Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 26
24
ÚRVAI.
útinn. Hann er síðasta fornaldar-
dýrið, og þaS af fornaldardýrunum,
sem menn vita mest um, ef til vill
meira en sum þeirra dýra, sem
lifa enn þann dag i dag. Einkum
hafa fariS fram ýtarlegar rann-
sóknir á skrokkunum, sem fundust
við Berezovka og á Taimyrskaga.
Teknir voru bútar af vöðvum og
sinum Berezovkamammútsins,
einnig taugum og æðum og gengið
frá þessum sýnishornum i vökvum,
svo að þau geyinist óskemmd. Milli
maga og og þindar skepnunnar
fannst stór klumpur af storknu
hlóði, svo að þannig gafst tæki-
færi til þess að rannsaka blóð
hennar. Sú rannsókn leiddi i Ijós,
að mammútinn var náskyldur ind-
verska filnum, enda líktist hann
honum mcst, en aftur á móti var
hann gerólíkur þeim afríska.
Berezovkamammútinn er nú út-
troðinn á náttúrugripasafninu i
Leningrad, en þar er heill salur af
mammútaleifum. Skrokkur hans var
í mjög góðu ásigkomulagi, og lik-
lega hefur það orðið tii jicss að
koma þeirri sögusögn á krcik, að
vísindamennirnir hafi getað búið
sér til veizlumáltíð úr skrokknum.
Lesa má þessa furðusögu í mörg-
um bókum um mammútinn enn
þann dag i dag. Það er alltaf leitt
að þurfa að afsanna skemmtilegar
sögur. Að vísu virtist kjötið líta
xit sem ferskt væri, en af því var
slikur óþefur, að vísindamenn-
irnir hefðu þurft að liafa til að
bera sjúklega rannsóknarástriðu tii
þess að leggja sér slíkt til munns.
Leiðangursforinginn vísar einnig
öllum slíkum tilgátum á hug. En
þó átu sleðahundarnir með góðri
lyst þá kjötbita, sem vísindamenn-
irnir skáru úr skrokknum og köst-
uðu til þeirra.
Nú vita menn einnig, á hverju
mammútarnir lifðu. Innihold mag-
ans í sumum þeirra hefur sem sé
varðveitzt óskemmt allan þennan
tima. Einum þeirra hafði jafnvel
ekki gefizt timi til þess að kingja
síðasta munnbitanum, er hann féll.
í maga skepnunnar fundust ýmis
grös, sem benda til þess, að þá hafi
ríkt hlýrra loftslag á þessum slóð-
um en nú er raunin. Þessar grasa-
og jurtategundir finnast þó enn
þann dag i dag í norðurliluta Sí-
beríu. Fyrst þessi gróður þrífst
samt enn á þessum slóðum, hví
skyldu mammútarnir þá liafa dá-
ið út? Vísindamenn eru ekki á
sama máli um það, hvenær þessir
síberísku mammútar dóu út, en
rússneskir „ vísindamenn álíta sig
hafa sannprófað, að það séu ekki
nema um 4.000—5.000 ár síðan
mammútarnir reikuðu um síber-
ísku túndrurnar.
Manninum hefur jafnvel verið
kennt um það, að þessi furðuskepna
skuli ekki enn vera til, en þó mun
ekki vera rétt að ásaka hann um
þetta. Beinin, sem fundust við
Mæriska hliðið, voru fyrst og fremst
af ungum og hálfvöxnum mamm-
útum. Sé haldið áfram að drepa
ungviðið í flolckum, er það aug-
sýnilegt, að flokkurinn týnir smám
saman tölunni og deyr kannske
alveg út að lokum. Við vitum ekki,
hversu stórir mammútaflokkarnir
voru, en það er auðvitað mögulegt
að veiðarnar i Evrópu hafi orðið til