Úrval - 01.01.1968, Page 32
30
ÚRVAL
um föstu skorðum, eins og einn
vinur minn lýsti því réttilega. Nú
er öllum sama, hvort þú ert „herra-
maður“ eða ekki eða hvers konar
ensku þú talar, bara ef þér tekst
að komast áfram í lífinu og verða
þekktur. Ein vísbending þessarar
þróunar er algerlega ný tegund
þjóðhetju, sem sprottið hefur upp,
svo sem Bítlarnir og hin unga kvik-
myndast j örnukynslóð.
Nú komum við að lýsingu á
Lundúnum nútímans, „Swinging
London" eins og borgin hefur verið
kölluð. Nafn þetta merkir, að þar
sé um að ræða borg, þar sem alit
sé á ferð og flugi. En slíkt er alls
ekki réttnefni, því að það er að-
eins viss hluti Lundúnabúa, sem
er „á ferð og flugi.“ Þar er aðeins
um lítinn hluta borgarbúa að ræða,
því að flestir borgarbúar segjast
vera orðnir dauðleiðir á þessu um-
ræðuefni. Samt geta þeir ekki neit-
að því, að þetta „sveiflandi" æsku-
fólk, sem rutt hefur ýmsu nýju
braut, hafa gefið vissum hlutum
borgarinnar nýjan svip, fjörlegt yf-
irbragð, sem er fjörlegra en á
nokkrum öðrum stað í Evrópu nú
á tímum.
Ungt fólk sækir bjórstofurnar og
plötuhúsin (diskótekin) í hrönnum,
dansar í vélrænu æði og kemur
einhverjum stað í tízku í eina viku.
Svo flytur unga fólkið sig á nýjan
stað, og svona gengur það koll af
kolli. Þetta unga fólk hefur lítinn
áhuga á opinberum málum. Það vill
ekki eiga neinn þátt í því að leysa
vandamál heimsins, heldur hefur
þvegið hendur sínar af því öllu sam-
an. Sumt fólk á sér engan fastan
næturstað, heldur flækist stað úr
stað með þrennt í eigu sinni, svefn-
poka, tannbursta og gítar. Og þeg-
ar það vantar svefnstað næsta
kvöld, ber það að dyrum hjá ein-
hverjum kunningjanum, hverjum
sem er.
Það, sem einkennir þetta unga
fólk einna mest, er klæðnaður þess,
líkt og maður verður óþyrmilega
var við, ef maður labbar eftir
Kóngavegi í Chelseahverfinu. Ég
sá þar einn ungan mann, sem ég
hélt, að hlyti að vera leikari, sem
væri að koma frá sýningu einhvers
Shakespearesleikrits án þess að
hafa skipt um föt. Hann var í
ferskjugulum flauelsjakka með
knipplingamanséttum og í buxum,
sem voru alsettar ísaumuðum perl-
um og glitsteinum. Nei, nei, þetta
var bara hinn venjulegi klæðnaður
hans!
ENGIN STJÓRNMÁL LEYFÐ
Stjórnmálalega séð eru Lundún-
ir auðvitað heimkynni stjórnar
landsins. Gervöllu landinu er
stjórnað þaðan. Lundúnabúar kjósa
næstum sjötta hluta af samanlögð-
um þingmannafjölda Neðri deildar.
Og þeir, sem taka þýðingarmestu
ákvarðanir í Lundúnum, eru inn-
anríkisráðherrann, húsnæðismála-
ráðherrann, héraðsmálaráðherrann,
flutningamálaráðherrann, verka-
málaráðherrann, orkumálaráðherr-
ann, tryggingamálaráðherrann,
heilbrigðismálaráðherrann og ráð-
herra opinberra bygginga og stofn-
ana, en þeir eru ábyrgir gagnvart
brezku þjóðinni í heild. En þar að
aukj hefur borgin sjálf eigið stjórn-