnum og mikillar kunnáttu
á sviði utanríkis- jafnt og innan-
rikismála.
Hann fæddist í borginni Ncw
Haven i Connecticutfylki fyrir 62
árum. Hann gekk i Yaleháskólann,
en á sumrin vann hann i bifreiða-
verksmiðjum í Detroit. í Detroit
kynntist hann Juliette Henkel, sem
vildi halda lil New Yorkborgar til
þess að brjóta sér braut sem dans-
mær. Þau gengu í hjónaband árið
1226. Murphy lék í knattspyrnu-
liði Yaleháskólans, og enn fremur
segist hann alltaf hafa verið góðlir
samkvæmisdansari. Nú tók hann að
æfa dans með sinni ungu brúði,
og hófu þau síðan sýningar i næt-
urklúbbum.
Síðar dansaði liann í mörgum
söngleikjum á Broadway, svo sem
„Good News“, „Hold Everything"
og „Robertu“. í söngleiknum, „Of
Thee I Sing“ lék liann blaðafulltrúa
i Hvíta Húsinu.
Og siðan hélt hann til kvikmynda-
veranna i Hollywood. Hann dans-
aði með Shirley Temple í mynd-
inni „Little Miss Broadway", með
Ginger Rogers í „Tom, Dick and
Harry“ og með Judy Garland i
„Little Nellie Kelly“, en í þeirri
mynd lék hún fyrsta ástarhlutverk
sitt. George Murphy dansaði einnig
með telpuhnátu, er bar nafnið
Elizabeth Taylor, í myndinni
„Chyntia* og með Lönu Turner,
þegar hún var litið dauft smá-
stirni.
Einn vinur Murphys í Beverly
Hills kemst svo að orði viðvíkj-
andi kosningasigri hans: „Ég held,
að það hafi verið kvöldmyndirnar
í sjónvarpinu, sem stuðluðu að
sigri hans. Alltaf þegar maður skrúf-
ar frá sjónvarpinu seint á kvöldin,
þá er verið að sýna þessar gömlu
kvikmyndir, þar sem Murphy
„steppar“ fram og aftur um sjón-
varpsskerminn.“
Fáir kvikmyndahússgestir vissu
samt, að Murphy var einnig á góðri
leið með að afla sér einnig frægðar
utan kvikmyndanna. Hann var
tvisvar kosinn formaður stéttar-
félags kvikmyndaleikara, sem er
eitt af félögum bandaríska verka-
lýðsfélagasambandsins. Enn þá er