Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 65
GUfíiaiA-HERMENNIfíNIfí EfíU KOMNIR
63
föngum þessum hafði einnig verið
sýnd full virðing. Og fyrsta tilraun
hans gafst alveg stórkostlega vel,
en Young segir á þessa leið um
hana: „Ég hélt einn míns liðs á
fund þeirra, en við snerum 3.000
talsins þaðan aftur.“ Ochterlony
skipaði fyrir um frekari liðsútveg-
un meðal Gurkha, og áður en stríð-
inu lauk árið 1816, höfðu verið
myndaðar þrjár Gurkhahersveitir
i her Breta.
Fyrst sigursæla viðureign Gurkh-
anna i samvinnu við Breta var taka
hins mikla virkis Bharatpur árið
1826. Þeir veifuðu sinum ógn-
þrungnu kukri-sverðum óg æptu
sitt gamla vígóp „Ayo Gorkhali!“
(Gurkharnir eru komnir!). Og síð-
an kepptu þeir við brezku her-
mennina um það, hverjir yrðu
t'yrstir inn uin virkisliliðin, sem
skörð höfðu verið rofin í. Bretar
hrópuðu húrra fyrir þeim í viður-
kenningarskyni. Svar Gurkhaher-
mannanna mun lengi í minnum
haft: „Englendingar eru hugrakkir
sem ljón. Þeir eru næstum þvi
jafningjar okkar.“
Ilið fagra Nepalriki, sem er sann-
kallað draumaríki, Shangri-La, er
aðeins 500 mílur á lengd og 100 á
breidd. Það er í undirhlíðum Hima-
layafjalla, og ibúar þess eru um
9 milljónir talsins. Eru þeir annál-
aðir fyrir hreysti og hugdirfsku.
Bretar ráða sér einkum málaliða
meðal 6 herskáustu ættkvísla Gur-
khanna. Allir eru þeir mongólskir
útlits, um 5 fet og 3 þumlungar á
hæð að meðaltali, þrekvaxnir,
skegglausir og með útstandandi
kinnbein. Þeir ern mjög herskáir
og bardagafúsir, skapmiklir, en
búa einnig yfir hjartahlýju. Þeir
eru prýðilegir makar og heimilis-
feður, meta heimilið mikils og eru
mjög skylduræknir. Þeim er næst-
um algerlega ómögulegt að ljúga,
en þeim þykir óskaplega gaman að
blekkja heimska eða mikilláta út-
lendinga. Ungur fréttaritari spurði
nýlega yfirforingja einn i Gurkha-
liðssveit að því í Ilong Kong, hvort
hann lemdi konuna sina. „Auðvit-
að,“ svaraði yfirforinginn, „og þér
getið verið viss um, að ég lem hana
duglega með kukrisverðinu mínu.“
Þeir eru vínmenn, sem þola vel
sinn skammt. í hernum fá þeir
sinn fasta skammt af tollfrjálsu
rommi, en heima búa þeir til bjór
úr korni, og ber hann nafnið janr.
Einnig búa þeir til geysilega sterkt
áfengi, er kallast raksi. Yrðu þeir
að éta eða spila fjárhættu-
spil, er eins víst, að þeir veldu
siðari kostinn. Þeir vilja eiga mörg
börn, og oft fá þeir sér aukakonu,
eiginkonu nr. 2, ef sú fyrsta er ó-
byrja. Þó verða þeir að sætta sig
við þann tepruskap í herbúðum
erlendis að mega aðeins búa þar
með einni eiginkonu.
Gurkhahermennirnir eru þjálfað-
ir i notkun allra nútimavopna, en
þeir nota enn kukrisverð sin með
ógnvænlega góðum árangri i ná-
vígi. I orrustunni við Þjóðverja við
Wadi Akarit í Túnis árið 1943 varð
ég þeirrar ógnvekjandi reynslu að-
njótandi að fylgja á eftir Gurkha-
hersveit eftir að blóðugt návígi
hafði geisað þar uni nóttina. Og
grjóturðin virtist þakin hauslausum