Úrval - 01.06.1965, Side 71
Gjörbylting í myncLlist
síðari tíma er engum meir að
þakka en spánveryanum
Pablo Ruiz Picasso.
Pablo
Ruiz
Picasso
Eftir Mervyn Levy.
AÐ VAR um miðnætti
25. 'október 1881, að
listamaðurinn, sem átti
eftir að valda alda-
hvörfum i listsögunni,
fæddist í borginni Malaga á Spáni.
Barnið var skýrt Pablo Ruiz Picasso.
Faðirinn, Don José Ruiz Blasco,
var prófessor í listum og forstöðu-
maður listasafnsins i borginni.
Hann kvæntist árið 1880 Maríu
Picasso Lojiez og árið eftir fædd-
ist Pablo sonur þeirra. Það munhði
litlu að fyrsta lífsstund barnsins
yrði jafnframt sú síðasta, því að
ljósmóðirin hugði það andvana og
lagði það frá sér á borð. Það var
einungis fyrir snarræði nærstadds
frænda barnsins, að lífi þess varð
bjargað. Hann hraðaði sér eftir
lækni, sem kom i veg fyrir að barn-
ið kafnaði.
Á því leikur enginn vafi, að í
æsku hlaut Picasso góða tilsögn
hjá föður sínum, bæði í málaralist
og öðrum listum, enda var faðir-
inn málari, þótt ekki skaraði hann
fram úr á þvi sviði. Jafnvel áður
en Picasso fór að tala, var hann
farinn að rissa með blýanti, og
strax á barnsaldri sat tiann tím-
unum saman yfir teikningum sín-
um. Seinna hafði hann mjög gam-
an af að rissa myndir i fjörusand-
inn hjá Malaga. Fjórtán ára gam-
all var hann orðinn meistari í
klassiskri teikningu.
Þjóðarskemmtun Spánverja er,
eins og allir vita, nautaatið, og eins
og flest spönsk börn fékk Picasso
að horfa á nautaat þegar á unga
aldri. Nautaatið hafði mikil áhrif
á hann, eins og kemur fram í list
hans bæði fyrr og síðar. Það má
100 Great Lifes
69