Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 74

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 74
72 ÚRVAL sem listamanns, heldur og í ger- vallri lífssögunni. Það mætti jafn- vel segja, að nútímalistin fæðist með þessu verki. Enda þótt imp- ressionistinn Cézanne hefði áður boðað það, sem í vændum var, var myndin „Les Demoiselles d’Avig- non“ fyrsta ótvíræða táknið um hina nýju stefnu kúbismans. Og kúbisminn hefur reynzt áhrifam'esti ,,isminn“ í allri nútímalist; áhrifa hans hefur gætt á öllum sviðum hagnýtra tista, allt frá húsagerð til húsgagnasmiða. Picasso gerði sér ljóst, að hér var um nýja og lífræna liststefnu að ræða, sem hlaut að sigra hinar eldri stefnur. Hann sneri því baki við hinni dauða- dæmdu „ljósmyndalist“, sem list- skólarnir kenndn, og skapaði sitt fyrsta verk i stíl kúbismans. í síð- ari verkum Picassos, og einnig i verkum félaga lians, .Braque og Juan Gris, varð þessi nýja stefna öflugri og öll túlluin hennar ein- faldari. Nútíma auglýsingateikning er eitt af þeim sviðum þar sem áhrifa kúbismans gætir mjög, og áhrif hans á form allskonar iðnaðar- varnings blasa hvarvetna við, t. d. hinar beinu linur nýtízku húsgagna. Þessi einfaldleiki formsins staf- ar beinlínis frá kúbismanum og óbeinlínis frá liinni dásamlega frumlegu mynd, sem Picasso mál- aði árið 1907. Sköpun kúbismans, ásamt þeim gífurlegu áhrifum sem sú stefna liefur haft á svo mörgum sviðum nútímalífs, var mesta fram- lag Picassos til listar og lífs vorra daga. Mikinn hluta þess tíma, sem Picasso hefur dvalið í Frakklandi, hefur hann búið nálægt sjó, enda hefur innblástur hans verið frjó- astur í slíku umliverfi. Þrátt fyrir vaxandi frægð og allgóð efni, fór að bera á því upp úr 1932, að hjóna- band þeirra Pablos og Olgu væri að fara út um þúfur. Um þetta leyti hafði hann fengið nýja og fallega fyrirsætu, Marie-Therése Walter að nafni, og mörg verk Picassos á þessu tímabili urðu til fyrir áhrif hennar. Að sjálfsögðu hafði þetta nána samband Picassos við hina fögru fyrirsætu óheppileg áhrif á hjónaband hans ogOlgu.Þau skildu. Picasso sökkti sér niður i starf sitt. Hann málaði og mótaði mynd- ir og orti jafnvel ljóð, sem lilutu lofsamleg ummæli frægra franskra rithöfunda. Árið 1931) braust borgarastyrjöld út á Spáni og hryllilegum ógnum hennar linnti ekki í þrjú ár. Pic- asso var ákafur stuðningsmaður lýðveldissinna, og sigur Francos og fasistanna varð þess valdandi, að hann gat ekki framar heimsótt ættland sitt. Á fyrstu mánuðum styrjaldarinnar bauð spánska lýð- veldisstjórnin Picasso forstöðu Prado listasafnsins i Madrid. Pic- asso hafði ekki haft teljandi áhuga á stjórnmálum áður, en hann þáði boðið til þess að votta málstað lýð- veldissinna samúð sína. Tæpu ári eftir lok spönsku borgarastyrjaldar- innar varð Picasso vottur að ó- sigri Frakklands, sem hafði verið honum sem annað föðurland svo lengi. Skömmu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar gekk Picasso í franska kommúnistaflokkinn. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.