Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 44

Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL þaðan verði flutt hráefni til jarð- arinnar nema í mjög smáum mæli. Til hvers er þá að vera að þessu? Eða eru einhverjar aðrar ástæður til, sem réttlæti það? Á tunglinu er hægt að gera at- huganir með miklu meiri nákvæmni en hér, ekki sízt á stjörnunum. Ekkert skyggir á, ekkert lofthvolf, stjörnusjáin mun greina allt miklu betur. Og engin borgarljós munu gera stjörnufræðingunum villuljós, því þau verða engin þar á yfirborði hnattarins. Stjörnuathuganastöðin mun verða þeim megin á tunglinu sem frá jörðu snýr, og þess vegna mun ekkert útvarp frá jörðinni trufla athuganir þeirra, og þeir munu geta séð miklu lengra út í geiminn en - hægt er að gera hérna. En hvað koma okkur við þessi háu vísindi fílabeinturnsins? Þau koma okkur við, trúið því. Látum okkur ekki verða á hið sama og þeim skammsýna manni, sem ekki sér neitt gagn af vísindarannsókn- um, ef þau borga sig ekki þegar í stað. Sagan sýnir okkur það svo að ekki verður um villzt, að sér- hver ný þekking, hve sjaldgæf sem er, kemur alltaf að gagni þegar fram líða stundir, og oftast áður en langt líður. Fræðin um tunglið eru raunar ekki neitt loftkennd né háspekileg. Margt er þar greinilega gagnlegt í bókstaflegum skilningi. Á yfirborði tunglsins eru millj- ónir ferkílómetra algerlega loftlaus- ir, en hér kostar það mikla fyrir- höfn að skapa lofttómt rúm, og al- drei tekst það nema í smáum mæli. Þarna gefst ágætt tækifæri til að gera tilraunir með ýms efni og búa til úr þeim þá hluti, sem erfitt væri að framleiða hér. Unnt yrði að vinna málma úr málmgrýtinu án þess að loftteg- undir sem jafnan eru til spillis hér, kæmu í námunda við þá, og hár- fínir hringar úr málmi og önnur afarfín málmsmíði, mundi verða miklu auðveldari viðfangs. Auðvelt yrði að sjóða saman málma við miklu lægra hitastig en hér. Og að setja saman efnablöndur í hinu loft- tóma rúmi tunglsins, sem engin leið er að ráða við hér. Það mundi líka verða hægt. Kuldinn á yfirborði tunglsins um nætur, sem ætíð er hinn sami og langtum meiri en hér þekkist, mundi mjög auðvelda rannsóknir á áhrifum mikils frosts á ýms efni. Menn mundu geta lært að frysta lifandi vefi, og skurðaðgerðir í miklum kulda mundu gera ýmislegt kleift í skurðlækningum, sem nú er óhugsandi. Þá er ótalið eitt hið veigamesta: tunglið mundi vera ákjósanlegur stökkpallur til annarra stjarna. Það er farið að ráðgera að senda mann- að geimfar til Mars, en er nokkur sönnun fyrir því að nokkrir menn héðan mundu þola slíkt ferðalag um milljónir kílómetra, sem standa mundi yfir í marga mánuði? Eða mundu þeir með herkjum þola þetta, en ekkert þar fram yfir, þangað en ekki lengra? Og aldrei bíða þess bætur. Það er næsta kvíðvænleg tilhugsun, að eiga að dveljast í lokuðum klefa langt úti í djúpi geimsins um svona langan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.