Úrval - 01.01.1968, Side 28

Úrval - 01.01.1968, Side 28
26 ÚRVAL Samfundir okkar í klefanum voru einmitt slíks eðlis. Og við héldum áfram samræðum okkar. Og svo var sem valdahlutföllin hefðu skyndilega snúizt við. Lestin stanzaði snögglega, og úti fyrir mátti heyra fótatak margra hlaup- andi manna og brezkar raddir, sem hrópuðu skipunarorð. Hurðinni var hrundið upp. Risavaxinn liðþjálfi ruddist inn í klefann og indverskur undirforingi á eftir honum. Hann horfði á „goondana", sem með mér voru, eins og úlfur á bráð sína. Að baki þeim gat ég séð heilan her- mannaflokk, sem hafði tekið sér stöðu meðfram endilangri lestinni. Liðsforinginn starði á mig, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Er ekkert að, herra? Við fréttum af árásinni á lestina og bjuggumst ekki við að finna neinn á lífi í henni. Ég fer með þessa þorpara til borgaralegu lögreglunn- ar. Þér munuð auðvitað kæra þá?“ Ég horfði í kringum mig í klefan- um. Það var sem kynblendingurinn hefði ummyndazt. Ótti hans hafði algerlega gufað upp, en í þess stað var andlit hans ummyndað af hatri. Hann yrti ekki á mig einu orði, en dró konu sína á eftir sér út úr klefanum. Hann stanzaði sem snögg^ast frammi fyrir árásar- mönnunum og hreytti út úr sér einu orði: „Tíkarsynir!11 hvæsti hann. ÖRLAGARÍK ORÐ. Ég leit á hina. Mennirnir með axirnar og hnífana stóðu þarna kyrrir og svipur þeirra var fullur þrjózku og andúðar. Þeir mundu taka hverjum þeim örlögum, sem framvinda mála bar í skauti sínu þeim til handa. Eldri „goondarnir" tveir virtust einnig sama sinnis. Það mundi ekki hafa nein áhrif á viðhorf þeirra, hver ákvörðun mín yrði, hvort ég kærði þá eða ekki. Orrustan, sem ég varð að vinna stóð um huga og sál unga mannsins. Ég las svar mitt enn á ný í aug- um hans, sem virtust fara fram á skilning, en ekki meðaumkun. Ég vissi þá, að næstu örlagaríku orð mín yrðu úrslitaorð í máli þessu. Á þeim valt, hvort þessi ungi mað- ur fylltist ofsahatri í garð allra „út- lendinga11 líkt og félagar hans eða hvort hann mundi gera sér far um að beita sefandi áhrifum skynsam- legrar hugsunar á umhverfi sitt í framtíðinni, áhrifum, sem heimur- inn hafði nú svo átakanlega þörf fyrir. Ég sneri mér að liðþjálfanum og svaraði: „Nei, það verður ekki bor- in fram nein kæra.“ Til eru konur, sem aldrei hafa lent i ástarævintýri, en sjaldgæft er að finna konu, sem hefur aðeins átt eitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.