Úrval - 01.01.1968, Side 31

Úrval - 01.01.1968, Side 31
í LUNDÚNUM 29 miklar breytingar í þessu eíni. Nú eru risastórar skrifstofubyggingar að skjóta upp kollinum allt í kring- um St. Páls dómkirkjuna, og virðist framhliðin vera að miklu leyti úr gleri. Nýr skýjakljúfur úr stein- steypu gnæfir hátt yfir Westminster Abbey, og hið fornfálega Victoríu- stræti hefur endurfæðzt við til- komu fjölmargra glæstra fjölbýlis- húsa. Önnur auðsæ breyting er fólgin í meginlandsáhrifum þeim, sem virðast hafa flætt yfir borgina. Þar er allt fullt af Frökkum, ítölum Spánverjum og Kýpurbúum, og á götunum má heyra margs konar framandi tungur. Margir Gyðingar frá Mið-Evrópulöndum settust að í Lundúnum eftir síðari heims- styrjöldina, og skömmu síðar kom heil flóðalda af negrum frá Vest- ur-Indíum. Fyrstu kynþáttaóeirð- irnar brutust út í Lundúnum árið 1958. Síðan hafa að vísu ekki orðið neinar kynþáttaóeirðir, en aukin úlfúð milli kynþátta er vaxandi vandamál. Maturinn, sem er á boðstólum í borginni, hefur líka breytzt. Bráð- skemmtileg, lítil veitingahús hafa sprottið upp sem gorkúlur hvar- vetna, og þar er hægt að fá ljúf- fengan mat á meginlandsvísu. Kaffihús og steikarahús hafa einn- ig skotið upp kollinum úti um all- ar trissur. Veitingahús, sem bera nafnið „Old Kentucky" eru víðs vegar, og er þetta eitt af minni háttar dæmunum um hin vaxandi amerísku áhrif í Lundúnum. Veðmálastofur hafa verið lög- legar síðan 1961. Lundúnabúar eru vitlausir í hesta, og það eru um 1.000 slíkar veðmálastofur í Eng- landi núna. í fyrra eyddu lands- búar rúmum billjón pundum (yfir 3 billjónum dollara) í veðmál og veðjuðu á knattspyrnuúrslit, hundaveðhlaup og hestaveðhlaup. Veðrið hefur jafnvel breytzt. Nú orðið verður sjaldan vart við dökka niðaþoku sem fyrrum, er allt líf lamaðist í borginni dögum saman og vart sást handaskil vegna fitu- mettaðra, gulleitra reykþokubakka, sem grúfðu yfir . borginni eins og mara ásamt römmum þefnum, sem þeim fylgdi. Þessi breyting hefur að miklu leyti orðið vegna aukinn- ar notkunar reyklauss eldneytis, bæði hvað snertir iðnað og milljónir arinelda á heimilum manna. Auð- vitað rignir enn mikið í Lundúnum (en þó ekki miklu meira en í New York). En regnið í Lundúnum steypist ekki til jarðar, líkt og hellt sé úr fötu, heldur sáldrast það stöðugt niður og að því er virðist endalaust. SVEFNPOKI OG GÍTAR. Eins og allir vita, ríkja nú mikil efnahagsvandræði í Englandi, og hefur stjórnin því gripið til strangra efnahagsaðgerða. Það virðist því einkennileg mótsögn, að í Lundún- um má sjá margs konar ytri merki um velmegun. Samtímis því verður þar vart nokkurs andlegs doða og vonleysis, einkum meðal miðaldra fólks. Það getur verið, að þetta megi óbeinlínis rekja. til hruns brezka heimsveldisins og riðlunar stéttaskiptingarinnar. Öll þjóðfé- lagsbyggingin hefur losnað úr hin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.