Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 33

Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 33
í LUNDÚNUM 31 arkerfi, sem er flókið og yfirgrips- mikið. Það er margt furðulegt í and- litssvip Lundúna, en eitt hið furðu- legasta er samt sú staðreynd, að varla nokkur Lundúnabúi veit nafn þess manns, sem er æðsti stjórn- andi þessarar risaborgar. Sá em- bættismaður er Sir Percy Rugg. Hans opinberi titill er Rt. Hon. the Chairman of the Greater London Council (GLC) eða Hæstvirtur formaður borgarráðs Stór-Lundúna. Hann er aðeins skipaður til þessa embættis til eins árs, og skyldu- störf hans eru aðallega fólgin í því að koma fram við alls konar tækifæri, en honum eru ekki leyfð nein afskipti af stjórnmálum. Er þetta gerólíkt þeim venjum, sem ríkja í flestum stórborgum heims- ins. Borgarráð Stór-Lundúna er eins konar smækkuð mynd þjóðþingsins. Það skipa 100 borgarráðsmenn og 16 borgarfulltrúar. Formaðurinn er kosinn af borgarráðinu árlega og er útnefndur af þeim stjórnmálaflokki, sem hefur meirihluta. Varaformað- urinn er útnefndur af þeim flokki, sem er í minnihluta. Það er ætlazt til þess af þessum mönnum, að þeir taki ekki þátt í stjórnmála- baráttu, og er slíkt mjög ólíkt því, sem gerist í bandarískum borgum. Aðstaða þeirra er líka gerólík að því leyti, að þeir eru ekki launaðir. Þetta er ein ástæða þess, að stjórnmálabaráttan í Lundúnum hefur alltaf einkennzt af heiðar- leika. Mesta valdastaðan í borgar- ráði Stór-Lundúna ber heitið „Leander of the Council“ (eins konar foringi eða forystumaður ráðsins), en Desmond Plummer gegnir nú þeirri stöðu sem forystu- maður meirihluta ráðsins. Segja má, að John Lindsay, borgarstjóri í New York, eða Richard J. Daley, borg- arstjóri í Chicago, gegni hvor um sig störfum þeirra beggja, Plumm- ers og Sir Percy Ruggs. Stjórn borgarinnar skiptist í tvö aðalstig, borgarráð Stór-Lundúna og stjórn hinna ýmsu hverfa borg- arinnar. Hverfin (borough) eru eins konar aðskildar „borgir“ og eru samsafn kjördæma, sem mynda borgarheildina eins og hverfin Brooklyn og Bronx eru hlutar New Yorkborgar. Sum þessi hverfi eru mjög stór. Lambeth telur 339.400 íbúa og Wandsworth 331.450. Þau hafa að miklu leyti sjálfsstjórn, enda er samanlagt starfslið þeirra næstum tvöfalt á við starfslið borgarráðs Stór-Lundúna. Hinir kosnu bæj arráðsmenn hverfanna eru allir ólaunaðir sjálfboðaliðar, sem lifa af öðrum störfum sínum, en vinna fyrir hverfið í frítíma sínum. Lundúnir eru líklega eina stór- borgin, þar sem borgaryfirvöldin ráða engu um störf lögreglunnar. Borgarlögreglan (The Metropolitan Police District), en aðalbækistöðv- ar hennar eru þekktar um gervall- an heim undir nafninu Scotland Yard, heyrir undir yfirstjórn Inn- anríkisráðuneytisins, sem er eitt af ráðuneytum ríkisstjórnarinnar. Lundúnalögreglan ber ekki vopn nema við alveg sérstakar aðstæð- ur, eins og mörgum mun kunnugt. Þetta hefur nú vakið hatramar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.