Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 31
í LUNDÚNUM
29
miklar breytingar í þessu eíni. Nú
eru risastórar skrifstofubyggingar
að skjóta upp kollinum allt í kring-
um St. Páls dómkirkjuna, og virðist
framhliðin vera að miklu leyti úr
gleri. Nýr skýjakljúfur úr stein-
steypu gnæfir hátt yfir Westminster
Abbey, og hið fornfálega Victoríu-
stræti hefur endurfæðzt við til-
komu fjölmargra glæstra fjölbýlis-
húsa.
Önnur auðsæ breyting er fólgin
í meginlandsáhrifum þeim, sem
virðast hafa flætt yfir borgina. Þar
er allt fullt af Frökkum, ítölum
Spánverjum og Kýpurbúum, og á
götunum má heyra margs konar
framandi tungur. Margir Gyðingar
frá Mið-Evrópulöndum settust
að í Lundúnum eftir síðari heims-
styrjöldina, og skömmu síðar kom
heil flóðalda af negrum frá Vest-
ur-Indíum. Fyrstu kynþáttaóeirð-
irnar brutust út í Lundúnum árið
1958. Síðan hafa að vísu ekki orðið
neinar kynþáttaóeirðir, en aukin
úlfúð milli kynþátta er vaxandi
vandamál.
Maturinn, sem er á boðstólum í
borginni, hefur líka breytzt. Bráð-
skemmtileg, lítil veitingahús hafa
sprottið upp sem gorkúlur hvar-
vetna, og þar er hægt að fá ljúf-
fengan mat á meginlandsvísu.
Kaffihús og steikarahús hafa einn-
ig skotið upp kollinum úti um all-
ar trissur. Veitingahús, sem bera
nafnið „Old Kentucky" eru víðs
vegar, og er þetta eitt af minni
háttar dæmunum um hin vaxandi
amerísku áhrif í Lundúnum.
Veðmálastofur hafa verið lög-
legar síðan 1961. Lundúnabúar eru
vitlausir í hesta, og það eru um
1.000 slíkar veðmálastofur í Eng-
landi núna. í fyrra eyddu lands-
búar rúmum billjón pundum (yfir
3 billjónum dollara) í veðmál og
veðjuðu á knattspyrnuúrslit,
hundaveðhlaup og hestaveðhlaup.
Veðrið hefur jafnvel breytzt. Nú
orðið verður sjaldan vart við dökka
niðaþoku sem fyrrum, er allt líf
lamaðist í borginni dögum saman
og vart sást handaskil vegna fitu-
mettaðra, gulleitra reykþokubakka,
sem grúfðu yfir . borginni eins og
mara ásamt römmum þefnum, sem
þeim fylgdi. Þessi breyting hefur
að miklu leyti orðið vegna aukinn-
ar notkunar reyklauss eldneytis,
bæði hvað snertir iðnað og milljónir
arinelda á heimilum manna. Auð-
vitað rignir enn mikið í Lundúnum
(en þó ekki miklu meira en í New
York). En regnið í Lundúnum
steypist ekki til jarðar, líkt og hellt
sé úr fötu, heldur sáldrast það
stöðugt niður og að því er virðist
endalaust.
SVEFNPOKI OG GÍTAR.
Eins og allir vita, ríkja nú mikil
efnahagsvandræði í Englandi, og
hefur stjórnin því gripið til strangra
efnahagsaðgerða. Það virðist því
einkennileg mótsögn, að í Lundún-
um má sjá margs konar ytri merki
um velmegun. Samtímis því verður
þar vart nokkurs andlegs doða og
vonleysis, einkum meðal miðaldra
fólks. Það getur verið, að þetta
megi óbeinlínis rekja. til hruns
brezka heimsveldisins og riðlunar
stéttaskiptingarinnar. Öll þjóðfé-
lagsbyggingin hefur losnað úr hin-