Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
Samfundir okkar í klefanum voru
einmitt slíks eðlis.
Og við héldum áfram samræðum
okkar.
Og svo var sem valdahlutföllin
hefðu skyndilega snúizt við. Lestin
stanzaði snögglega, og úti fyrir
mátti heyra fótatak margra hlaup-
andi manna og brezkar raddir, sem
hrópuðu skipunarorð. Hurðinni var
hrundið upp. Risavaxinn liðþjálfi
ruddist inn í klefann og indverskur
undirforingi á eftir honum. Hann
horfði á „goondana", sem með mér
voru, eins og úlfur á bráð sína. Að
baki þeim gat ég séð heilan her-
mannaflokk, sem hafði tekið sér
stöðu meðfram endilangri lestinni.
Liðsforinginn starði á mig, eins
og hann tryði ekki sínum eigin
augum. „Er ekkert að, herra? Við
fréttum af árásinni á lestina og
bjuggumst ekki við að finna neinn
á lífi í henni. Ég fer með þessa
þorpara til borgaralegu lögreglunn-
ar. Þér munuð auðvitað kæra þá?“
Ég horfði í kringum mig í klefan-
um. Það var sem kynblendingurinn
hefði ummyndazt. Ótti hans hafði
algerlega gufað upp, en í þess stað
var andlit hans ummyndað af hatri.
Hann yrti ekki á mig einu orði,
en dró konu sína á eftir sér út úr
klefanum. Hann stanzaði sem
snögg^ast frammi fyrir árásar-
mönnunum og hreytti út úr sér einu
orði: „Tíkarsynir!11 hvæsti hann.
ÖRLAGARÍK ORÐ.
Ég leit á hina. Mennirnir með
axirnar og hnífana stóðu þarna
kyrrir og svipur þeirra var fullur
þrjózku og andúðar. Þeir mundu
taka hverjum þeim örlögum, sem
framvinda mála bar í skauti sínu
þeim til handa. Eldri „goondarnir"
tveir virtust einnig sama sinnis.
Það mundi ekki hafa nein áhrif
á viðhorf þeirra, hver ákvörðun
mín yrði, hvort ég kærði þá eða
ekki. Orrustan, sem ég varð að
vinna stóð um huga og sál unga
mannsins.
Ég las svar mitt enn á ný í aug-
um hans, sem virtust fara fram á
skilning, en ekki meðaumkun. Ég
vissi þá, að næstu örlagaríku orð
mín yrðu úrslitaorð í máli þessu.
Á þeim valt, hvort þessi ungi mað-
ur fylltist ofsahatri í garð allra „út-
lendinga11 líkt og félagar hans eða
hvort hann mundi gera sér far um
að beita sefandi áhrifum skynsam-
legrar hugsunar á umhverfi sitt í
framtíðinni, áhrifum, sem heimur-
inn hafði nú svo átakanlega þörf
fyrir.
Ég sneri mér að liðþjálfanum og
svaraði: „Nei, það verður ekki bor-
in fram nein kæra.“
Til eru konur, sem aldrei hafa lent i ástarævintýri, en sjaldgæft
er að finna konu, sem hefur aðeins átt eitt.