Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 25
LOÐNI MAMMÚTINN
23
vafa um, að „niammúturinn“ var
sama skepnan og Elephas primi-
genius.
Tæpum aldarhelmingi eftir að
þessi skoðun Blumenbachs kom
fram, benti fundur ensks forn-
leifafræðings til þess, að menn
höfðu verið uppi á sama tima og
mammútinn. Aldarfjórðungi síðar
fann Frakki einn fyrstu fornaldar-
teikninguna af mammút á veggjum
í Chabothellunum i Sevennerfjöll-
unum í Suður-Frakklandi. Og 6
árum síðar varð svo fundurinn við
Predmost lokasönnun þess, að
menn höfðu verið uppi á sama tíma
og mammútinn og að þeir höfðu
jafnvel stundað mammútaveiðar.
Danskur prófessor, Steenstrup að
nafni, hélt því fram, að þetta væri
rangt, heldur hefðu aurskriður og
snjóflóð grandað heilum hjörðum
mammúta. Hann áleit, að menn
hefðu ekki verið uppi á þeim tíma,
en er þeir hefðu svo komið á vett-
vang á síðari öldum, hefðu þeir lagt
sér til munns þessar matarbirgðir
i „ísskáp“ Móður Náttúru og teikn-
að hugmyndir sínar um dýr þessi
á hellisveggi sína. Prófessorinn og
aðrir, sem voru á sömu skoðun,
urðu samt siðar að gefast upp, því
að jarðfræðingar héldu því fram,
að risajöklar, sem hefðu getað
valdið sliku jarðraski, hafi aldrei
getað verið til á svæðinu við Pred-
most, heldur mildu norðar. Einnig
höfðu fundizt örvaroddar og kast-
steinar innan um skrokkana við
Predmost. Þvi var það álitið full-
sannað, að veiðimenn hefðu verið
hér á ferð.
Þvi er ei lengur neinn vafi á
því, að menn og mammútar voru
uppi á sama tíma á sama stað!
En hvert hélt þessi heimskauta-
fíll? Það vita menn ekki, aðeins
að hann er horfinn að eilífu. Og
einnig átti það fyrir vísindamönn-
unum að liggja að fá að sjá raun-
verulegan mammút — af holdi og
blóði, en að vísu dauðan. Rúss-
neskur jurtafræðingur, Adams að
nafni heyrði um fund skrokksins
við mynni Lenafljótsins og hélt
þangað til þess að sjá kempuna
með eigin augum. Refir og úlfar
höfðu gætt sér þar óspart á krás-
unum, áður en Adams komst þang-
að, en honum tókst þó að bjarga
sjálfri beiniagrindlinni, smásnepli
af öðru eyranu, sem var þakið
mjúku hári, öðru auganu, heilanum,
töluverðu af sinum ásamt fótunum
og miklu af húðinni. Adams bjó
vandlega um þetta allt saman og
sendi það til Leningrad. Þennan
mammút er hægt að skoða í nátt-
úrugripasafninu þar.
Siðan fannst hver mammútinn
á fætur öðrum. Hingað til hafa
fundizt 39 meira eða minna vel
varðar leifar af mammútum í jörð
í Síberíu. En auk mammútsins við
mynni Lenafljótsins voru aðeins
3 aðrir í nokkurn veginn heilu
lagi. Árið 1899 fannst góður skrokk-
ur við Berezovkaána, árið 1906 á
Stóru Lyakhoveyju og árið 1907
við Sanga-Yurakhána. Siðasti
mammútinn fannst svo á Taimyr-
skaga árið 1948, en fleiri eiga
örugglega eftri að finnast í fram-
tíðinni.
Þessar leifar hafa veitt marg-
víslegar upplýsingar um mamm-