Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
kostaði tii þess 4,5 milljónum doll-
ara i Jordell Bank, Bandaríski flug-
herinn 15 milljónum dollara í
Tyngsboro í Massachusettes. Verk-
taki í Turin bauðst til að smíða og
setja upp diskloftnet fyrir 3200
dollara. Er piltarnir fóru að athuga
bankainnistæðu Torre Bert-stððv-
arinnar, reyndist hún 30 dollarar.
Eina lausnin á þessum vanda var
að sjálfsögðu sú sama, sem þeir
voru orðnir vanir: að byggja loft-
netið sjálfir.
Á ruslahaugum fundu þeir rðr,
sem þeir notuðu í grind loftnets-
ins, stýrishjól úr bil, sem nota mátti
til að snúa loftnetinu með, og legur
úr vörubíl, sem þeir notuðu fyrir
undirstöðu undir allan útbúnað-
inn, sem vó um hálfa aðra lest.
Með einstakri hugvitssemi útbjuggu
þeir önnur tæki: 4x12 feta hjálm,
sem sýndi með ljósmerkjum stöðu
gervihnattarins á hverri tiltekinni
stundu; annan hjálm, sem fylgdist
með tunglskotum; hlustunarborð
með þremur gömlum segulböndum,
sem tók upp boðsendingar frá
gervihnöttum. Að öllu samtöldu
var þetta furðulega nákvæm eftir-
líking af hlustunarsalnum á
Kennedyliöfða,hinu fjarlæga undra.
landi i draumum þeirra.
Vegna skorts á bókasafni eða
fjárhagsgetu til að kaupa tækni-
tímarit, urðu hinir ungu geimhlust-
endur að finna sjálfir upp tæki,
sem þegar voru til, en sem þeir
höfðu enga hugmynd um. Sem
dæmi má nefna hljóðsíu, sem eyð-
ir aukahljóðum utan úr geimnum.
Einnig fundu þeir upp aðferðir
til að ákveða hvort hljóðmerki
kæmu frá jörðinni eða þá farar-
tæki á hreyfingu. En eitt mesta af-
rek þeirra, sem lcrafðist afar mik-
illa og nákvæmra athugana, var að
finna nákvæma bylgjutíðni rúss-
neskra leitarstöðva. Sem stendur
hafa þeir fundið tíðni sex slíkra
stöðva og geta stillt á þær að vild.
Eftir því sem stöð þeirra varð
yfirgripsmeiri og margbrotnari,
varð bræðrunum ljóst, að þeir
þyrftu aðstoð til þess að starfrækja
hana. Þeir fengu því i lið með sér
15 áhugamenn í geimferðum, flesta
rúmlega tvítuga að aldri. Systir
bræðranna, Maria Theresa, fram-
gjörn og lagleg unglingsstúlka, fékk
eitt erfiðasta hlutverkið. Hún átti
að læra rússnesku, svo að hún gæti
þýtt orðsendingar frá mönnuðum
sovézkum geimförum. Hún kann nú
rússnesku eins og móðurmálið.
Næsta takmark bræðranna var
að koma á og skipuleggja þráð-
lausa fréttaþjónustu um gervalla
jörðina. Unnusta Gians, Laura Fur-
batto, fékk það starf, að hlera uppi
aðra áhugamenn í geimhlerun víðs-
vegar um hnöttinn — frá Tahiti í
Kyrrahafi til Angola i Afríku og
Argentínu í Suður-Ameríku. Þann-
ig varð til áhugamannakerfið Zeus,
sem telur 17 stöðvar, sem hafa
samband sín á milli á stuttbylgjum.
Þegar svo starfsliðið á litlu ítölsku
stöðinni kemst á snoðir um, að hjá
Rússum standa yfir undirbúnings-
æfingar fyrir geimskot, gera þeir
öðrum Zeusstöðvum aðvart, svo að
þeir séu viðbúnir að leita uppi og
fylgjast með gervihnettinum, þegar
tíminn er kominn.
Torre Bert-stöðin, sem að jafn-