Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 99
Svo spurði Iíitler, þegar augljóst var orðið að Bandamenn
mundu brátt taka borgina aftur. Hann átti von á, að liún
stæði í björtu báli, því að fynrskipanir hans liöfðu verið
grimmilega skýlausar: Höfuðborg Frakklands skyldi lögð í
rústir, áður en liún yrði yfirgefin.
Ráðabrugg frónsku kommúnistanna um París var álíku
gnmmilegt: vopnuð uppreisn gegn Þjóðverjum, sem þeir von-
uðu að mundi leggja þeivi í hendur yfirráð alls Frakklands.
„París er þess virði að hún kosti líf 200000 íbúa hennar,“
sagði einn leiðtogi kommúnista hispurslaust.
Það má teljast kraftaverk að París skyldi lifa af heims-
styrjöldina, og sagan af því og hvernig Bandamönnum og
Gharles de Gaulle hershöfðingja tókst á dásamlegan hátt að
frelsa hana úr höndurn Þjóðverja er sérlega æsandi og ftdl
aj nýjum og furðulegum fróðleik.
göngum borgarinnar voru varð-
ldefar, sem vörnuðu Parísarbúum
að ganga á sínum eigin gangstétt-
um. Vélbyssur á steyptum undir-
stöðum afskræmdu göturnar; það
úði og grúði af leiðarvísum úr
timbri, sem með svartletruðum
örmum sínum vísuðu hinum þýzku
ökumönnum leið til jafn ófranskra
ákvörðunarstaða eins og Der Mili-
tárbefehlshcibar inFrankreich (her-
stjórnin í Frakklandi) og Generai
der Luftwaffe Paris (yfirmaður
flughersins í París). Og nú hafði
bætzt við nýr leiðarvísir, sem á
stóð: Zur Normandie Front (til
vigstöðvanna í Normandi).
Eftir miðnætti var útgöngubann.
Ef Þjóðverjar hittu Parísarbúa úti
eftir þann tima, færðu þeir hann
til höfuðstöðva des Feldgendarm-
í FJÖGUR ÁR — frá
þvi í júní 1940 — höfðu
Parisarbúar orðið að
þola auðmýkingu og
ógnir þýzkrar hersetu.
Þeir höfðu orðið að gera sér að
góðu að búa við daglegar hergöng-
ur grænklæddra herflokka, sem
þrömmuðu á járnslegnum stígvél-
um eftir Champs Elysés. Þeir höfðu
orðið að venjast þvi, að sjá aldrei
fána síns eigin lands, en horfa
stöðugt á hinn mikla rauða fána
með svarta hakakrossinum blakta
á Eiffelturninum, og jafnvel að
heyra næturöskrin, sem bárust
gegnum þykka veggina í Fochstræti
nr. 74 og Sussaiesgötu nr. lt, þar
sem Gestapo hafði skrifstofur sín-
ar.
Meðfram hinum glæsilegu boga-
97