Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 25

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 25
LOÐNI MAMMÚTINN 23 vafa um, að „niammúturinn“ var sama skepnan og Elephas primi- genius. Tæpum aldarhelmingi eftir að þessi skoðun Blumenbachs kom fram, benti fundur ensks forn- leifafræðings til þess, að menn höfðu verið uppi á sama tima og mammútinn. Aldarfjórðungi síðar fann Frakki einn fyrstu fornaldar- teikninguna af mammút á veggjum í Chabothellunum i Sevennerfjöll- unum í Suður-Frakklandi. Og 6 árum síðar varð svo fundurinn við Predmost lokasönnun þess, að menn höfðu verið uppi á sama tíma og mammútinn og að þeir höfðu jafnvel stundað mammútaveiðar. Danskur prófessor, Steenstrup að nafni, hélt því fram, að þetta væri rangt, heldur hefðu aurskriður og snjóflóð grandað heilum hjörðum mammúta. Hann áleit, að menn hefðu ekki verið uppi á þeim tíma, en er þeir hefðu svo komið á vett- vang á síðari öldum, hefðu þeir lagt sér til munns þessar matarbirgðir i „ísskáp“ Móður Náttúru og teikn- að hugmyndir sínar um dýr þessi á hellisveggi sína. Prófessorinn og aðrir, sem voru á sömu skoðun, urðu samt siðar að gefast upp, því að jarðfræðingar héldu því fram, að risajöklar, sem hefðu getað valdið sliku jarðraski, hafi aldrei getað verið til á svæðinu við Pred- most, heldur mildu norðar. Einnig höfðu fundizt örvaroddar og kast- steinar innan um skrokkana við Predmost. Þvi var það álitið full- sannað, að veiðimenn hefðu verið hér á ferð. Þvi er ei lengur neinn vafi á því, að menn og mammútar voru uppi á sama tíma á sama stað! En hvert hélt þessi heimskauta- fíll? Það vita menn ekki, aðeins að hann er horfinn að eilífu. Og einnig átti það fyrir vísindamönn- unum að liggja að fá að sjá raun- verulegan mammút — af holdi og blóði, en að vísu dauðan. Rúss- neskur jurtafræðingur, Adams að nafni heyrði um fund skrokksins við mynni Lenafljótsins og hélt þangað til þess að sjá kempuna með eigin augum. Refir og úlfar höfðu gætt sér þar óspart á krás- unum, áður en Adams komst þang- að, en honum tókst þó að bjarga sjálfri beiniagrindlinni, smásnepli af öðru eyranu, sem var þakið mjúku hári, öðru auganu, heilanum, töluverðu af sinum ásamt fótunum og miklu af húðinni. Adams bjó vandlega um þetta allt saman og sendi það til Leningrad. Þennan mammút er hægt að skoða í nátt- úrugripasafninu þar. Siðan fannst hver mammútinn á fætur öðrum. Hingað til hafa fundizt 39 meira eða minna vel varðar leifar af mammútum í jörð í Síberíu. En auk mammútsins við mynni Lenafljótsins voru aðeins 3 aðrir í nokkurn veginn heilu lagi. Árið 1899 fannst góður skrokk- ur við Berezovkaána, árið 1906 á Stóru Lyakhoveyju og árið 1907 við Sanga-Yurakhána. Siðasti mammútinn fannst svo á Taimyr- skaga árið 1948, en fleiri eiga örugglega eftri að finnast í fram- tíðinni. Þessar leifar hafa veitt marg- víslegar upplýsingar um mamm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.