Úrval - 01.06.1965, Síða 20
18
ÚRVAL
verði komizt í gegn, en víSa er þó
um að ræða skörð í þessa iöngu
fjallgarða.
Eitt þessara skarða er „Mæriska
hliðið“, eitt af lægstu fjailaskörð-
unum milli áðurnefndra sléttlenda.
Og við skarð þetta stóð fyrir um
40.000 árum litið steinaldarþorp.
Þetta hlýtur að hafa verið kaldur
bústaður, því að einum 100 mílum
til norðurs gat að líta suðurrönd
liinnar risavöxnu íshettu, er teygði
sig frá norðurheimsskauti allt suð-
ur á meginland Evrópu. Að vetr-
inum ríkti ískuldi ánorðurevrópsku
sléttunni, en þegar hið stutta sum-
ar kom að lokum, skaut safamikið
gras og ýmsar kjarnjurtir upp koll-
inurn. Og um leið lögðu risastórir
dýrahópar af stað frá suðurslétt-
unni norður á bóginn til nýrra
haglenda. Það voru vísundar, anti-
lópur og hirtir. Og mörg þessara
dýra völdu einmitt leiðina um
Mæriska hliðið á leið sinni norð-
ur á bóginn. Hreindýr og sauðnaut
voru auðveld viðureignar, og veiði-
mennirnir í þorpinu litla létu hend-
ur standa fram úr ermum, er hjarð-
irnar birtust. En þeir hafa sjálf-
sagt skimað með alveg sérstakri
eftirvæntingu eftir hópum sérstakra
dýra, sannkallaðra furðudýra -—
og einn góðan veðurdag birtust þau
svo!
Veiðimennirnir gátu komið auga
á þau, löngu áður en þau komu
á móts við þorpið, þvi að dýr þessi
voru hærri og stórvaxnari en öll
önnur dýr, sem ferðuðust á milli
sléttanna. Þau liktust næstum risa-
stórum hjörgum, sem virtust velta
niður fjallaskarðið. Fullvöxnu dýr-
in voru næstum tvöfalt hærri en
steinaldarmennirnir, og líkami
þeirra var alþakin löngu, dökk-
brúnu og svörtu hári. Á risavöxnu
höfðinu var langur rani og tvær
ógnvekjandi, bognar skögultennur.
Það voru mammútarnir, loðfílarnir,
sem þarna voru á ferð.
Þessi sannkölluðu kjötfjöll voru
allt of freistandi til þess, að veiði-
mennirnir leyfðu þeim að halda
hjá garði óáreittum. Skrokkur af
einum mammút nægði öllu þorp-
inu í matinn í nokkurn tíma. Að
vísu voru veiðar þessara dýra ekki
með öllu hættulausar, en veiði-
mennirnir við fjallaskarðið höfðu
gert mammútaveiðar að sérgrein
sinni. Ekki vita menn með vissu,
hvernig þeim hefur í rauninni tek-
izt að ráða niðurlögum þessara
slóru dýra, en líklega hafa þeir
fyrst og fremst ráðizt gegn ungvið-
inu.
En það er ekki fyrr en 400 öld-
um síðar, eða um 40.000 árum, að
vísindunum berast sönnunargögn
um afrek mammútaveiðimannanna.
í byrjun 19. aldar fannst þannig
töluvert af risavöxnum beinum i
jörðu nálægt litla bænum Pred-
most rétt við op Mæriska liliðsins,
og árið 1842 var byrjað á upp-
greftri, sem hefur síðan verið
haldið þar áfram öðru hverju. Á
tiltölulega litlu svæði hafa fundizt
þar bein af yfir 600 mammútum,
þar af á árunum 1925—’29 af yfir
60 dýrum. Þessir beinafundir urðu
óræk sönnunargögn, fyrir því, að
menn voru uppi á sama tima og
þessi fornaldarfíll, sem menn tóku
nú smám saman að skapa sér mynd