Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 41

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 41
MIJN RÍSA MANNABYGGÐ Á TUNGLINU? 39 í staðinn súrefni, og ávexti sína. Nokkuð mundi vanta á að fullt jafnvægi fengist, en við því mætti gera með því að vinna meira af vatni úr tunglskorpunni, og að við- bættum efnum sem vinna mætti úr málmgrýti. Ekki er þetta eintómur hugar- burður, þó að svo megi virðast. Þessi hringrás efna hefur verið prófuð í sambandi við væntanleg- ar geimferðir um langar leiðir. Geimfar, sem sigla ætti til Mars, gæti varla verið skemur á leiðinni en tvö ár. Það væri óhugsandi að hægt væri að hafa meðferðis næg- ar birgðir af lofti, vatni og mat- vælum nema með því móti að nota þau aftur og aftur; á þennan hátt, sem hér var lýst. En til þess að koma þessu í fram- kvæmd þyrfti að hafa einhverja orkulynd, sem helzt mætti aldrei dvína eða þrjóta, því auðvitað þarf til þess orku að vinna efni á tungl- inu, rafgreina vatn í súrefni, fá þörungum næga birtu að þrífast við, og rækta aðrar jurtir. Vafa- laust yrði sú orka, sem höfð væri í byrjun, kjarnorka, líkt því sem hér segir er þegar farið að hafa. En tunglið á sér samt ótæmandi orkulind, þar sem sólarorkan er, og kunnum við hérna nú þegar að hagnýta okkur hana. Sólarorka, sem rafhlöður vinna milliliðalaust, og breyta í rafstraum, er einmitt sú orka, sem fjöldamargir gervi- hnettir ganga fyrir. Sólin skín í hálfan mánuð samfleytt á tunglið, og aldrei dregur ský fyrir né neitt annað. í þessu er falin óhemju orka, sem aldrei getur brugðizt, og unnt mundi verða að koma þarna fyrir ógrynnum af rafhlöðum, sem næðu jafnvel yfir nokkurra fer- kílómetra svæði, og unnið gætu orku á þessum hálfsmánaðar langa degi, sem geyma mætti til nætur- innar, auk þess sem af henni yrði tekið til notkunar á daginn. En þegar fullum tökum verður náð á vetnisorkunni, mundi þungt vetni verða miklu meðfærilegri aflgjafi en sólarorkan sem unnin væri með rafhlöðum. En ef eitthvað skyldi samt fara aflaga? Setjum svo að loftsteinn fari gegnum þakið á jarðhýsinu, eða tunglskjálfti sprengi það og loftið streymi út á svipstundu? Hér á jörð er líka margt að var- ast. Hlíðar eldfjalla eru, teknar til ræktunar og byggðir þar bústaðir, á illviðrasvæðum jarðarinnar vofa sífellt yfir stórviðri, sem engu þyrma, menn byggja strendur hafa og bakka stórfljóta þar sem ætíð má búast við flóðum og svo mætti lengi telja. Göngum vér ekki í hættu hvar sem er, svo sem segir í sálminum? Því skal ekki neitað að margt kunni að mistakast, en það mun verða gert ráð fyrir því og viðhafðar varnaðarráðstafanir. Jarðhýsin, eða tunglhýsin, kunna að bila, en við því mun verða séð með varabyrgjum neðar, og varnaðar- merkjum, þegar þetta er í aðsigi. Og allir munu hafa geimklæðnað að fara í, ef þeir þurfa að fara út. Auk þess má geta þess, að þarna er engin hætta á stormi, fellibylj- um, hvirfilvindum, flóðum, og niðri í jarðhýsunum hið ákjósanlegasta hitastig bæði nætur og daga. Hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.