Úrval - 01.01.1968, Blaðsíða 45
M.UN RÍSA MANNABYGGÐ Á TUNGLINU?
43
tíma, — fyrir mann héðan af jörð.
En landnemar á tunglinu væru að
vísu komnir út í geiminn og það
ekki neitt sérlega stutt. Híbýli
þeirra þar verður lokaður klefi, og
farkostur þeirra um geiminn væri
það geimskip sem við köllum tungl
jarðarinnar. Landnemarnir yrðu að
lifa í þrengslum og nánu sambýli
við stallbræður sína, (og þeir yrðu
að fara að eins og Egill Skalla-
grímsson bauð griðkonum á Mos-
felli: „Mýkjumst vér við um set-
in“. Þýð.) Raunar væri jörðin ekki
allfjarri, hún mundi vera stór á
lofti. Stöðugt yrði varpað út milli
hnattanna. Og sú von gæti gert
dvölina bærilegri, að einhvern dag-
inn yrði flogið heim. Lífið mundi
verða langtum skárra á tunglinu
þar sem félagar manns kynnu að
skipta þúsundum, en í geimskipi,
þar sem áhöfnin væri sex manns
eða varla það.
En þegar nýlendan á tunglinu
væri komin á fastan fót, og vant-
aði ekkert framar til langvarandi
þrifa, þá gætu landnemarnir höggv-
ið á tengslin við móður jörð, ef þeim
byði svo við að horfa. Tunglbúurn
mundi veitast það ólíkt auðveldara
en okkur að leggja í langferðir um
sólkerfið í geimskipum, því þeir
mundu ekki finna á því ýkja mikinn
mun og því sem þeir væru vanir,
og á þessum ferðalögum kynnu
þeir að ná til yztu endimarka sól-
kerfisins, þangað sem jarðarbúiom
væri ekki fært að komast.
Samt er ekki allt talið enn —
fjarri fer því.
Byggðin á tunglinu verður með
algerlega nýju sniði þjóðfélags-
hátta, þar sem vandamálin verða
öll önnur en hér og andsvörin
sömuleiðis. Tunglbúar verða að lifa
í nábýli, þeir mUnu varla sjá nokk-
urt dýr, hugsað mun verða fyrir
öllu, og flest mun fara eftir áætlun.
Hvernig þeir bregðast við þessu,
veit enginn, en takist þeim það vel,
mun það verða jarðarbúum, öllum
þeim milljónum, sem fylgjast munu
með því sem þarna gerist, gott for-
dæmi.
Ef til vill verður það manna-
byggð á tunglinu að þakka, ef okk-
ur tekst að ráða fram úr því hvern-
ig sameina skuli sátt og samlyndi
hinni háþróuðu tækni, sem þegar
er komin á og mun þó þróast betur.
Og nú spyrjum við að síðustu:
„Hvað mun gerast eftir að Appollo
hefur farið ferðina? Svarið er: Eft-
ir það getur allt gerzt!
Presti einum í litlu, frönsku þorpi hefur tekizt að stórauka sunnu-
dagasamskot kirkjugesta. Hann hefur sem sé farið að nota fiðrilda-
net i stað venjulegra samskotabauka. Smápeningar detta í gegnum
möskvana á netinu. Seðlarnir einir eru nógu stórir til þess, að tekið
sé á móti þeim í netið.
Ferrir Hartman.