Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 91
GJAFA RAM YNDIR í ÍSLENZKUM HANDfílTUM
89
veru sjálft handritið, seni hann
er að gefa, eða hann sést vera að
gefa einhvern kjörgrip, sem er
sjáll'u handritinu óviðkomandi,
nema til að geyma minningu gef-
andans. Fyrrnefnd gerð þessara
gjafaramynda er algjörlega hlið-
stæð gjafaramyndinni í S. Angelo
in Formis. Líkan af kirkjunni er
sýnt inni í kirkjunni og mynd af
handritinu inni i handritinu. Af
þessari gerð er gjafaramyndin í
enska handritinu Charter of New
Minster í Westminster frá árinu
966. Játgeir konungur réttir þar
stofnskrá klaustursins i áttina til
Krists, sem situr uppi yfir innan
í geislabaug. í öðru ensku handriti
Liber Viate (1016—1020), sem er
ártíðaskrá og helgramannasaga frá
klaustrinu New Minster i Wisch-
ester, er gjafaramynd af siðar-
nefnda taginu. Þar er mynd af
Knúti konungi rika og Alfifu
drottningu, þar sem þau setja
kross á altari, en Kristur situr
uppi yfir innan í geislabaug. Þarna
eru gjafararnir að gefa kirkjunni
dýrgrip, en mynd af handritinn
sést ekki.
Um gjafaramyndir í Noröur-
landahandritum frá miðöldum seg-
ir Rune Norherg: „f handritalýs-
ingum hafa gjafaramyndir tiðkazt
um langan aldur, cn eru sjaldgæfar
á Norðurlöndum." Síðan nefnir
hann tvö dæmi, Guðspjaiiabókina
frá Horne og myndina af Peter
Bodilsen í ártiðaskrá Næstved-
klausturs (Næstved klosters döds-
bog). í guðspjallabókinni frá Horne
sjást tvær persónur, karl og kona,
beygja kné sin frammi fyrir heilög-
um biskupi og eru sýnd miklu
minni en hann. Þau eru tómhent,
en fórna höndum eins og í til-
beiðslu eða bæn. Francis Beckett
telur í „Danmarks Kunst“, að bók-
in frá Horne hafi verið í eigu
klausturs Benediktssystra í Basö á
Skáni og að forsíðumyndin styðji
þetta, en hún sýni þá, sem létu gera
bókina eða stofnuðu klaustrið:
karl og konu að tilbiðja lieilagan
biskup. Myndin í guðspjallabókinni
frá Horne ber það ekki með sér,
að um gjafaramynd sé að ræða,
þar sem ekki verður af henni ráð-
ið, hvað manneskjur þessar eru að
gefa, eða hvort þær eru nokkuð að
gefa. Aftur á móti kemur þessi
mynd heim við seinni skilgrein-
ingarlið Rune Norbergs. Myndin af
Peter Bodilsen í Ártíðaskrá Næst-
ved-klausturs er greinilega gjafara-
mynd. Gjafarinn réttir líkan af
klausturkirkjunni að Pétri postula,
sem klaustrið er helgað. Myndin er
þvi af þeirri gerðinni, sem sýnir
gjafarann vera að gefa dýrgrip,
og er athöfnin gerð minnisstæð
með því að sýna hana í ártíðaskrá
klaustursins. Það skal tekið fram,
að báðar þessar bækur eru skrifað-
ar á latneska tungu.
í íslenzku handriti frá 14. öld
er gjafaramynd, sem enginn hefur
veitt eftirtekt hingað til, en er að
mínum dómi mjög sérstæð. Er
hvort tveggja, að hún er i handriti
skrifuð á íslenzka tungu og lýstu
á Islandi, og gjafarinn, sem
er lcikmaður, réttir fram verald-
lega bók til heilagrar þrenningar.
Gjafaramynd þessi er í hinu stóra
og glæsilega lögbókarhandriti í