Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 19
LE MANS GRAND PRIX
17
keppni, fækkaði áhorfendum á pöll-
unum. Á bak við gryfjurnar sötr-
uðu forráðamenn Fordliðsins svart
kaffi úr pappírsbollum, og þeir voru
að verða fúlskeggjaðir. Klukkan um
3.30 um nóttina, þegar kappakstur-
inn var næstum hálfnaður, stappaði
Passino niður fótunum til þess aS
halda á sér hita í kulinu, sem fór
á undan döguninni. Híann brosti
drýgindalega, enda hafði hann fulla
ástæðu til þess. Fordbílar voru í
þrem fyrstu sætunum, og Ford átti
6 bíla meðal 11 fyrstu bílanna.
Það gætti ekki sama öryggis á
áhorfendapöllum Ferrariliðsins.
Annar Ferraribíll hafði orðið að
hætta vegna vélarbilunar. Á bak
við Ferrarigryfjurnar tróð Lini á
vindlingsstubb í döggvotu grasinu
og tautaði: „Ef það á fyrir Fordbíl-
unum að liggja, að bila, vildi ég
að þeir létu verða af því bráðum.“
Og það leið ekki á löngu, þar til
sá fyrsti bilaði. Það var bíll nr. 2,
gulur að lit, sem var ekið af þeim
Mark Donohue og Bruce McLaren.
Hann stanzaði við viðgerðargryfj-
una, sem honum var ætluð, og bif-
vélavirkjarnir þyrptust að honum.
Passino stóð þar rétt hjá og hélt á
vasaljósi til þess að. lýsa mönnum
sínum við viðgerðarstarfið. Skyndi-
lega kvað við skerandi hljóð, líkt
og kviknað hefði á þjófabjöllu. Ná-
lægt rásmarkinu langt uppi í brekk-
unni fyrir ofan gryfjuna kviknaði
í sífellu á gulu ljósi. „Það hefur
orðið slys,“ sagði Passino. „Byrjið
að telja bílana okkar, um leið og
þeir fara fram hjá.“
Það var skyndileg þögn á áhorf-
endapöllunum. Bifvélavirkjar Ferr-
ari stóðu rélt hjá gryfjum sínum og
hrópuðu upp númerin, þegar Ferr-
aribíll þaut fram hjá. „Hefur nokk-
ur séð númer 3 og 5 enn þá?“
hrópaði einhver í myrkrinu. „Og 6,“
bætti önnur rödd við. Bílljósin þutu
fram hjá hvert af öðru. Svo sagði
kvíðafull rödd skyndilega: „Þessi
Porsche fór hérna frarn hjá áðan.
Þá eru þeir allir farnir fram hjá.“
Mario Andretti, sem ók Fordbíl
nr. 3, ryðrauðum að lit, hafði kom-
ið að beygju rétt hinum megin við
hina frægu Dunlopbrú á 150 mílna
hraða, er hann missti stjórnina á
bíl sínum. Bíllinn hentist til og frá
milli hliðarveggja brautarinnar og
tók svo að snarsnúast á miðjum vegi,
þar til hann stöðvaðist. Roger Mc-
Cluskey kom æðandi á eftir hon-
um í bíl nr. 5 og tók beygjuna á
sama hraða. Hann kom skyndilega
auga á bíl Andretti, er stóð þarna á
miðri brautinni beint fyrir framan
hann. McCluskey beygði út að
veggnum og fór svo líka að snar-
snúast. Hann hentist frá öðrum
veggnum til hins, þangað til hann
stanzaði líka á miðri brautinni.
Fimmtán sekúndum síðar reyndi Jo
Schlesser á Fordbíl nr. 6 að þræða
fram hjá bílum þessum á 110 mílna
hraða. Hann komst ekki lengra en
að bíl McCluskeys. Svo byrjaði hann
að snúast og stöðvaðist svo.
Enginn hinna þriggja ökumanna
var alvarlega meiddur, enda var
alls konar öryggisútbúnaður í Ford-
bílunum. En næsti bílstjóri, sem
stanzaði við bensínafgreiðsluna til
þess að fá meira bensín, stundi upp:
„Það er hræðilegt. Það liggja hlut-