Úrval - 01.01.1968, Side 19

Úrval - 01.01.1968, Side 19
LE MANS GRAND PRIX 17 keppni, fækkaði áhorfendum á pöll- unum. Á bak við gryfjurnar sötr- uðu forráðamenn Fordliðsins svart kaffi úr pappírsbollum, og þeir voru að verða fúlskeggjaðir. Klukkan um 3.30 um nóttina, þegar kappakstur- inn var næstum hálfnaður, stappaði Passino niður fótunum til þess aS halda á sér hita í kulinu, sem fór á undan döguninni. Híann brosti drýgindalega, enda hafði hann fulla ástæðu til þess. Fordbílar voru í þrem fyrstu sætunum, og Ford átti 6 bíla meðal 11 fyrstu bílanna. Það gætti ekki sama öryggis á áhorfendapöllum Ferrariliðsins. Annar Ferraribíll hafði orðið að hætta vegna vélarbilunar. Á bak við Ferrarigryfjurnar tróð Lini á vindlingsstubb í döggvotu grasinu og tautaði: „Ef það á fyrir Fordbíl- unum að liggja, að bila, vildi ég að þeir létu verða af því bráðum.“ Og það leið ekki á löngu, þar til sá fyrsti bilaði. Það var bíll nr. 2, gulur að lit, sem var ekið af þeim Mark Donohue og Bruce McLaren. Hann stanzaði við viðgerðargryfj- una, sem honum var ætluð, og bif- vélavirkjarnir þyrptust að honum. Passino stóð þar rétt hjá og hélt á vasaljósi til þess að. lýsa mönnum sínum við viðgerðarstarfið. Skyndi- lega kvað við skerandi hljóð, líkt og kviknað hefði á þjófabjöllu. Ná- lægt rásmarkinu langt uppi í brekk- unni fyrir ofan gryfjuna kviknaði í sífellu á gulu ljósi. „Það hefur orðið slys,“ sagði Passino. „Byrjið að telja bílana okkar, um leið og þeir fara fram hjá.“ Það var skyndileg þögn á áhorf- endapöllunum. Bifvélavirkjar Ferr- ari stóðu rélt hjá gryfjum sínum og hrópuðu upp númerin, þegar Ferr- aribíll þaut fram hjá. „Hefur nokk- ur séð númer 3 og 5 enn þá?“ hrópaði einhver í myrkrinu. „Og 6,“ bætti önnur rödd við. Bílljósin þutu fram hjá hvert af öðru. Svo sagði kvíðafull rödd skyndilega: „Þessi Porsche fór hérna frarn hjá áðan. Þá eru þeir allir farnir fram hjá.“ Mario Andretti, sem ók Fordbíl nr. 3, ryðrauðum að lit, hafði kom- ið að beygju rétt hinum megin við hina frægu Dunlopbrú á 150 mílna hraða, er hann missti stjórnina á bíl sínum. Bíllinn hentist til og frá milli hliðarveggja brautarinnar og tók svo að snarsnúast á miðjum vegi, þar til hann stöðvaðist. Roger Mc- Cluskey kom æðandi á eftir hon- um í bíl nr. 5 og tók beygjuna á sama hraða. Hann kom skyndilega auga á bíl Andretti, er stóð þarna á miðri brautinni beint fyrir framan hann. McCluskey beygði út að veggnum og fór svo líka að snar- snúast. Hann hentist frá öðrum veggnum til hins, þangað til hann stanzaði líka á miðri brautinni. Fimmtán sekúndum síðar reyndi Jo Schlesser á Fordbíl nr. 6 að þræða fram hjá bílum þessum á 110 mílna hraða. Hann komst ekki lengra en að bíl McCluskeys. Svo byrjaði hann að snúast og stöðvaðist svo. Enginn hinna þriggja ökumanna var alvarlega meiddur, enda var alls konar öryggisútbúnaður í Ford- bílunum. En næsti bílstjóri, sem stanzaði við bensínafgreiðsluna til þess að fá meira bensín, stundi upp: „Það er hræðilegt. Það liggja hlut-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.