Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
verksins ,sem vinna skal. Emerson
sagði: „Það sem þú ert þrumar
svo hátt, að ég heyri ekki hvað
þú segir.“
Það var varla við því að búast,
að hinn veraldarvani, franski höf-
uðsmaður, Robert de Baudricourt,
tryði því, sem sveitastúlkan sagði
um himnesku raddirnar eða tæki
mark á þeirri fullyrðingu hennar,
að hún gæti áfrekað það, sem her
krónprinsins gat ekki. Samt gaf
hann heilagri Jóhönnu fyrsta sverð-
ið, sem luin eignaðist.
Lif okkar flestra einkennist af
efa og skorti á sannfæringu. Við
efumst um að við séum á réttri
hillu í lifinu, og' við veltum því
fyrir okkur, hvort nokkuð sé yfir-
leitt eins mikilvægt og það er talið.
Ösjálfrátt bíðum við eftir að heyra
skipandi rödd, rödd sem hel'ur
vald til að segja: „Ég veit sannleik-
ann.“ Jesús hafði ekki slíkt vald.
Jafnvel menn af æðri. stéttum
urðu fyrir áhrifum frá honum.
Jesú tafði ekki við í Jerúsalem
nema einn eða tvo daga, þegar
harið var að dyrum hjá honum um
nótt. Gesturinn Nikódcmus, einn af
helztu mönnum borgarinnar og
yfirdómari. Þetta var merkilegur
fundur — annarsvegar ungur og
næstum óþekktur predikari, en á
hinn bóginn höfðingi, sem var
bæði liálf forvitinn og liálf sann-
færður. Jesús gat auðvitað sagt:
„Ég þakka heimsókn yðar, herra.“
En samtalið fór ekki fram í þessum
dúr. Það er dirfska í orðum Jesú:
„Sannlega, sannlega segi ég þér,
Nikódemus, þú kemst ekki inn i
guðsríkið, nema þú endurfæðist.“
Og nokkru siðar: „Ef þú trúir ekki,
þegar ég segi þér frá jarðneskum
hlutum, hvernig muntu þá trúa,
ef ég segi þér frá himneskum?“
Hinn tigni gestur gleymdi aldrei
áhrifunum, sem sjálfstraust þessa
unga manns hafði á hann. Á nokkr-
um vikum varð mannfjöldinn við
Gaiileuvatnið fyrir sömu áhrifum.
Fólkið var vant því að hlusta á
ræður Faríseanna og hinna skrift-
lærðu langar, flóknar ræður með
tilvitnunum í lögmálið. En þessi
kennimaður var frábrugðinn. Hann
vitnaði ekki í neinn — lians eigin
orð nægðu. Hann kenndi „eins og
sá, sem valdið hefur, en ekki eins
og hinir skriftlærðu."
Hin brennandi sannfæring var
frumskilyrði þess, að Jesú tókst
að vinna ætlunarverk sitt. Annað
skilyrði var hin mikla mannþekk-
ing hans. Vinum Jesú hlýtur að
hafa blöskrað, þegar þeir fréttu,
hverskonar menn hann hafði valið
sér fyrir lærisveina. Þetta voru
allt óbreyttir almúgamenn, sem
ekkert höfðu afrekað —- fiskimenn.
iðnaðarmenn — og einn tollheimtu-
maður. Jesús hafði valið sér fylgis-
menn, en hann átti eftir að kenna
þeim og þjálfa þá. En hann var
gæddur takmarkalausri þolinmæði.
Kirkjan hefur talið lærisveinana
helga menn, en þeir voru langt
frá því að vera heilagir, þegar liann
tók þá að sér. í þrjú ár, nótt sem
dag, reyndi hann að koma þeim í
skilning um boðskap sinn, en þeir
skildu hann aldrei til fullnustu.
Þrátt fyrir allt, sem hann sagði
eða gerði, voru þeir vissir um, að
hann ætlaði að hrekja Rómverja