Úrval - 01.01.1968, Page 27

Úrval - 01.01.1968, Page 27
NÆTURLEST TIL CHITTAGONG 25 þar mundu stjórnmálaskoðanir ekki skipta neinu máli. En hví skyldi okkur ekki standa á sama, jafnvel þótt þetta kynni að vera rétt? Við erum þrælar núna, þrælar ykkar Bretanna. Milljónir okkar svelta heilu hungri og klæðast í vesæla tötra. Hvað verra gætu Japanir gert okkur en þú og landar þínir hafa þegar gert?“ Ég hafði aldrei litið á málin frá þessu sjónarmiði, en ég gat skilið- afstöðu hans. En samt lét ég ekki undan röksemdafærslu hans, heldur maldaði í móinn. Ég sagði honum hvernig Japanir hefðu hagað sér á þeim landsvæðum, sem þeir væru þegar búnir að ná á sitt vald. „Ég trúi þér ekki. Japanir eru Austurlandabúar eins og við. Þeir munu bjóða okkur velkomna sem bandamenn. Við berjumst gegn sama óvini.“ VITSMUNALEGT STRÍÐ. Ég veit ekki hve lengi við deild- um. Við létum röksemdirnar dynja hvor á öðrum tímunum saman. En ég vissi, að ég yrði að halda sam- talinu áfram, hvort sem röksemd- færslur mínar hefðu nokkur áhrif á unga Indverjann eða ekki. Og smám saman fór ég að gera mér grein fyr- ir því, að ungi maðurinn var óviss um fullt réttmæti kenninga sinna og skoðana. Hann virtist þarfnast þess að ræða við einhvern til þess að geta sannfært sjálfan sig um réttmæti þess, sem hann hélt fram. Félagar hans þörfnuðust ekki neinnar slíkrar hvatningar. Þeir voru eldri og ólundarlegri og vildu bara ljúka verkinu af sem fyrst. Þeirra viðbrögð voru á þann veg, að þeir vildu bara drepa og drepa, útrýma hinum hötuðu óvinum. En ungi maðurinn var leiðtogi þeirra. Hann hafði verið í háskóla. Hann var framtíð Indlands. Þeir mundu ekki hefjast handa án samþykkis hans eða hvatningar. Mennirnir með axirnar og bjúg- sverðin stóðu á klefagólfinu og vögguðu til í samræmi við hreyf- ingar lestarinnar. Kynblöndnu hjónin þrýstu sér fast hvort að öðru úti í horni. Við héldum áfram að rökræða, ég og Indverjinn. Þegar ég hugsa til þessa atburð- ar 25 árum síðar, er ég sem ég sjái okkur fyrir mér alveg ljóslifandi, og ég skil nú miklu betur en þá hið sanna eðli allra aðstæðna. Það var eins og við værum að spila fjár- hættuspil og hefðum lagt lífið und- ir. En frjósemi, lífsorka og hugsjón- ir æskunnar höfðu ekki enn flúið af hólmi í sálum okkar, og því trúðum við enn á rök skynsem- innar. Ég þráði það heitt að geta breytt því áliti, sem ungi maður- inn hafði á þjóð minni, sem var harla slæmt. Hann brann í skinn- inu eftir að sýna mér fram á það, að skoðanir og aðfarir landa minna væru rangar. Hin eina von heims- ins var þá sem ætíð fólgin í því, að ungt fólk af mismunandi kyn- flokkum gæti hitzt, skipzt á skoð- unum og reynt að skilja hvert ann- að, áður en viðhorf þess urðu hörkulegri og ósveigjanlegri, með- an það gat enn séð og viðurkennt eitthvað annað en þjóð sína og um- hverfið, sem það hafði alizt upp í.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.