Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 14
Með heimagerðum rafbúnaði fylgjast tveir
ungir Italir með rússneskum gervihnöttum
gert furðulegar u'ppgötvanir
og hafa
Furðulegir ítalskir
áhugamenn
í geimhlerun
Eftir D. J. Ratcliff.
SÁ óhugnanlegi mögu-
leiki er til, að löngu
dauður rússneskur
geimfari sé á fleygiferö
um geiminn með mörg
þúsund mílna hraða á klukkustund
—- fórnardýr sovézks geimskots
sem hafði tekið skakka stefnu. Þar
sem líkami hans er vel varðveitt-
ur, hraðfrystur, ltann hann að
verða einmana ferðalangur i geimn-
um um ókomnar aldir.
Furðulegur, nýlega stofnaður
félagsskapur fristundamanna — á-
hugamanna um geimhlerun — hef-
ur fært líkur að því, að slikur
draugaferðalangur kunni að vera
til. Eins og þeir, sem fyrst voru
að þreifa sig áfram í útvarpstækni,
hafa þessir snjöllu áhugamenn
sett saman tæki sín sjálfir. Tækj-
um sem hefðu kostað rikisstjórn-
irnar mörg hundruð þúsund doll-
ara, hafa þeir oft komið upp fyrir
nokkur hundruð dollara — úr
slíku úrgangsrusli eins og hænsna-
neti, notuðum pípum og gömlum
útvarpstækjum. Jafnvel fagmenn
eru fullir aðdáunar á tækjum þeirra
til að hlusta á geimfara og leita uppi
og fylgjast með gervihnöttum.
Af hinum mörgu leitarstöðvum
áhugamanna, sem nú eru á við og
dreif um jörðina, er hin furðu-
legasta og fullkomnasta í hinu litla
friðsama þorpi San Maurizio
Canavese, 12 mílur fyrir utan Tur-
in á Ítalíu. Enda þótt mikill hluti
tækjanna sé ýmist heimagerður
e'ða síðan i siðari heimsstyrjöld-
inni, virðist stöðin vera ágætlega
starfhæf. Ódýrar eldhúsklukkur á
veggnum sýna Greemvich meðal-
tíina, staðartíma i Moskvu, Kenne-
12
Readers Digest