Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 39
DRAUMÓRAKENNDAR STAÐREYNDIR
37
sú eina, er til greina getur komið.
Ef litið er á myndir af Nazcaslétt-
unni, líkjast þær helzt lendingar-
brautum í flughöfn. Synir sólarinn-
ar komu af himnum?
Prófessor Mason gætir þess vel
að tala ekki um slíkar sagnir, en
segir einungis, að gamlar sagnir
frá Mexíkó minnist á trúarhrögð,
sem byggi á hornafræSi, en um
slíkt finnist ekkert annað dæmi í
trúarbragðasögunni. Þá bætir hann
við að goðsagnir eldri en frá tím-
um Inkanna tali um byggð á öðrum
hnöttum og að guðirnir hafi komið
til jarðar frá Sjöstirninu.
Okkur á eklcert að vera á móti
skapi að viðurkenna: að hingað
til jarðar hafi komið verur frá
öðrum hnöttum; að jafnvel kjarn-
orkumenning geti hafa horfið spor-
laust; að vísindi og tækni hafi áð-
ur náð svipuðu stigi og við stönd-
um á nú; að leifar gleymdrar þekk-
ingar megi finna i ýmsum helgi-
vígslum fámennra hópa, og jafnvel
í hagnýtu formi í notkun töfra.
Þar með er ekki sagt, að við trúum
hverju sem vera skal, en i næsta
kafla bókarinnar munum við sýna
fram á, að svið hugvísinda er langt
um yfirgripsmeira, en margir ætla.
Með því að krefjast allra staðreynda
vafningalaust, og með þvi að rann-
saka allar tilgátur, sem fram kunna
að koma við athugun staðreynd-
anna, og enn fremur með þvi að
vera á verði gegn fyrirframskoðun-
um, gæti einhver snjall mannfræð-
ingur á horð við Darwin eða Kóper-
nikus skapað nýja fullkomna vís-
indagrein. Þó yrði slíkur maður
að fylgjast með því, að hlutlæg at-
hugun á fortíðinni héldist í hend-
ur við nýjasta árangur af rannsókn-
um í sálarfræði, eðlisfræði, efa-
fræði og stærðfræði. Þá gæti kom-
ið í ljós, að alls ekki sé hún óhrekj-
anleg— sú kenning, að mannleg
greind og gáfnafar séu í stöðugri
en liægri framför og að þekking
mannanna aukist þar af leiðandi
jafnt og þétt, heldur sé kenning-
in aðeins tabu eða helgisetning,
sem við nútímainenn höfum skapað
til að okkur finnist það vera við
sjálf, er njótum ávaxtanna af striti
mannsandans á liðnum tímum. Því
gæti það ekki hafa átt sér stað
á liðnum menningarskeiðum, að
menn hafi í leiftursvip skynjað
innsta kjarna þekkingarinnar? í
lífi einstaklinga verður stundum
innblástur eða hugsýn, skyndileg
og leiftrandi opinberun afburða-
mannanna og því skyldi það ekki
hafa gerzt oft í mannkynssögunni.
Túlkum við eklci ranglega þær fáu
minningar, sem til eru um slíkt,
þegar við ségjum, að þetta séu goð-
sagnir, helgisögur eða töfrar.
Ef einhver sýndi mér mynd af
manni svífandi í loftinu og ég væri
viss um að myndin væri ekki svik-
in, þá dytti mér ekki í hug að segja
Hér er sagan um Ikaros, heldur
segi ég blátt áfram: Maðurinn er
að stökkva. Hví skyldu ekki geta
gerst slík augnablik innan menn-
ingarinnar?
Við getum nefnt fleiri staðreynd-
ir, komið fram með aðrar sam-
líltingar og fleiri tilgátur. Við vilj-
um einnig ítreka, að þó að ýmsar
fjarstæður luinni að finnast í þess-
ari bók, ætti það ekki að koma