Úrval - 01.01.1968, Síða 8

Úrval - 01.01.1968, Síða 8
6 ÚRVAL honum í 10 eða 12 daga, ef hann væri sparneytinn. Hann hafði keypt 80 pund af silungi til að færa konu sinni, en silungurinn var harðfrosinn. Hann fann í björgun- arútbúnaðinum, flugelda, riffil og fimm stokka af eldspýtum og exi. Gauchie smeygði sér í svefnpok- ann, eftir að hafa rannsakað birgð- irnar og sofnaði þegar leið á nótt- ina. SOS í SNJÓNUM. Næsta dag var frostið 11 stig. Lausamjöllina skóf á ísnum á þessu einmanalega vatni. Gauchie áætlaði, að hann væri staddur eins og 400 metra frá ströndinni, og flugvél, sem flygi yfir ætti að eiga auðvelt með að sjá hann. En flygi bara nokkur flugvél yfir? Hann var ekki á alfaraleið flugvéla, og aðal- leitin, sem myndi byggjast á flug- áætlun hans, yrði 100 mílum suð- austar. Hann hellti nokkru af þeirri olíu, sem hann átti eftir 1 pottinn sem hann kveikti eld í til að hita upp vélina og þegar hann hafði kveikt eld í honum lét hann pott- inn undir rafhlöðurnar. Hann reyndi enn . . . . Mayday, Mayday ... en það var ekkert svar. Honum datt í hug, að reyna að endurbæta loftnetið með því að setja niður tré fyrir aftan vélina og festa í það loftnetinu. Hann gekk í átt til strandarinnar og leit- aði þar uppi ungt tré, sem hann rak niður í snjóinn 50 metrum fyr- ir aftan vélina. Loftnetið, sem átti að vindast ofan af hjóli ofan á belgnum, sat nú fast, og hann glímdi daglangt við að losa það. Þegar honum hafði loks tekizt það, ríkti sama þögnin eftir sem áður í tækjunum. Hann var orðinn þreyttur og gleypti einn sykur- mola og lagðist til svefns. Næstu tveir dagarnir juku hon- um ekki vonirnar. Hann notaði síðustu leifarnar af' olíunni til að hita upp rafhlöðuna, ef ske kynni, að styrkur hennar yxi við það, en jafnframt notaði hann eldinn til að elda sér súpu. Á þriðja degi heyrði hann ekki einu sinni lengur suð í tækjunum. Það var eitt sinn þeg- ar hægði, að hann gekk um ís- inn og tróð SOS í snjóinn, og var hver stafur 150 feta hár. Hálfri stundu síðar hafði fokið yfir neyð- armerki þetta. Það var þessa nótt, sem Gauchie fann fyrir doða í tánum. Hann fór úr loðstígvélunum og sokkunum og hann kipptist við af hryllingi. Þrjár tær á vinstri fæti hans og tvær á hægra fæti voru kolsvartar. Hann þóttist vita, að tærnar hefði kalið, þegar hann stóð boginn við að reyna að gera við senditækin. Hann vissi, að kæmist blóðeitrun í drepið, yrði hann dauður næsta morgun. LÖNG LEIT Hinn konunglegi kanadiski flug- her hóf leit að Robert Gauchie að- eins fáum klukkustundum eftir að hann átti að vera kominn til Yellow- knife. Tveggja hreyfla Albatross vél hóf sig á loft í birtingu þriðja dag febrúar og flaug í þá slóð sem ætla mátti að Gauchie hefði flog- ið, en sú leit bar ekki árangur. Næsta dag fór önnur Albatross-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.