Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL verði komizt í gegn, en víSa er þó um að ræða skörð í þessa iöngu fjallgarða. Eitt þessara skarða er „Mæriska hliðið“, eitt af lægstu fjailaskörð- unum milli áðurnefndra sléttlenda. Og við skarð þetta stóð fyrir um 40.000 árum litið steinaldarþorp. Þetta hlýtur að hafa verið kaldur bústaður, því að einum 100 mílum til norðurs gat að líta suðurrönd liinnar risavöxnu íshettu, er teygði sig frá norðurheimsskauti allt suð- ur á meginland Evrópu. Að vetr- inum ríkti ískuldi ánorðurevrópsku sléttunni, en þegar hið stutta sum- ar kom að lokum, skaut safamikið gras og ýmsar kjarnjurtir upp koll- inurn. Og um leið lögðu risastórir dýrahópar af stað frá suðurslétt- unni norður á bóginn til nýrra haglenda. Það voru vísundar, anti- lópur og hirtir. Og mörg þessara dýra völdu einmitt leiðina um Mæriska hliðið á leið sinni norð- ur á bóginn. Hreindýr og sauðnaut voru auðveld viðureignar, og veiði- mennirnir í þorpinu litla létu hend- ur standa fram úr ermum, er hjarð- irnar birtust. En þeir hafa sjálf- sagt skimað með alveg sérstakri eftirvæntingu eftir hópum sérstakra dýra, sannkallaðra furðudýra -— og einn góðan veðurdag birtust þau svo! Veiðimennirnir gátu komið auga á þau, löngu áður en þau komu á móts við þorpið, þvi að dýr þessi voru hærri og stórvaxnari en öll önnur dýr, sem ferðuðust á milli sléttanna. Þau liktust næstum risa- stórum hjörgum, sem virtust velta niður fjallaskarðið. Fullvöxnu dýr- in voru næstum tvöfalt hærri en steinaldarmennirnir, og líkami þeirra var alþakin löngu, dökk- brúnu og svörtu hári. Á risavöxnu höfðinu var langur rani og tvær ógnvekjandi, bognar skögultennur. Það voru mammútarnir, loðfílarnir, sem þarna voru á ferð. Þessi sannkölluðu kjötfjöll voru allt of freistandi til þess, að veiði- mennirnir leyfðu þeim að halda hjá garði óáreittum. Skrokkur af einum mammút nægði öllu þorp- inu í matinn í nokkurn tíma. Að vísu voru veiðar þessara dýra ekki með öllu hættulausar, en veiði- mennirnir við fjallaskarðið höfðu gert mammútaveiðar að sérgrein sinni. Ekki vita menn með vissu, hvernig þeim hefur í rauninni tek- izt að ráða niðurlögum þessara slóru dýra, en líklega hafa þeir fyrst og fremst ráðizt gegn ungvið- inu. En það er ekki fyrr en 400 öld- um síðar, eða um 40.000 árum, að vísindunum berast sönnunargögn um afrek mammútaveiðimannanna. í byrjun 19. aldar fannst þannig töluvert af risavöxnum beinum i jörðu nálægt litla bænum Pred- most rétt við op Mæriska liliðsins, og árið 1842 var byrjað á upp- greftri, sem hefur síðan verið haldið þar áfram öðru hverju. Á tiltölulega litlu svæði hafa fundizt þar bein af yfir 600 mammútum, þar af á árunum 1925—’29 af yfir 60 dýrum. Þessir beinafundir urðu óræk sönnunargögn, fyrir því, að menn voru uppi á sama tima og þessi fornaldarfíll, sem menn tóku nú smám saman að skapa sér mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.